Ályktun Stúdentaráðs, um samstarf ráðsins við FEDON, Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands

Eftirfarandi mál var tekið fyrir á fundi SHÍ þann 23. maí 2017 og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

(Þessi póstur birtist upphaflega þann 21. maí 2017, en hefur nú verið breytt í samræmi við niðurstöðu málsins.)

See English text below.

Á L Y K T U N   S T Ú D E N T A R Á Ð S

um samstarf ráðsins við FEDON, Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) ályktar að fela formanni SHÍ að vinna að aukinni aðkomu doktorsnema að réttindabaráttu SHÍ í samstarfi við FEDON, Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands. Sú vinna skal vera með skipulögðum og formlegum hætti og afrakstur hennar liggja fyrir í febrúar 2018. SHÍ tekur undir þau sjónarmið að SHÍ eigi að vera málsvari allra stúdenta við HÍ og að áherslur í réttindabaráttu SHÍ þurfi að endurspegla aukinn fjölda framhaldsnema við skólann.

Meginn tilgangur þeirra breytinga sem hér eru kynntar er að efla hagsmunagæslu framhaldsnema við Háskóla Íslands. Stjórn FEDON telur að tímabært sé að tengja betur saman hagsmunagæslu grunnnámsnema og framhaldsnema við HÍ.

Fyrst nokkur orð um FEDON, Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, sem stofnað var vorið 2010. Markmið félagsins var að standa vörð um hagsmuni doktorsnema og nýdoktora gagnvart HÍ. Samkvæmt lögum félagsins er stjórn þess skipuð tveimur fulltrúum frá hverju fræðasviði háskólans. Stjórnin skiptir með sér verkum. Allir doktorsnemar og nýdoktorar við HÍ eru félagsmenn. Ársfund skal halda einu sinni á ári. Lögum félagsins er breytt á ársfundi með einföldum meirihluta. Allir félagsmenn hafa rétt á að sitja aðalfund og leggja fram tillögur á honum. Tillögur til lagabreytinga þarf að birta þremur dögum fyrir aðalfund.

FEDON skipar einn fulltrúa í stjórn Miðstöðvar framhaldsnáms við HÍ. Segja má að þetta embætti sé það sem mestu máli skiptir fyrir starfsemi FEDON og réttlæti um leið tilvist þess. Ljóst er að Miðstöð framhaldsnáms við HÍ er og verður í lykilhlutverki varðandi þróun og umsjón með framhaldsnámi stúdenta við HÍ enda er hlutverk hennar að tryggja gæðakröfur í framhaldsnámi skólans. Stjórnin vinnur nú að endurskoðun á þeim lögum og reglum sem gilda um námið auk þess sem stjórnin fer yfir álitamál sem upp koma t.d. á milli nemenda og leiðbeinenda.

Það er mat núverandi stjórnar FEDON að nauðsynlegt sé að styrkja stöðu þess svo tryggja megi vöxt og viðgang þess samhliða viðgangi og vexti framhaldsnáms við HÍ. Félagið er frekar einangrað og má í því sambandi benda á að lítil samskipti eru á milli þess og Stúdentaráðs HÍ sem þó er ætlað það hlutverk að vera æðsti fulltrúi nemenda innan HÍ (I. liður 2. grein laga SHÍ). Raunar er erfitt að sjá þess stað að hagsmunir framhaldsnema hafi verið hluti af starfsemi SHÍ hingað til nema að litlu leyti.

Það er ekki markmið þessarar greinargerðar að gagnrýna núverandi stöðu hagsmunagæslu stúdenta við HÍ, né þá menningu sem þróast hefur í Stúdentaráði frá stofun þess árið 1920. Hér skal frekar leggja áherslu á það að horfa til framtíðar.

Staðreyndin er sú að skipulagt og almennt framhaldsnám við HÍ er tiltölulega nýtilkomið í hundrað ára sögu skólans og það er okkar skoðun að hagsmunagæsla framhaldsnema hafi ekki fylgt þeirri þróun nægjanlega vel. Stjórn FEDON vill bæta og efla þessa hagsmunagæslu.

Nú kann einhver að segja að hagsmunir framhaldsnema séu ekki þeir sömu og hagsmunir grunnnámsnema og að mikill aldurs- og aðstöðu munur sé á milli þessara hópa. Það er að vissu leiti rétt en þessir hópar eiga líka mikið sameiginlegt. Þeir stunda nám við sama skóla og eiga í samskiptum við sömu stofnanir háskólans auk þess sem æ fleiri grunnnámsnemar kjósa að fara beint í framhaldsnám að grunnnámi loknu.

Meðalaldur doktorsnema er enn nokkuð hár á Íslandi samanborið við önnur ríki í Evrópu en sé rýnt í tölurnar sést að hann fer lækkandi. Ef fram fer sem horfir munu doktorsnemar og grunnnámsnemar færast nær hvor öðrum í aldri á næstu árum auk þess sem gera má ráð fyrir því að algengara verði að þeir sem á annað borð ætla í doktorsnám muni gera það strax að loknu grunnnámi. Uppsöfnuð þörf eldri kynslóða til að bæta við sig doktorsnámi mun með tíð og tíma jafnast út. Því er enn ríkari ástæða til þess að horfa til framtíðar og byggja upp kerfi sem hæfir þeim tíma sem framundan er í stað þess að dvelja um of við fortíðina.

Stjórn FEDON leggur til að teknar verði upp formlegar viðræður á milli FEDON og SHÍ um aukna samvinnu félaganna með það að markmiði að fulltrúa doktorsnema verði tryggt fast sæti í Stúdentaráði. Stjórn FEDON leggur einnig til að kannað verði hvort mögulegt sé að kjósa hluta stjórnar FEDON beinni kosningu samhliða kosningum til Stúdentaráðs með rafrænu kosningakerfi Reiknistofunun HÍ.

English version

This motion will be put for SHÍ on 23. May 2017.

A resolution by the Student Council of the University of Iceland, on cooperation with FEDON, the Association of PhD students and post-doc students at the University of Iceland (UI).

The Student Council (SHÍ) resolves to entrust the Chairman of SHÍ to work on further involvement of PhD students in the operation of SHÍ in cooperation with FEDON, the Association of PhD students and post-doc students at the University of Iceland. This work shall be done in an organized and formal manner, yielding a conclusion in February 2018. SHÍ supports the motion that SHÍ should be the representative of all students at the UI and that the focus on the campaign for rights at SHÍ must reflect increased number of graduate students at the university.

The main purpose of the changes presented here is to protect the interests of graduate students at the University of Iceland. The board of FEDON believes that it is time to link more closely the interests of undergraduate and graduate students.

First, a few words about FEDON, the Association of PhD students and post-doc. students at the University of Iceland (UI). FEDON was established in the Spring of 2010. The goal of the association was to protect the interests of PhD students and post doc. students.  According to the association’s by-laws, the Board of Directors is composed of two representatives from each of the Schools of ​​the University and are responsible for activities that address students’ needs. All PhD students and post doc. students enrolled at the university are members of FEDON by default. Annual General Meetings should be held once a year. The by-laws of the association can be changed at an annual meeting with a simple majority. All members have the right to attend the Annual General Meeting and put forward proposals. Proposals for legislative changes must be published three days before the Annual General Meeting.

FEDON appoints one member of the Board to sit on the Graduate School committee of the University of Iceland. The Graduate School is extremely important for FEDON’s activities and ensuring students’ rights. It is clear that the Graduate School does and will play a key role in the development and management of the university’s graduate studies by  addressing quality assurance in the university’s postgraduate studies. The Graduate School committee is currently reviewing the laws and regulations governing the doctoral program, for example, issues that may arise between students and supervisors.

FEDON’s current board is of the opinion that it is necessary to strengthen its position to ensure the continuation and growth of postgraduate studies at the University of Iceland in a way that ensures student rights and wellbeing are addressed. At the moment FEDON is rather isolated and there is little communication with the Student Council, which is intended to be the highest representative of students within the University of Iceland (see section 2 of the Student Council Act). Indeed, the interests of graduate students have not visibly been part of SHÍ activities.

FEDON in now way intends to criticise the current status of doctoral students or the role of SHÍ since its establishment in 1920. Rather, this statement seeks to propose changes that could strengthen the role of both FEDON and SHÍ in terms of responding to student interests.

Formal graduate studies at the University of Iceland are relatively new in the context of its hundred-year history. In our view, meeting the interests of graduate students has not kept up with other developments. Therefore, FEDON’s role is to address these shortcomings.

It could be argued that the interests of graduate students are not the same as the interests of undergraduate students. There are of course differences but there also commonalities. They study at the same school and are governed by the same institutional system and structures. Undergraduate students also choose to continue their studies and move into graduate programs, therefore creating an important link between the experiences of both levels.

The average age of doctoral students is still quite high in Iceland compared with other countries in Europe, but the figures show that it is falling.  At the current rate, the gap between the age of doctoral students and undergraduate students will decrease, and it may be assumed that those who are planning a doctoral degree in the future will be more likely to do so immediately after graduation. Therefore, there is even greater reason to address future trends by working collaboratively to build a system of student representation that responds to these needs.

The board of FEDON therefore proposes that there be formal negotiations between FEDON and SHÍ on the enhanced cooperation between the two, with the aim of ensuring that a representative of PhD students is secured a permanent seat on the Student Council. The board of FEDON also proposes to examine whether it is possible to elect FEDON board members through direct elections parallel with election to the Student Council through the university’s electronic election system.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.