Doktorsráð

Í doktors­ráði sitja eftirfarandi sex fulltrúar:  formaður, sem er skipaður af stjórn sviðsins, fulltrúar  allra deilda, einn fulltrúi stjórnar sviðsins og einn fulltrúi doktorsnema. Doktorsráð er skipað til tveggja ára í senn. Formaður ráðsins er jafnframt umsjónarmaður doktorsnáms og tengiliður fræðasviðsins við Miðstöð framhaldsnáms.

Hlutverk doktorsráðs er að marka stefnu um tilhögun doktorsnáms og ábyrgjast framkvæmd þess. Ráðið kynnir það nám, sem í boði er, fjallar um umsóknir og fylgist með framvindu og gæðum náms og kennslu m.a. með mati á stöðu rannsóknarverkefna á námstímanum. Það undirbýr mál til afgreiðslu stjórnar Menntavísindasviðs, svo sem tillögur um inntöku doktorsnema og um skipan leiðbeinenda, doktorsnefnda, prófdómara og andmælenda.