Stuðningshópur dr. nema


when-will-i-finish-my-phd

Verið er að skipuleggja sjálfshjálparhóp doktorsnema sem mun hittast reglulega til að deila reynslusögum, vandamálum og ýmsu sem kemur náminu, rannsóknum og skrifum við.

Fyrsti fundur var haldinn á Stúdentakjallaranum föstudaginn 25. apríl og tókst afar vel. Fundurinn hafði hið upplífgandi heiti „Sumarkokteill Seiglu“.

Það var almanna álit að góð mæting og jákvæðar umræður um hin ýmsu efni styrktu sjálfsmynd og sjálfsálit þeirra doktorsnema sem sátu fundinn. Einhverjir töldu sig jafnvel vera betri manneskjur eftir kvöldið.

Ákveðið var að halda fundunum áfram með skipulagðari hætti næsta vetur. Þó voru nokkrir doktorsnemar ólmir í að taka einn eða tvo fundi yfir sumarmánuðina en þeir verða auglýstir síðar.