Frumvarp menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki (LÍN)

Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, eins og það heitir. Frumvarpið var samþykkt í ríkisstjórn þriðjudaginn 24. maí 2016, sjá hér. Frumvarpið má finna hér á vef Alþingis og hér á PDF formi. Frumvarpið var lagt fram mánudaginn 30. maí. Hér má finna frétt mbl um frumvarpið og hér viðtal við stjórnarmann FEDON um áhrif þess á doktorsnema.

Eins og sjá má er frumvarpið einar 66 síður og hefur stjórn FEDON ekki enn náð að kynna sér efni þess til hlítar. FEDON mun taka þátt í vinnu annara samtaka námsmanna við að greina áhrif frumvarpsins.

FEDON skorar á doktorsnema að kynna sér vel áhrif frumvarpsins á þeirra hagi. Einnig skorar FEDON á doktorsnema að tjá skoðanir sínar og taka þátt í starfi FEDON.

lin

Þessi færsla var birt undir LÍN. Bókamerkja beinan tengil.