All posts by als52

Formannafundur BEST í Varsjá

Dagana 8.-14. nóvember tóku tveir stjórnarmenn BEST Reykjavík þátt í formannafundi BEST í Varsjá. Það voru formaðurinn Alma og ritarinn Ragnhildur. Þátttakendur á formannafundinum voru formenn allra 94 undirfélaga BEST í Evrópu, þ.e. frá hverjum og einum samstarfsháskóla félagsins. Margir aðrir meðlimir tóku einnig þátt, þar á meðal aðalstjórn BEST, fjármáladeildin, menntunardeildin, styrktaraðilar félagsins frá atvinnulífinu, einn af stofnendum BEST frá upphafi og margir aðrir sem hafa komið að uppbyggingu félagsins á einn eða annan hátt.

Formleg opnunarhátíð var fyrsta daginn þar sem styrktaraðilar félagsins ávörpuðu alla þátttakendurnar, tækifæri gafst til atvinnuviðtala hjá samstarfsaðilum, kynning á Tækniháskólanum í Varsjá og margt annað áhugavert var á dagskrá.

Næstu daga var ráðstefna þar sem farið var yfir árið hjá BEST, undirfélögin kynntu viðburði sína og afrek, kosið var um mikilvæg málefni og meðlimir félagsins skiptust á skoðunum varðandi framtíð þess. Einnig voru umræðuhópar, þjálfanir og margt fleira.

Þær komu heim reynslunni ríkari, með mikla kunnáttu um BEST á alþjóðlegum vettvangi og hlakka til að skipuleggja glæsilega viðburði hér í Reykjavík næsta árið. BEST Reykjavík hlakkar til að bjóða alla nýja meðlimi velkomna að taka þátt í starfinu okkar!

img_1625

Vornámskeið – Spring Courses

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á vornámskeiðin!

BEST námskeið eru 1-2vikna langt “skiptinám” þar sem þú sækir námskeið í samstarfsskóla okkar, færð gistingu, fullt fæði, skoðunarferðir, heimsóknir í fyrirtæki og margt fleira fyrir aðeins 30-45evrur, eftir því hvaða námskeið er sótt um! Tækifæri sem enginn vill missa af.

Hvetjum alla til að kynna sér námskeiðin og hafa samband ef spurningar vakna.

https://www.best.eu.org/courses/welcome.jsp

Svæðisfundur í Aachen

BEST er skipt upp í svæði innan Evrópu þar sem undirfélög hvers svæðis starfa saman á hinum alþjóðlega grundvelli. BEST Reykjavík er hluti af Region 9 ásamt Brussel, Aachen, Louvain-la-Neuve, Wroclaw, París, Erlangen og Delft. Tvei rstjórnarmenn okkar tóku þátt í svæðisfundi í Aachen nú í október þar sem fulltrúar allra áðurnefndra félaga mættu til leiks.

Á fundinum var farið yfir hvaða viðburðir hefðu verið haldnir á hverjum stað fyrir sig, nýjir meðlimir fengu að kynnast félaginu, ýmsar þjálfanir og umræður fóru fram ásamt því að formenn félaganna tóku þátt í undirbúning fyrir formannafund BEST sem haldinn verður í Varsjá í nóvember. Einnig var alþjóðlegt kvöld þar sem allir komu með mat og drykki frá heimalandi sínu og kynntu menningu sína.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ragnhildi með formönnum allra undirfélaga í Region 9!

14729156_10210973919563097_7789913604798349968_n