Rannsóknarráð

Hlutverk Rannsóknarráðs er að efla rannsóknir á Menntavísindasviði og fylgja þeirri stefnu eftir um rannsóknir sem þegar hefur verið mótuð með því að forgangsraða verkefnum. Ráðið fær einnig til umsagnar mál sem snerta rannsóknarstarf og hefur frumkvæði að þeim málum gagnvart sviðinu sem hún telur vera í sínum verkahring. Sviðið skipar formann og fjóra fulltrúa og tvo til vara úr hópi starfsmanna. Nemendur skipa einn fulltrúa til eins árs og annan til vara.

Ráðið hefur náið samráð við stjórn sviðsins, önnur ráð og starfsnefndir sviðsins og deildir. Það er jafnframt mikilvægur tengiliður við Vísindanefnd Háskóla Íslands og aðra aðila innan Háskóla Íslands sem hafa með svipuð málefni að gera.