Author Archives: seigla

Gleðilegt Sumar / Summer Greetings

Sumargleði Seiglu var í gær og gekk þrusu vel þrátt fyrir lítilsháttar rigningu. Takk fyrir þátttökuna þeir sem mættu og Gleðilegt Sumar Kæru Doktorsnemar og Velunnarar!

Seigla’s summer celebration took place yesterday evening, and went well in spite of some minor fall of rain. Thanks to those who participated and we want to wish all Doctoral Candidates / Students / Post-docs a Joyful Summer!

Kökuklúbbur / Cake club

Við minnum á síðasta kökuklúbb vetrarins, á morgun 5. maí kl 10:00 á þriðju hæð í Odda!

A reminder about the last cake club of the academic year, tomorrow 5th May at 10:00 on the third floor in Oddi!

Sumargleði Seiglu / Seigla’s Summer Celebration

Kæru doktorsnemar og velunnarar / Dear PhD students and supervisors,

Skólaárið er að líða undir lok og komið er að hinum árlega sumarfagnaði Seiglu – Félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Fagnaðurinn verður haldinn föstudaginn 2. júní næstkomandi og verður með tiltölulega hefðbundnu sniði. Fagnaðurinn er þrískiptur og er fólki velkomið að mæta á eins marga (eða fáa) hluta hans og þeim hentar. Dagskráin er eftirfarandi:

As the academic year is coming to a close, it is time for Seigla’s Annual Summer Celebration. The Celebration will be held Friday 2nd June and will consist of three parts. Feel free to attend as many (or few) parts of the celebration as you see fit. The agenda is as follows:

 

1. 17:00 – Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistargúru mun leiða okkur í tónslistargöngu um Reykjavíkurborg. Mæting við Hörpu. Gangan er í boði Seiglu.

1. 17:00 – Arnar Eggert Thoroddsen, music guru will lead us through the Reykjavík Music Walk. We will meet outside Harpa. Seigla pays for the walk.

2. 18:30 – Borðað saman á Horninu, Hafnarstræti 15. http://hornid.is/ Seigla mun að hluta til niðurgreiða matinn fyrir doktorsnema.

2. 18:30 – Dinner at Hornið restaurant, Hafnarstræti 15. http://hornid.is/. The food will be partly subsidized for PhD students.

3. 21:00 – Drukkið og spjallað á Bar Ananas, Klapparstíg 38. https://www.facebook.com/barananas.tikibar/. Tekin verða frá borð fyrir okkur og við fáum happy hour verð á bjór, rauðu og hvítu fram að miðnætti. Seigla mun líka vera með reikning á barnum svo fyrstu drykkirnir (bjór, vín og óáfengir drykkir) verða í boði Seiglu.

3. 21:00 – Drinking and chatting at Bar Ananas, Klapparstígur 38. https://www.facebook.com/barananas.tikibar/. Tables will be reserved for us and we will get happy hour prices of beer and red and white wine until midnight. Seigla will also have a tab to start with so the first drinks (beer, wine and non-alcoholic beverages) will be on us.

 

Við biðjum ykkur vinsamlegast að skrá ykkur í matinn með því að senda póst á gsf3@hi.is fyrir 26. maí. Einnig væri mjög gott að vita með þátttöku á gönguna og barinn, svo að við höfum einhverja hugmynd um stærð á hópnum. Hlökkum til að sjá ykkur!

We ask that you sign up for the dinner by sending a message to gsf3@hi.is before 26th May. It would also be good to know whether you are planning to join for the walk and the bar so we have a rough idea of numbers. Looking forward to seeing you!

Seigla.

Hamingjustund / Happy hour!

Kæru doktorsnemar,

Við breytum aðeins til í þetta skiptið og hamingjustund Seiglu mun að þessu sinni eiga sér stað á fimmtudegi! Næsta fimmtudag 9. mars munum við hittast kl: 16:00 á Stúdentakjallaranum. Vonumst til að sjá ykkur!

Dear PhD students,

We are changing things up a little bit and having our next happy hour on a Thursday! Meeting next Thursday, 9th March at 16:00 in Stúdentakjallarinn. Hope to see you there!

Aðalfundur – Annual General Meeting

Kæru Seiglumeðlimir,

Seigla, félag doktorsnema í félagsvísindum, boðar til Aðalfundar föstudaginn 27. janúar næstkomandi kl 12:00 (staðsetning auglýst síðar). Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosið til nýrrar stjórnar. Þau sem hafa áhuga á að bjóða sig fram en komast ekki á aðalfundinn vinsamlegast hafið samband við núverandi stjórn fyrir fund.
Um kvöldið verður svo fyrsti happy hour ársins, kl 17:00 í Stúdentakjallaranum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Seigla.

 

Dear members of Seigla,

Seigla, Association of Doctoral Students in the Social Sciences at the University of Iceland, announces the Annual General Meeting on 27th of January, at noon (location announced later). The agenda includes regular AGM issues and a vote for new board members. Those wanting to volunteer but can not get at the Annual General Meeting please contact the current board members before the meeting.
Later that same day, the first happy hour of the year will be held, at 5pm at Stúdentakjallarinn.

Looking forward to seeing you!

Jólamálstofan / Doctoral seminar

Jólagleði doktorsnema verður haldin þann 9. desember kl. 17:00 á kaffistofu starfsfólks á 2. hæð í Odda!

Dagskráin verður einföld; Þorgerður Einarsdóttir mun opna og fara stuttlega yfir það sem er efst á baugi. Síðan munu Svenni og Ásta leiða pubquiz. Félagsvísindasvið býður upp á léttar veitingar.

Til þess að hafa einhverja hugmynd um þátttöku þá biðjum við ykkur að skrá ykkur.

https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=8180

On Friday 9th December at 17:00 the PhD Christmas party will take place in the staff coffee lounge on the 2nd floor in Oddi!

The agenda is simple; Þorgerður Einarsdóttir will open up with a short summary of the latest developments in the PhD studies and then Svenni and Ásta will lead a pubquiz. The department will offer light refreshments.

To have an idea of how many people to expect please register at the above link.

2shutterstock_238694290

Jólamálstofa og heimasíða Seiglu

Jólamálstofa Félagsvísindasviðs og Seiglu verður haldin föstudaginn 9. desember, endilega takið daginn frá.

The Christmas PhD seminar will take place on the 9th of December, which is a Friday, please mark the date in your calendar.

1-musical-monday-white-christmas-movies-tom-lorenzo-site-tlo-0-1

Svo viljum við minna doktorsnema á heimasíðu Seiglu þar sem, meðal annars, hægt er að setja inn stutta kynningu á nemendum og verkefnum þeirra. Við mælum eindregið með því að nýta þennan valkost til að verkefnin okkar verði örlítið sýnilegri. Vinsamlegast sendið okkur upplýsingar í tölvupósti (gsf3(hjá)hi.is/lig14(hjá)hi.is) og við setjum þær á síðuna. Eyðublað um þau atriði sem óskað er eftir er að finna hér.

We also want to send out a reminder to doctoral students about Seigla’s homepage, where there is, for example, possible to post a brief introduction of students and their projects. We strongly recommend using this option so our projects will become slightly more visible. Please send us information via email (gsf3(hjá)hi.is/lig14(hjá)hi.is) and we will post them on the site. The format for requested information can be found here.

Kveðja / Regards

Seigla

Kökuklúbbur og ráðstefna doktorsnema

Nú styttist í að rútina fari aftur í gang og þar með starf Seiglu. Kökuklúbburinn hefur göngu sína á ný í september og komið er upp blað á hurðina 3. hæð í Odda til að skrá sig. Einnig minnum við á ráðstefnu doktorsnema 2. september, en frestur til að senda inn abstrakt fyrir hana rennur út 15. ágúst.

Soon we will be back in routine and Seigla’s activities will start again. The Cake Club will start again in September and there is now a sheet on the door at the work space on the third floor in Oddi for signing up. We would also like to remind you of the conference of PhD students on 2nd September, abstracts should be sent in by 15th August.13934882_1748253295424999_6136979694943544350_n

Kæru doktorsnemar, leiðbeinendur og velunnarar

Beach Dog

Stóra stundin er runnin upp og sumarfagnaður Seiglu verður haldinn með pompi og prakt föstudaginn 3. júní næstkomandi. Fyrst munum við hittast kl 17:00 á Klambratúní (við Kjarvalstaði) þar sem við munum skemmta hvert öðru með því að sýna hæfileika okkar í frisbígolfi. Síðan færum við okkur yfir í Friðarhúsið við Njálsgötu 87 (á horni Snorrabrautar) þar sem við munum borða saman og fagna sumri (mæting þar upp úr 19:00 fyrir þau sem ætla ekki í frisbígolf). Seigla mun bjóða upp á rautt, hvítt, bjór og gos en þau sem sjá fram á mikinn þorsta þetta kvöld eru hvött til að mæta með auka veigar með sér.

Við vonumst að sjálfsögðu að sem flest ykkar sjái sér fært að mæta og biðjum nú um eftirfarandi frá þeim sem ætla að mæta:

1. Þau sem ætla að mæta í frisbígolf láta vita á þetta netfang (gsf3@hi.is) svo við vitum fjöldann þar.
2. Þau sem ætla að mæta í matinn, einnig að láta vita á þetta netfang (gsf3@hi.is) OG greiða 1000 kr inn á reikning Seiglu nr 0133-05-060016, kt. 540414-0920 EIGI SÍÐAR en 2. júní. Endilega látið líka vita ef þið eruð með sérstakar þarfir hvað varðar mataræði.

Dear PhD students and supervisors,

The time has finally come for Seigla’s Summer Celebration which will be held Friday 3 June. We will start at 17:00 in Klambratún (meet by Kjarvalsstaðir) where we will impress each other by our frisbee golf skills. From there we will go to Friðarhúsið at Njálsgata 87 (corner of Snorrabraut) where we will dine together and celebrate summer (from around 19:00 for those that are not coming to the frisbee golf). Seigla will have red and white wine on offer, as well as beer and soda but those that foresee an intense thirst this evening are encouraged to bring own drinks as well.

We hope to see you all there and for now ask for the following from those that are planning to attend:

1. Those attending the frisbee golf please notify us on this e-mail address (gsf3@hi.is) so that we have an idea of the number of people.
2. Those that are attending the dinner, please also inform us on this e-mail address (gsf3@hi.is) AND pay 1000 Icelandic kronas into Seigla’s account. Account number 0133-05-060016, kennitala 540414-0920 NO LATER THAN June 2. Please also inform us if you have specific dietary requirements.

Sumarkveðja,

Seigla

Hamingjustund á Stúdentakjallaranum!

Hamingjustund á Stúdentakjallaranum!
Þó að lífið (og skrifin) fari upp og niður bíður okkar allra hamingjuland klukkan 17 á kjallaranum föstudaginn 15. janúar næstkomandi.

“PhD-Happy-hour-support-group” in Stúdentakjallarinn next Friday at 17:00.
PhD students and friends will meet and laugh and cry into their drinks together.