Aðalfundur FEDON, ný stjórn, og ályktanir fundarins

Aðalfundur FEDON fór fram í gær, 29. maí 2017.

Fráfarandi stjórn gerði grein fyrir starfi félagsins á liðnu ári og var skýrsla stjórnar samþykkt. Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhag félagsins og var sú skýrla einnig samþykkt.

Lagðar voru þrjár ályktanir fyrir fundinn og voru þær allar samþykktar, sjá efni þeirra hér fyrir neðan. Ályktanir þessar eru afraksturs vinnu nefndar um endurskoðun á lögum félagsins. Niðurstaða nefndarinnar var að leggja ekki til breytingar á lögum félagsins að svo komnu máli en þess í stað leggja til við nýja stjórn félagsins að huga sérstaklega að samvinnu félagsins við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ), Landssamband Íslenskra Stúdenta (LÍS) og huga að fjármögnun félagsins.

Að lokum var ný stjórn FEDON kosin og eru hún nú svo skipuð:

Nanna Hlín Halldórsdóttir (Hugvísindasvið) Formaður

Renata Emilsson Pesková (Menntavísindasvið) Ritari

Linda Sólveigar Guðmundsdóttir (Félagsvísindasvið) Gjaldkeri

Teresa Dröfn Njarðvík (Hugvísindasvið) Varamaður í stjórn Miðstöðvar framhaldsnáms

Védís Ragnheiðardóttir (Hugvísindasvið) Fulltrúi í stjórn Miðstöðvar framhaldsnáms og samfélagsmiðlafulltrúi

Rowina Werth (Hugvísindasvið)

Guðrún Sif Friðriksdóttir (Félagsvísindasvið)

Deirdre Clark (Verkfræði- og Náttúruvísindasvið)

Ályktanir ársfundar FEDON 2017:

Alyktun_1_FEDON_SHÍ_2017

Alyktun_2_FEDON_LIS_2017

Alyktun_3_FEDON_Fjarm_2017

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.