Tungumál og doktorsnám

Ný skýrsla kom út 30. júní á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um tungumálanotkun í norrænum háskólum, m.a. Háskóla Íslands. Þarna kemur ýmislegt áhugavert fram um tungumál doktorsritgerða. Á árunum 1919-1999 fóru fram 76 doktorsvarnir við HÍ: 34 á íslensku, 38 á ensku og 4 á þýsku. Á árunum 2000-2011 fóru hins vegar fram 215 doktorsvarnir: 34 á íslensku (15,8%) og 181 á ensku (84,2%). Það var bara á Hugvísindasviði sem doktorsritgerðir á íslensku voru í meirihluta. Reglur um tungumál doktorsritgerða eru mismunandi eftir svið: á sumum sviðum hafa doktorsnemar meira svigrúm til að velja tungumál doktorsritgerðarinnar.

Language and doctoral studies

The Nordic Council of Ministers published a report on language use in Nordic universities, including the University of Iceland. English and Icelandic are currently the only languages used in doctoral dissertations at the University of Iceland (although there have been 4 in German in the past). Most doctoral candidates wrote their dissertation in English (except in the School of Humanities, where dissertations most dissertations were in Icelandic). Rules on language use still vary from school to school: doctoral candidates in some schools have more flexibility than others when it comes to the language of their dissertation.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.