Formannafundur BEST í Varsjá

Dagana 8.-14. nóvember tóku tveir stjórnarmenn BEST Reykjavík þátt í formannafundi BEST í Varsjá. Það voru formaðurinn Alma og ritarinn Ragnhildur. Þátttakendur á formannafundinum voru formenn allra 94 undirfélaga BEST í Evrópu, þ.e. frá hverjum og einum samstarfsháskóla félagsins. Margir aðrir meðlimir tóku einnig þátt, þar á meðal aðalstjórn BEST, fjármáladeildin, menntunardeildin, styrktaraðilar félagsins frá atvinnulífinu, einn af stofnendum BEST frá upphafi og margir aðrir sem hafa komið að uppbyggingu félagsins á einn eða annan hátt.

Formleg opnunarhátíð var fyrsta daginn þar sem styrktaraðilar félagsins ávörpuðu alla þátttakendurnar, tækifæri gafst til atvinnuviðtala hjá samstarfsaðilum, kynning á Tækniháskólanum í Varsjá og margt annað áhugavert var á dagskrá.

Næstu daga var ráðstefna þar sem farið var yfir árið hjá BEST, undirfélögin kynntu viðburði sína og afrek, kosið var um mikilvæg málefni og meðlimir félagsins skiptust á skoðunum varðandi framtíð þess. Einnig voru umræðuhópar, þjálfanir og margt fleira.

Þær komu heim reynslunni ríkari, með mikla kunnáttu um BEST á alþjóðlegum vettvangi og hlakka til að skipuleggja glæsilega viðburði hér í Reykjavík næsta árið. BEST Reykjavík hlakkar til að bjóða alla nýja meðlimi velkomna að taka þátt í starfinu okkar!

img_1625