Sveinn Guðmundsson

Doktorsnemi í Mannfræði          Sveinn Guðmundsson.LOWRES

Tölvupóstursveinng(hjá)hi.is

Leiðbeinandi: Jónína Einarsdóttir

Áhugasvið: heilsumannfræði, heilsa, óhefðbundnar lækningar, andleg ástundun, trúarbrögð, spíritismi, nýöldin, karlafræði, tækni og vísindi

Dr. verkefni: Mind and body or mindbody? Holistic views among doctors and nurses in Iceland

Verkefnið byggist á eigindlegri  rannsókn meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á viðhorfum þeirra til hugmynda um heildræna heilsu, samband huga og líkama, óhefðbundnar lækningar og tengd efni.

Gögnum var aflað með eigindlegri rannsókn þar sem viðtöl voru tekin við hjúkrunarfræðinga og lækna sem hafa sérstaklega kynnt sér heildræna heilsu og/eða heildræn meðferðarúrræði. Einnig voru þátttökuathuganir framkvæmdar á fyrirlestrum, ráðstefnum og öðrum viðburðum þar sem meðlimir úr heilbrigðisstéttunum tveimur ræddu ýmis mál tengd heildrænni heilsu.

Rannsóknin gefur til kynna að hluti hjúkrunarfræðinga og lækna á Íslandi er að opnast fyrir hugmyndum um heildræna heilsu, endurskoða sýn sína á samband huga og líkama og sumir þeirra að gefa ýmsum heildrænum eða „óhefðbundnum“ meðferðum aukin gaum. Viðmælendur rannsóknarinnar telja að nýtt tímabil sé að hefjast í heilsuvísindum eða sé jafnvel þegar hafið. Nýja tímabilið einkennist af aukinni áherslu á heildræna þætti og fráhvarfi frá smættunarhyggjunni sem hefur verið ríkjandi í rannsóknaraðferðum og hugmyndafræði vestrænna vísinda síðustu aldirnar. Margir viðmælendanna tala um að til að útskýra ýmis veikindi og finna bót á þeim þurfi að rýna í umhverfi, lífstíl og þankagang manneskjunnar auk líkama hennar. Samband huga, líkama og annarra þátta er einmitt kjarni hugmynda um heildræna heilsu.

MA. verkefni: Skóli lífsins: Sýn óviðurkenndra heilsumeðferðaraðila á heilsu, mannveruna og þroska sálarinnar

Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hugmyndafræði „óhefðbundinna lækninga“ en fyrirbærið hefur fengið misjafnar undirtektir. Í ritgerðinni er skoðuð sýn hóps óviðurkenndra heilsumeðferðaraðila á Íslandi á heilsu, mannveruna og þroska sálarinnar. Þessi hópur lítur á mannveruna í heildrænu samhengi og tekur ýmsa andlega þætti inn í hugmyndafræði sína. Rannsóknin byggir á viðtölum og þátttökuathugunum að eigindlegri rannsóknar forskrift.

Bókasafn Sveins

Academia

Researchgate