Velkomin á vef Fedon

Fedon – félag doktorsefna og nýrannsakenda við Háskóla Íslands, vinnur að hagsmunamálum doktorsefna og nýrannsakenda við Háskóla Íslands. Á þessum vef má nálgast ýmsar upplýsingar, skjöl og tilkynningar er varða hagsmunamál félagsfólks okkar ásamt upplýsingum um undirfélög Fedon. Vefurinn er í uppfærsluferli.

Birt í Uncategorized

Annual general meeting of FEDON 2021

Call for General Meeting of FEDON

Dear members.

We call for a General Meeting of FEDON May 25th from 16:00 at Veröld VHV-007.

The agenda is the following:

 1. Annual Report from the Board of FEDON
 2. Annual Accounts
 3. Statue Amendment proposals. Discussions and Vote.
 4. Elections for (a) board of FEDON, (b) Treasury supervision.
 5. Other Matters.

Board of FEDON

Aðalfundarboð

Kæru félagar.

Boðað er til aðalfundar FEDON 25. maí kl. 16.00 í Veröld VHV-007.     

 1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
 2. Ársreikningur liðins reikningsárs lagður til samþykktar.
 3. Lagabreytingatillögur. Umræður og Kosning
 4. Kosningar: (a) stjórn, (b) tveir skoðunarmenn reikninga.
 5. Önnur mál

Stjórn FEDON

Birt í Uncategorized

Call for General Assembly / Boðað til Aðalfundar

Call for General Assembly of FEDON

(Íslenska að neðan)

Dear Members.

We call for a General Assembly of FEDON May 13th from 5pm to 7pm at Hátskólatorg HT-105.

The agenda is the following:

 1. Annual Report from the Board of FEDON
 2. Annual Accounts
 3. Statue Amendment proposals. Discussions and Vote.
 4. Elections for (a) board of FEDON, (b)Treasury supervision.
 5. Other Matters.

We like to bring to your attention that proposals for statue amendments shall be submitted no later than five days prior to the General Assembly (May 8th).

Due to ongoing circumstances in the world, we kindly ask you to register on beforehand to the meeting. You can do that by filling out the following form. You can also submit proposals for Statue amendment proposals or other proposals. Note that, proposals other than statue amendment can be submitted whenever before the assembly. The form is first and foremost for convenience so that we can make any necessary arrangements before the GA.

We aim to stream the meeting online. If you like to follow the GA online, register and notify so in comments.

Register here: 

https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=Dl_6CRghVkaFKWd-2P2-eNLFpVjte5ZHv9_9ixU0LtdUOFJGNDVFOVc0SFZVUk9DMUNDQlUwNzk1Ny4u

Board of FEDON

Aðalfundarboð

Kæru félagar.

Boðað er til aðalfundar FEDON 13. maí kl. 17.00-19.00, Stofu H105, Háskólatorgi     

 1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
 2. Ársreikningur liðins reikningsárs lagður til samþykktar.
 3. Lagabreytingatillögur. Umræður og Kosning
 4. Kosningar: (a) stjórn, (b) tveir skoðunarmenn reikninga.
 5. Önnur mál

Vakin er athygi á að lagabreytingum skal skilað minnst fimm dögum fyrir fund (8. maí).

Vegna viðvarandi ástands munum við biðja ykkur um að skrá ykkur á fundinn fyrir fram. Það er hægt að gera með því að fylla út meðfylgjandi eyðuform. Hægt er að leggja tillögur fyrir fundinn til umræðu og verða þau tekin fyrir undir liðnum önnur mál (nema þá um sé að ræða lagabreytingatillögu). Rétt er þó að taka fram að tekið verður á móti tillögum þó þær berist ekki samhliða skrániningu.

Stefnt verður að því að streyma fundi á netinu. Ef þú vilt nýta þér þann möguleika, skráðu þig þá og taktu það fram í athugasemdaboxinu.

Skráið ykkur hér: 

https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=Dl_6CRghVkaFKWd-2P2-eNLFpVjte5ZHv9_9ixU0LtdUOFJGNDVFOVc0SFZVUk9DMUNDQlUwNzk1Ny4u

Stjórn FEDON

Birt í Uncategorized

Fréttabréf FEDON – mars 2020

[English version of this newsletter is found below]

Ágætu félagar
Starfsemi FEDON er með minnsta móti þessa daga sökum heimsfaraldursins. Áætlað er að aðalfundur verði haldinn miðvikudaginn 13. Maí en fram að því verða engir viðburðir á vegum FEDON. Við svörum þó tölvupóstum og skilaboðum sem fyrr. Hins vegar viljum við tæpa á því helsta sem hafa verið á dagskránni hjá okkur í vetur.

Rannsóknamál

Í október gáfum við út skýrslu okkar um almenna stöðu doktorsnema hvað varðar rannsóknarstyrki. Skýrslan er á heimasíðu FEDON en þess má þó geta að RÚV og Stundin fjölluðu um skýrsluna.

Á sama tíma bárust fregnir af því annað árið í röð að til stæði að skera niður framlög til Rannsóknasjóðs. Formaður ritaði grein í Fréttablaðið vegna þessa máls. Líkt og í fyrra var horfið frá niðurskurðinum á endanum.

Formaður og varaformaður funduðu meðal annars með menntamálaráðherra vegna þessa ástands. Ráðherrann kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því og hét að beita sér fyrir því bættri stöðu doktorsnema.

Eftir áramót var síðan hafist handa við að skipuleggja baráttu fyrir auknu fé í rannsóknarsjóðina, undir forystu Vísindafélagsins. Meðal annars er unnið að skýrslu um ávinning íslensks þjóðfélags af aukinni fjárfestingu í grunnrannsóknum.

Kjaramál

Í febrúar voru nýir kjarasamningar á milli Félags Háskólakennara og Ríkissjóðs undirritaðir. Lægstu laun hækka um 17% og á það við um alla doktorsnema. Formaður og varaformaður funduðu með stjórn stéttafélagsins og fóru fram á það að stjórn FH gerði að sinni lagabreytingartillögu þess efnis að doktorsnemar yrðu fullgildir félagsmenn. Stjórn FH hefur orðið við þeirri beiðni.

Málefni stundakennara

Laun stundakennara munu hækka samhliða kjarasamningum en á þessu stigi er útfærslan óljós. Þetta kom fram í svari rektors við fyrirspurn FEDON.

Stofnað hefur verið til sellu til að ræða málefni stundakennara sérstaklega. Hugsunin er að það sé gert á jafningjagrundvelli og muni hópurinn þannig getað starfað fram yfir stjórnarskipti. Þannig skal gert kleift að safna saman mikilvægum upplýsingum, m.a. hvað varðar laun og vinnuálag.

Unnt er að skrá sig með því að gefa upp (háskóla)netfang, en þannig má komast á „hópinn“ sem starfandi er innan office-reiknings háskólapóstsins. Senda má á fedon@hi.is, eða í gegnum brh19@hi.is

Nýdoktorar

Dağlar Tanrıkulu og Sabrina Hansmann-Roth eru fulltrúar nýdoktora í stjórn FEDON þetta ár. Þau voru kosin á auka-aðalfundi sem haldinn var í Haust. Reynt hefur verið að skapa sérstakan vettvang fyrir nýdoktora til skrafs og ráðagerða.

Samstarf við stúdentaráð

Stúdentaráð samþykkti í vetur að veita fulltrúa doktorsnema sæti í stjórn stúdentaráðs sem áheyrnarfulltrúi, að tilnefningu FEDON. Þetta er stórt skref fyrir hagsmunabaráttu doktorsnema þar sem stúdentaráð býr yfir mikilli reynslu og mannaforráðum og geta vel stutt við bak okkar þegar við á. Hagsmunir fara oft saman, nú t.d. þegar til stendur að hækka skráningargjöld við Háskóla Íslands. Formaður FEDON tók sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórn SHÍ.

Aðalfundur

Að öllu óbreyttu verður boðað til aðalfundar 13.maí næstkomandi. Þó er mögulegt að
heimsfaraldurinn setji strik í reikninginn. Við látum vita þegar nær dregur. Stefnt er að því að bera upp róttækar breytingar á skipulagi hreyfingarinnar. Horfið er hins frá kynningar- og umræðufundi sem ráðgert var að hafa.

Vefsvæði FEDON

Unnið er að endurbótum að vef FEDON. Uppfæra á efni þannig að allar nauðsynlegar upplýsingar verði þar inni. Ykkur er velkomið að benda á efni sem ykkur finnst eiga heima þar inni.

Doktorsnáman

Unnið hefur verið um nokkurt skeið að innleiðingu doktorsnámunnar, kerfis til að halda utan um doktorsnám hvers og eins, og framvindu þess. FEDON bindur vonir við að kerfið gera fólki kleift að halda betur utan um doktorsnám. Einnig að almennar upplýsingar um doktorsnámið verði skýrari, t.d. hvaða kröfur megum við gera til leiðbeinenda.

Erasmus+

Unnið er að nýrri Erasmus áætlun Evrópusambandsins. Fulltrúar frá Rannsóknarmiðstöð Íslands leggja þar áherslu á að unnt verði að bjóða upp á meiri sveigjanleika fyrir doktorsnema og gera kleift að stunda skemmri rannsóknardvöl erlendis.

Að lokum

Megi ykkur heilsast vel á tímum Coronu-veirunnar og sjáumst vonandi fersk í maí. Hugsum vel hvert um annað, en líka um okkur sjálf. Lesið góða skáldsögu og hlustið á góða tónlist (formaður mun hlusta á Queen út í eitt þessa daga).

Með ástarkveðjum,
Stjórn FEDON 2019-2020

 


FEDON Newsletter – March 2020

Dear fellows.
The operation of FEDON is limited these days due to the current epidemic of the coronavirus. We intend to hold our general assembly May 13th, but until then, no meetings will be held. We will answer emails and messages, though, just like before. We would like to share with you everything that has been ongoing in the last few months:

Research matters

In October, we published the results of a PhD funding survey, which revealed that 25% of PhD students have never received any grant at all. The Report is available on FEDON’s homepage. We got some media attention: RÚV and Stundin covered this matter.

Meanwhile, we received news that for the second time in row budget cuts to the Government’s Research fund was announced. The Chairperson of FEDON wrote an article in Fréttablaðið in protest of the cuts. Eventually, just like in previous years, these cuts were cancelled.

The Chair and Vice-chair of the committee discussed these issues with Minister of Education because of these matters. The meeting went well, and minister admitted having been aware of these issues and showed some enthusiasm to act on our behalf.

In the new year, a campaign is now being planned under the leadership of The Icelandic Science Community (Vísindafélag Íslands). A report on the benefits of basic research for Icelandic society will be written to help support our fight for funding.

Salaries

In February, new wage agreements between the Union of University Teachers and the State Treasury were signed. The lowest salaries will increase 17% and that includes all PhDs who have received grants and signed contracts with the University. The Chair and Vice-Chair of the committee had a meeting with the Union’s board and demanded that the board propose amends to the union’s statutes so that PhDs will be acknowledged as full members in the union!

Matters of Session Teachers

Salaries of session teachers will increase following the previously mentioned wage agreement. How this will be accomplished is not certain, though. This is part of the rector’s response to FEDON’s inquiry on session teachers at UI.

A small sub-committee has been launched for discussing matters of interest to session teachers specifically. This shall be done on grounds of everybody being equal and thus continue after the current operational year no matter who will go on to chair FEDON in the future. The purpose, at the very least, is to collect important information regarding e.g. salary and the amount of work done by session teachers at the university.

You can register by sending your university email address to fedon@hi.is or reply this email (or send to brh19@hi.is). You will be able to access the group for session teachers on Outlook and SharePoint.

Post-Docs

Dağlar Tanrıkulu and Sabrina Hansmann-Roth are representatives of Post-docs in FEDON’s board this year. They were elected at an extra General Assembly this fall. Hopefully, there will be grounds for increased conversation for post-docs soon.
Co-operation with Student Council The Student Council passed a motion to include PhD’s auditory representative, appointed by Board of FEDON. This is huge step for the PhDs campaign as there is much experience and great human resources within the council which we will benefit from. Our interests are in many ways the same, e.g.
the Student Council’s current fight against the proposed increase of the annual UI registration fee.

The Chair of FEDON is currently an auditory member of the board on behalf of PhD students.

General Assembly

Hopefully we will manage to hold a General Assembly meeting on May 13th as scheduled. We will announce it later. We aim to make some radical changes of the structure of FEDON and to the Board. A special preparation meeting for it was planned, but due to the pandemic those plans are off the table.

FEDON Webpage

We are working on improving FEDON’s webpage. We want to update the content so all relevant information will be in there. Feel free to suggest content you think should be there.

Doktorsnáman

Much work has been done in developing a new system, Doktorsnáman, to consolidate all information regarding various programs of PhD study and their progression on Ugla. FEDON sincerely hopes this will give a people better chance at proper oversight and help in the course of their PhD, and clearer information on other matters such as what we can expect of our supervisors, and so on.

Erasmus+

The EU is currently working on new Erasmus+ program. Representatives from Iceland’s Research Centre (Rannís) emphasise on making any exchange of PhD students among universities more flexible and offering more options, such as shorter stays abroad for research or other work.
Take Care!
We wish you all good health in time of Corona virus. Hope so see you again fresh in May. Take care of each other but also of yourselves! Read a good fiction, listen to good music! (The Chair will be listening to Queen more than usual).

With Love,
FEDON’s 2019-2020 Board

Birt í Uncategorized

Report: PhD Funding Survey 2019

Earlier this year, FEDON conducted a survey among PhD students about their funding status. The full report is now available on the web. A brief summary of findings is as follows.

A total of 262 PhD students responded to the survey. These students enrolled in their PhD program between 2008 and 2019. In total, 730 PhD students were officially registered in 2018, giving a response rate of 36%.

Results indicate that around 25% of PhD students have never received funding during their studies. While the ratio of those who have not received any grantsis highest forstudents enrolled in the years 2018 and 2019, they only comprise about a fourth of the sample. There are still many students who have been studying for several years who have neverreceived any funding. The average grant duration in the sample was 32.6 months (SD = 14.5) which is underthe 36 months (up to 48 months in some faculties) expected
to finish a PhD. Additionally, over 20% of respondents have received grants that only cover two years or less. This funding environment effects PhD projects and the time PhD students are able to allocate to them. Students estimate finishing their PhD studies in a much longer time than the expected three (or four) years. The average duration of study estimated by PhD students was 4.7 years which is close to the 5.1 years reported by the Graduate School.

Over 40% of PhD students work in jobs outside the University to support themselves. The workload associated with external employment is high with nearly half workingmore than 30 hours per week. As a PhD program is considered a full-time job, these results indicate that many students are working up to double the full-time equivalent to cover their cost of living. Grant application writing also adds to the time burden on PhD students with the average student sending in more than one grant application. Some grants are not long enough to cover the whole duration of the PhDprogram and students therefore have
to apply for several smaller grants. Application writing takes time which would be better spent working on the actual project itself.

Sessional and assistant teaching are an important part of academia. Around half of all PhD students have sessional teaching experience and over a third have served as assistant teachers. Some students rely on teaching to support themselves. Sessional teaching and teaching assistant wages are very low, and students must therefore take on a prohibitively large teaching load if their main source of income is sessional teaching.

Many students are dissatisfied with PhD funding at UoI. While those who have not received a grant tend to be less satisfied than those with a grant, the dissatisfaction is also high amongst those who have received funding. Alarmingly, PhD students are under considerable mental strain due to their funding situation. They report anxiety, depression, insecurities and stress.

Read the full report on the PhD funding survey

Birt í Uncategorized

Auka-aðalfundur FEDON 18. september / Extra General Assembly of FEDON September 18th

Miðvikudaginn 18. september verður auka-aukaaðalfundur FEDON haldinn milli kl. 17.00-19.00 í Lögbergi, stofu 201. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 1. Lagabreytingartillögur.
 2. Kosning í laus sæti stjórnar.
 3. Önnur mál.

Að loknum fundi kynnir Vigdís Vala Valgeirsdóttir, varaformaður FEDON, skýrslu upp úr úttekt sem gerð var á rannsóknarstyrkjum doktorsnema og skort á þeim.

Til fundarins er boðað þar sem tillögu um að bjóða upp á sérstaka áheyrnaraðild fyrir doktorsnema og -félög utan Háskóla Íslands var vísað til sérstaks auka-aðalfundar. Þá skal kosið í laus sæti stjórnar (3 varamenn).

Facebook viðburður


Wednesday 18th of September extra General Assembly of FEDON – University of Iceland’s Association of PhD Students and Postdocs, will be held between 17.00-19.00 in Lögberg, room 201. The program of the assembly is following:

 1. Amendments of statutes.
 2. Election for vacant seats in FEDON’s board.
 3. Other matters.

After the meeting – vice president of FEDON, Vigdís Vala Valgeirsdóttir will present a report on status of PhD students concerning access to research grants.

This meeting is called for since an proposal to open offer auditory membership to doctoral students outside University of Iceland was postponed and directed to this extra General assembly. Furthermore there is still need to fill up three vacant seats of substitutionary board members.

Facebook event

Birt í Fundarboð

Umsögn frá FEDON – Félagi doktorsnema og nýrannsakenda við Háskóla Íslands við frumvarp menntamálaráðherra um Stuðningssjóð Íslenskra námsmanna.

Stjórn FEDON – Félags doktorsnema og nýrannsakenda við Háskóla Íslands tekur undir umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands í meginatriðum. Það er jákvætt skref að nemendur eigi kost á því að fá hluta námslána felldan niður og gerir það nám á háskólastigi almennt bærilegra. Þá kann það að koma þeim doktorsnemum til góða sem fjármagna doktorsnám sitt með námslánum. FEDON vill þó koma að athugasemdum við frumvarp menntamálaráðherra um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, sem varða doktorsnema.

Halda áfram að lesa

Birt í LÍN

Yfirlýsing nemendafélaga vegna niðurskurðar til Rannsóknasjóðs

Undirrituð lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhuguðum 147 milljóna króna niðurskurði til Rannsóknasjóðs í fjárlögum 2019. Í stóra samhengi fjárlaga hljómar þetta kannski ekki sem mikil fjárhæð en fyrir þá sem reiða sig á sjóðinn er um gríðarlegar fjárhæðir að ræða. Sé talan sett í samhengi við árslaun þá kemur í ljós að með þessari fjárhæð væri hægt að fjármagna tæp þrjátíu árslaun doktorsnema eða tuttugu og ein árslaun nýdoktora.[1] Þetta er því mikið högg fyrir íslenskt fræðasamfélag sem reiðir sig í stórum stíl á þennan sjóð. Sérstaklega höfum við undirrituð áhyggjur af stöðu doktorsnema og nýrannsakenda verði af þessum niðurskurði en sá hópur byggir afkomu sína nær algjörlega á úthlutunum úr samkeppnissjóðum. Á seinustu árum hefur árangurshlutfall úr Rannsóknasjóði lækkað verulega, úr 29,6 prósentum árið 2015 í 18,4 prósent í ár, jafnvel þó að ekki hafi verið skorið niður til sjóðsins að ráði.[2] Verði af fyrirhuguðum niðurskurði er ljóst að árangurshlutfallið mun lækka verulega í úthlutun ársins 2019.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019–2023 segir:

Fjármögnun doktorsnema er ótrygg og nýliðun akademískra starfsmanna víða ófullnægjandi. Þetta skapar hættu á að sú nýja þekking sem gjarnan fylgir ungum vísindamönnum skili sér illa inn í háskólana og að það dragi úr tengslum við erlent fræðasamfélag.

Undir þessi orð ríkisstjórnar taka undirrituð. Við teljum ljóst að fyrirhugaður niðurskurður muni hafa gríðarleg áhrif á doktorsnám í landinu þar sem brottfall mun að öllum líkindum aukast og nýliðun minnka. Möguleikar nýrannsakenda munu að sama skapi snarminnka sem mun valda atgervisflótta og veikja vísindarannsóknir og háskólana til langframa. Við skorum því á þingmenn að leiðrétta framlög til menntamála svo að unnt sé að veita nægileg framlög til rannsókna og vísinda við háskóla og fræðastofnanir á Íslandi.

Undir þessa yfirlýsingu rita:
Fedon – félag doktorsnema og nýrannsakenda við Háskóla Íslands
Stúdentaráð Háskóla Íslands
LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta
SÍNE – Samband íslenskra námsmanna erlendis
RUPA – félag doktorsnema við Háskólann í Reykjavík
Arkímedes – félag doktorsnema við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
DNR/HVS – doktorsnemaráð Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Félag doktorsnema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Hugdok – félag doktorsnema og nýrannsakenda við Hugvísindasvið Háskóla Íslands
Seigla: Félag doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands
Nemendafélag Háskólans á Bifröst
Stúdentafélag Háskólans á Akureyri
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík

[1] Forsendur miða við einstaklingsstyrki.

[2] Byggt á skýrslum Rannís um úthlutanir frá árunum 2015–2018. Skýrslurnar eru aðgengilegar hér: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/rannsoknasjodur/tolfraedi-rannsoknasjods/

Birt í Áskoranir

Kynningarfundur doktorsnema / PhD student orientation meeting

Kæru doktorsnemar,

Miðstöð framhaldsnáms og Fedon – félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands bjóða upp á kynningardagskrá og móttöku fyrir nýja doktorsnema þann 25. september í Stúdentakjallaranum. Ekki missa af tækifærinu að kynnast öðrum doktorsnemum og fræðast um alla þá þjónustu sem háskólinn býður doktornemum upp á. Kynningin er ætluð þeim doktorsnemum sem hófu nám 2017 eða 2018 en allir eru hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og bjór. Skráning fer fram hér:

 

https://ugla.hi.is/vidburdir/SkodaVidburd.php?vidburdur_id=2870

 

Dear PhD students,

The Graduate School and Fedon, the University of Iceland’s association of doctoral students and post-docs, invite you to a New PhD Student Orientation and Reception on September 25th in the Stúdentakjallarinn student bar. Don’t miss the opportunity to meet other PhD students and learn about the wide range of services the university has to offer. The meeting is open to all PhD students. Snacks and beer will be served. Please register here:

https://ugla.hi.is/vidburdir/SkodaVidburd.php?vidburdur_id=2870

Birt í Fundir

Ályktun vegna úthlutunarreglna LÍN fyrir 2018-2019

Ályktun Fedon – Félags doktorsefna og nýrannsakenda við Háskóla Íslands vegna nýrra úthlutunarreglna LÍN fyrir skólaárið 2018–2019.

Í úthlutunarreglum LÍN fyrir skólaárið 2018–2019 sem kynntar voru í síðustu viku er tekið mikilvægt skref í átt að kjarabótum námsmanna sem reiða sig á LÍN-lán með hækkun framfærslugrunns námsmanna úr 92% í 96%. Fedon telur þó að menntamálaráðherra hefði átt að taka skrefið til fulls enda ótækt að nemendur þurfi að sætta sig við að vera undir framfærsluviðmiðum. Núverandi framfærslugrunnur er alltof lágur og er það mat Fedon að hlutverki LÍN um að tryggja öllum jafnt tækifæri til náms án tillits til efnahags sé ekki sinnt sem skyldi við þessar aðstæður.

Aðrar mikilvægar breytingar í átt að jafnrétti til náms eru teknar í nýjum úthlutunarreglum þar sem nú eiga einstaklingar sem njóta alþjóðlegrar verndar eða hafa dvalarleyfi á Íslandi vegna mannúðarsjónarmiða rétt á námslánum og ber að hrósa ríkisstjórn fyrir að taka þetta veigamikla skref.

Stjórn Fedon lýsir aftur á móti yfir vonbrigðum með að hámarkslántökuréttur stendur í stað milli ára. Í úthlutunarreglum frá skólaárinu 2015–2016 var réttur til lántöku lækkaður úr 600 einingum (10 ára nám) niður í 540 einingar (9 ára nám) og fyrir skólaárið þar á eftir var hann lækkaður enn frekar, eða í 480 einingar (8 ára nám). Þessar skerðingar hafa helst bitnað á doktorsstiginu. Á Íslandi er doktorsnám ýmist þriggja ára (180 ECTS einingar) eða fjögurra ára (240 ECTS einingar) en í úthlutunarreglunum eru aðeins 60 einingar eyrnamerktar doktorsstiginu. Hafi doktorsefni hins vegar ekki áður nýtt sér 120 eininga svigrúm sitt (sem nær yfir öll námsstigin) er mögulegt að fjármagna doktorsnám til þriggja ára. Ómögulegt er að fjármagna fjögurra ára doktorsnám á lánum jafnvel þó að boðið sé upp á slíkt nám við íslenska háskóla.

Það að svigrúm sem nýta má á fyrri námsstigum sé látið brúa bil til fjármögnunar doktorsnáms er ótækt enda gerir það að verkum að þeir sem skipta um námsleið á fyrri stigum eða vegna veikinda, endurtöku á samkeppnisprófum, barneigna eða annarra aðstæðna þurfa að nýta sér svigrúmið fyrr hafa mjög skerta möguleika á að stunda doktorsnám. Þetta bitnar sérstaklega á þeim sem eignast barn á námstímanum, fötluðum og langveikum og fer því þvert gegn félagslegu jöfnunarhlutverki sjóðsins.

Eins og Fedon hefur ítrekað bent á býr doktorsstigið á Íslandi við verulegan fjárskort en þrátt fyrir fyrirheit um annað hefur doktorsstyrkjum ekki fjölgað að ráði og síður en svo fylgt gríðarlegri fjölgun doktorsnema.* Það er því sérstaklega slæmt að LÍN bjóði ekki upp á lán fyrir fullu doktorsnámi. Núverandi ástand í lána- og styrkjamálum gerir doktorsnám að fjarlægum draumi fyrir marga sem er mikill missir fyrir samfélagið enda liggur framtíð háskóla og rannsókna á Íslandi undir.

* Sjá ályktun á heimasíðu félagsins nemendafelog.hi.is/fedon/2017/08/25/alyktun-fedon-um-fjarskort-i-malefnum-doktorsnema-og-nydoktora-vid-haskola-islands/ og viðtal á Vísi í kjölfar hennar www.visir.is/g/2018180209944.

Birt í LÍN