Styrkir

Ferðastyrkir

  • Ferðastyrkir Rannsóknarsjóðs fyrir doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkirnir eru ætlaðir til ráðstefnuferða og er ætlast er til að stúdent sé með framlag á þeirri ráðstefnu sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknarfrestur 1. maí. Þessi umsóknarfrestur er fyrir ferðir á ráðstefnur fyrir ALLT ÁRIÐ. Styrkupphæð er 75.000 kr í hvert sinn. Ýtarlegri upplýsingar um skilyrði hér.
  • Ferðastyrkir fyrir doktorsnema á vegum deilda. Umsókn skal skila til deildar. Nauðsynlegt er að vera með fyrirlestur á ráðstefnunni til að fá styrkinn. Styrkupphæð er 70.000 kr. í hvert sinn en hægt er að sækja um slíkan styrk þrisvar á námstímanum. Eyðublað er hér.

Kennslustyrkir fyrir doktorsnema.

  • Um er að ræða greiðslur fyrir stundakennslu (greitt af viðkomandi deild) og svo greiðslur fyrir rannsóknir til viðbótar. Sótt eru um í desember ár hvert á sérstöku umsóknareyðublaði. Hafið samband við kolbegg@hi.is