Category Archives: Uncategorized

Vornámskeið – Spring Courses

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á vornámskeiðin!

BEST námskeið eru 1-2vikna langt “skiptinám” þar sem þú sækir námskeið í samstarfsskóla okkar, færð gistingu, fullt fæði, skoðunarferðir, heimsóknir í fyrirtæki og margt fleira fyrir aðeins 30-45evrur, eftir því hvaða námskeið er sótt um! Tækifæri sem enginn vill missa af.

Hvetjum alla til að kynna sér námskeiðin og hafa samband ef spurningar vakna.

https://www.best.eu.org/courses/welcome.jsp

Svæðisfundur í Aachen

BEST er skipt upp í svæði innan Evrópu þar sem undirfélög hvers svæðis starfa saman á hinum alþjóðlega grundvelli. BEST Reykjavík er hluti af Region 9 ásamt Brussel, Aachen, Louvain-la-Neuve, Wroclaw, París, Erlangen og Delft. Tvei rstjórnarmenn okkar tóku þátt í svæðisfundi í Aachen nú í október þar sem fulltrúar allra áðurnefndra félaga mættu til leiks.

Á fundinum var farið yfir hvaða viðburðir hefðu verið haldnir á hverjum stað fyrir sig, nýjir meðlimir fengu að kynnast félaginu, ýmsar þjálfanir og umræður fóru fram ásamt því að formenn félaganna tóku þátt í undirbúning fyrir formannafund BEST sem haldinn verður í Varsjá í nóvember. Einnig var alþjóðlegt kvöld þar sem allir komu með mat og drykki frá heimalandi sínu og kynntu menningu sína.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ragnhildi með formönnum allra undirfélaga í Region 9!

14729156_10210973919563097_7789913604798349968_n