Spurt og svarað

Hvaða möguleika hef ég til að sækja um styrki til að leggja stund á doktorsnám við Háskóla Íslands?

Árlega er hægt að sækja um styrki til rannsóknarsjóðs Háskóla Íslands. Sótt er um í samstarfi við leiðbeinanda og miklu skiptir að vanda vel til umsóknarinnar enda eru margir tilkallaðir en fáir útvaldir. Allar nánari upplýsingar um dagsetningar og umsóknarferlið má finna á heimasíðu rannsóknarsviðs HÍ.

Ég hef hug á að fara á ráðstefnu erlendis. Get ég sótt um styrki til slíkrar ferðar?

Rannsóknarsjóður HÍ er með sérstaka ferðastyrk að upphæð 50.000 kr. ætlaða doktorsnemum. Skilyrði er að viðkomandi sé með fyrirlestur eða veggspjald á ráðstefnunni. Sjá nánar hér.

Ég hef hug á að taka námskeið við erlendan háskóla og dvelja jafnvel eina önn erlendis. Hvernig fjármagna ég slíkt?

Hægt er að sækja um styrki til dvalar við erlendan háskóla. Háskóli Íslands er í samstarfi við fjölmarga háskóla og hægt er að skoða lista yfir samstarfsháskóla á heimasíðu Alþjóðaskrifstofu háskólans. Þar er jafnframt að finna upplýsingar um sjóði og umsóknarferli.

Hér fyrir neðan má leggja inn fyrirspurnir eða athugasemdir!

3 thoughts on “Spurt og svarað

  1. Sæl, ég var við nám í Bretlandi, er ansi góður í ensku og er til í verkaskipti þar sem ég er að ganga frá grein á íslensku. Ertu til í kaup kaups?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *