Atburðir

Félag doktorsnema við Menntavísindasvið stendur fyrir umræðusúpum fyrir doktorsnema og kennara við Menntavísindasvið þar sem boðið er upp á fræðslu og spjall yfir ilmandi súpuskál!

Einnig hefur félagið staðið fyrir morgunkaffi ca. einu sinni í mánuði á kaffistofu kennara í Stakkahlíð þar sem doktorsnemar hafa boðið gestum og gangandi upp á morgunverð og mál hafa verið skeggrædd.