Lög – Laws

1.gr.

Félagið heitir Víðfari – BEST á Íslandi.

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

3. gr.

Félagið er íslenskt undirfélag evrópsku samtakanna BEST (Board of European Students of Technology). Tilgangur félagsins er að þróa og standa fyrir viðburðum sem auka víðsýni evrópskra tæknistúdenta, kynna þeim evrópska menningu og byggja upp hæfileika til að stunda vinnu í alþjóðlegu þekkingarsamfélagi.

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að þróa og standa fyrir ýmsum viðburðum svo sem námskeiðum, ráðstefnum, málþingum og menningarferðum um Evrópu. Kostnaði við þátttöku í viðburðum félagsins skal haldið í lágmarki og gjaldtaka er eingöngu ætluð til að standa straum af kostnaði viðburða ef önnur fjármögnun er ekki fyrir hendi.

5. gr.

Allir stúdentar við Háskóla Íslands hafa rétt á að sækja um aðild að félaginu. Stjórn félagsins tekur ákvörðun um nýja félagsmenn út frá almennum venjum móðurfélagsins BEST.

6.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. forseta, ritara og gjaldkera. Varaforseti skal kosinn á fyrsta stjórnarfund stjórnar.  Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn en forseti skal kosinn á hverjum aðalfundi.

Forseti boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Ef atkvæði á stjórnarfundi falla jöfn, ræður atkvæði sitjandi forseta.  Stjórnarfundur telst löglegur ef meirihluti stjórnarmeðlima eru viðstaddir. Daglega umsjón félagsins annast forseti.

7.gr.

Starfstímabil félagsins er akademískt skólaár Háskóla Íslands. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi og hafa þar atkvæðis- og tillögurétt. Lögum félagsins skal einungis breytt á aðalfundi og þarf einfaldan meirihluta atkvæða til að lagabreytingartillaga teljist samþykkt. Aðalfund skal boða með viku fyrirvara og skal auglýstur í tölvupósti og á auglýsingatöflum í byggingum verk- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands.

8. gr.

Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í fjármögnun á viðburðum félagsins.

9. gr.

Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með auknum meirhluta fundarmanna og þarf þá 2/3 hluta greiddra atkvæða. Ef stjórn móðurfélagsins BEST ákveður að víkja undirfélaginu úr samtökunum ber stjórn félagsins þó skylda til að slíta starfsemi félagsins innan árs frá ákvörðun stjórnar móðurfélagsins. Ef félagið er lagt niður skulu eignir þess varðveittar af Stúdentaráði Háskóla Íslands.

10. gr.

Þegar félagsmaður lýkur M.Sc. námi fær hann stöðu alumni og tapar atkvæðisrétti sínum.

Samþykkt á aðalfundi félagsins þann 29. maí 2010