Hafraklattar Ástu

1 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
4 dl tröllahafrar
2 dl spelt
2 dl hveitikím
1 msk vínsteinslyftiduft
½ tsk salt
1 msk kanill
1 tsk negull (ég bæti oft með líka 1 tsk engifer)
4 dl granóla múslí
2-3 msk hunang
Rúsínur og döðlur eftir smekk, gott að saxa vel. Ég set svona lófafylli af rúsínum og 6-8 döðlur.
70% súkkulaði eða bara suðusúkkulaði, svona hálf plata söxuð niður. (ég set stundum engar rúsínur bara döðlur og þá heila plötu af súkkulaði).
3 – 4 dl haframjólk (má vera hvaða mjólk sem er, ab-mjólk eða súrmjólk)
2 egg
Smá vanilla
3 msk kókosolía, eða 50 gr smjör. (ég set oft meira þá verða þær mýkri)
Blanda þurrefnum vel saman. Gott að þeyta mjólk, egg og olíu saman sér og hella svo yfir. Hræra vel með hnoðara, hægt að gera í höndunum en þægilegra með hnoðara. Bakað í forhituðum ofni 180° blástur í 15-20 mínútur.