Ofur-Hafra og Speltbrauð

4 dl spelt (hægt að hafa 3 dl spelt og 1 dl hveitikím, verður blautara)
1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl tröllahafrar (gróft haframjöl)
1 msk vínsteinslyftiduft
½ til 1 tsk salt, eftir smekk
2-3 msk hunang
2 ½ dl vatn
1 msk sítrónusafi

Hita ofn í 180° blanda saman þurrefnum og hunangi, svo vatn og sítróna. Hræra saman (deigið á að vera frekar blautt. Setja í smurt brauðform og baka í 40 -50 mínútur, fer aðeins eftir ofnum.