Sunna K. Símonardóttir

Doktorsnemi í félagsfræði
sunna-mynd

Tölvupóstur: sks23(hjá)hi.is                                                   

Leiðbeinandi: Ingólfur V. Gíslason

Áhugasvið: Móðurhlutverk, meðganga og fæðing, staðgöngumæðrun, fóstureyðingar, líkami kvenna, femínismi og allt sem viðkemur foreldramenningu (parenting culture studies)

Dr. verkefni: Hin íslenska móðir: Orðræður og upplifun

Rannsóknin mun skoða hvernig íslenskar konur upplifa og aðlaga sig að móðurhlutverkinu, auk þess að skoða ráðandi orðræður um móðurhlutverkið sem menningarlega og sögulega ákvarðað félagslegt atferli. Rannsóknin mun skoða með hvaða hætti orðræða hins „náttúrulega“ birtist á Íslandi þegar kemur að barneignum og umönnun barna og skoða hvernig merkimiðarnir um hina „góðu“ og „slæmu“ móður eru notaðir til þess að stjórna valkostum og hegðun kvenna. Unnið verður með blandaðar rannsóknaraðferðir. Meta-analýsa á gögnum úr rannsókninni Barneign og heilsa, hálf-stöðluð viðtöl við þungaðar konur og mæður, rýnihópa og textagreiningu á ýmsu upplýsinga- og fræðsluefni sem tengist mæðravernd og meðgöngu.

MA. verkefni: The good, the bad and the innocent: Constructing the mother, women who abort and the foetus in the British press.

Rannsóknin var gerð við Háskólann í Leeds en grein byggð á rannsókninni birtist hér.

Academia