Fréttabréf FEDON – mars 2020

[English version of this newsletter is found below]

Ágætu félagar
Starfsemi FEDON er með minnsta móti þessa daga sökum heimsfaraldursins. Áætlað er að aðalfundur verði haldinn miðvikudaginn 13. Maí en fram að því verða engir viðburðir á vegum FEDON. Við svörum þó tölvupóstum og skilaboðum sem fyrr. Hins vegar viljum við tæpa á því helsta sem hafa verið á dagskránni hjá okkur í vetur.

Rannsóknamál

Í október gáfum við út skýrslu okkar um almenna stöðu doktorsnema hvað varðar rannsóknarstyrki. Skýrslan er á heimasíðu FEDON en þess má þó geta að RÚV og Stundin fjölluðu um skýrsluna.

Á sama tíma bárust fregnir af því annað árið í röð að til stæði að skera niður framlög til Rannsóknasjóðs. Formaður ritaði grein í Fréttablaðið vegna þessa máls. Líkt og í fyrra var horfið frá niðurskurðinum á endanum.

Formaður og varaformaður funduðu meðal annars með menntamálaráðherra vegna þessa ástands. Ráðherrann kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því og hét að beita sér fyrir því bættri stöðu doktorsnema.

Eftir áramót var síðan hafist handa við að skipuleggja baráttu fyrir auknu fé í rannsóknarsjóðina, undir forystu Vísindafélagsins. Meðal annars er unnið að skýrslu um ávinning íslensks þjóðfélags af aukinni fjárfestingu í grunnrannsóknum.

Kjaramál

Í febrúar voru nýir kjarasamningar á milli Félags Háskólakennara og Ríkissjóðs undirritaðir. Lægstu laun hækka um 17% og á það við um alla doktorsnema. Formaður og varaformaður funduðu með stjórn stéttafélagsins og fóru fram á það að stjórn FH gerði að sinni lagabreytingartillögu þess efnis að doktorsnemar yrðu fullgildir félagsmenn. Stjórn FH hefur orðið við þeirri beiðni.

Málefni stundakennara

Laun stundakennara munu hækka samhliða kjarasamningum en á þessu stigi er útfærslan óljós. Þetta kom fram í svari rektors við fyrirspurn FEDON.

Stofnað hefur verið til sellu til að ræða málefni stundakennara sérstaklega. Hugsunin er að það sé gert á jafningjagrundvelli og muni hópurinn þannig getað starfað fram yfir stjórnarskipti. Þannig skal gert kleift að safna saman mikilvægum upplýsingum, m.a. hvað varðar laun og vinnuálag.

Unnt er að skrá sig með því að gefa upp (háskóla)netfang, en þannig má komast á „hópinn“ sem starfandi er innan office-reiknings háskólapóstsins. Senda má á fedon@hi.is, eða í gegnum brh19@hi.is

Nýdoktorar

Dağlar Tanrıkulu og Sabrina Hansmann-Roth eru fulltrúar nýdoktora í stjórn FEDON þetta ár. Þau voru kosin á auka-aðalfundi sem haldinn var í Haust. Reynt hefur verið að skapa sérstakan vettvang fyrir nýdoktora til skrafs og ráðagerða.

Samstarf við stúdentaráð

Stúdentaráð samþykkti í vetur að veita fulltrúa doktorsnema sæti í stjórn stúdentaráðs sem áheyrnarfulltrúi, að tilnefningu FEDON. Þetta er stórt skref fyrir hagsmunabaráttu doktorsnema þar sem stúdentaráð býr yfir mikilli reynslu og mannaforráðum og geta vel stutt við bak okkar þegar við á. Hagsmunir fara oft saman, nú t.d. þegar til stendur að hækka skráningargjöld við Háskóla Íslands. Formaður FEDON tók sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórn SHÍ.

Aðalfundur

Að öllu óbreyttu verður boðað til aðalfundar 13.maí næstkomandi. Þó er mögulegt að
heimsfaraldurinn setji strik í reikninginn. Við látum vita þegar nær dregur. Stefnt er að því að bera upp róttækar breytingar á skipulagi hreyfingarinnar. Horfið er hins frá kynningar- og umræðufundi sem ráðgert var að hafa.

Vefsvæði FEDON

Unnið er að endurbótum að vef FEDON. Uppfæra á efni þannig að allar nauðsynlegar upplýsingar verði þar inni. Ykkur er velkomið að benda á efni sem ykkur finnst eiga heima þar inni.

Doktorsnáman

Unnið hefur verið um nokkurt skeið að innleiðingu doktorsnámunnar, kerfis til að halda utan um doktorsnám hvers og eins, og framvindu þess. FEDON bindur vonir við að kerfið gera fólki kleift að halda betur utan um doktorsnám. Einnig að almennar upplýsingar um doktorsnámið verði skýrari, t.d. hvaða kröfur megum við gera til leiðbeinenda.

Erasmus+

Unnið er að nýrri Erasmus áætlun Evrópusambandsins. Fulltrúar frá Rannsóknarmiðstöð Íslands leggja þar áherslu á að unnt verði að bjóða upp á meiri sveigjanleika fyrir doktorsnema og gera kleift að stunda skemmri rannsóknardvöl erlendis.

Að lokum

Megi ykkur heilsast vel á tímum Coronu-veirunnar og sjáumst vonandi fersk í maí. Hugsum vel hvert um annað, en líka um okkur sjálf. Lesið góða skáldsögu og hlustið á góða tónlist (formaður mun hlusta á Queen út í eitt þessa daga).

Með ástarkveðjum,
Stjórn FEDON 2019-2020

 


FEDON Newsletter – March 2020

Dear fellows.
The operation of FEDON is limited these days due to the current epidemic of the coronavirus. We intend to hold our general assembly May 13th, but until then, no meetings will be held. We will answer emails and messages, though, just like before. We would like to share with you everything that has been ongoing in the last few months:

Research matters

In October, we published the results of a PhD funding survey, which revealed that 25% of PhD students have never received any grant at all. The Report is available on FEDON’s homepage. We got some media attention: RÚV and Stundin covered this matter.

Meanwhile, we received news that for the second time in row budget cuts to the Government’s Research fund was announced. The Chairperson of FEDON wrote an article in Fréttablaðið in protest of the cuts. Eventually, just like in previous years, these cuts were cancelled.

The Chair and Vice-chair of the committee discussed these issues with Minister of Education because of these matters. The meeting went well, and minister admitted having been aware of these issues and showed some enthusiasm to act on our behalf.

In the new year, a campaign is now being planned under the leadership of The Icelandic Science Community (Vísindafélag Íslands). A report on the benefits of basic research for Icelandic society will be written to help support our fight for funding.

Salaries

In February, new wage agreements between the Union of University Teachers and the State Treasury were signed. The lowest salaries will increase 17% and that includes all PhDs who have received grants and signed contracts with the University. The Chair and Vice-Chair of the committee had a meeting with the Union’s board and demanded that the board propose amends to the union’s statutes so that PhDs will be acknowledged as full members in the union!

Matters of Session Teachers

Salaries of session teachers will increase following the previously mentioned wage agreement. How this will be accomplished is not certain, though. This is part of the rector’s response to FEDON’s inquiry on session teachers at UI.

A small sub-committee has been launched for discussing matters of interest to session teachers specifically. This shall be done on grounds of everybody being equal and thus continue after the current operational year no matter who will go on to chair FEDON in the future. The purpose, at the very least, is to collect important information regarding e.g. salary and the amount of work done by session teachers at the university.

You can register by sending your university email address to fedon@hi.is or reply this email (or send to brh19@hi.is). You will be able to access the group for session teachers on Outlook and SharePoint.

Post-Docs

Dağlar Tanrıkulu and Sabrina Hansmann-Roth are representatives of Post-docs in FEDON’s board this year. They were elected at an extra General Assembly this fall. Hopefully, there will be grounds for increased conversation for post-docs soon.
Co-operation with Student Council The Student Council passed a motion to include PhD’s auditory representative, appointed by Board of FEDON. This is huge step for the PhDs campaign as there is much experience and great human resources within the council which we will benefit from. Our interests are in many ways the same, e.g.
the Student Council’s current fight against the proposed increase of the annual UI registration fee.

The Chair of FEDON is currently an auditory member of the board on behalf of PhD students.

General Assembly

Hopefully we will manage to hold a General Assembly meeting on May 13th as scheduled. We will announce it later. We aim to make some radical changes of the structure of FEDON and to the Board. A special preparation meeting for it was planned, but due to the pandemic those plans are off the table.

FEDON Webpage

We are working on improving FEDON’s webpage. We want to update the content so all relevant information will be in there. Feel free to suggest content you think should be there.

Doktorsnáman

Much work has been done in developing a new system, Doktorsnáman, to consolidate all information regarding various programs of PhD study and their progression on Ugla. FEDON sincerely hopes this will give a people better chance at proper oversight and help in the course of their PhD, and clearer information on other matters such as what we can expect of our supervisors, and so on.

Erasmus+

The EU is currently working on new Erasmus+ program. Representatives from Iceland’s Research Centre (Rannís) emphasise on making any exchange of PhD students among universities more flexible and offering more options, such as shorter stays abroad for research or other work.
Take Care!
We wish you all good health in time of Corona virus. Hope so see you again fresh in May. Take care of each other but also of yourselves! Read a good fiction, listen to good music! (The Chair will be listening to Queen more than usual).

With Love,
FEDON’s 2019-2020 Board

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.