ALGENGAR SPURNINGAR
Það er komin ný stjórn í mínu nemendafélagi og ég partur af henni,
hvað þarf ég að gera til að fá aðgang að því sem fyrri stjórnin hafði,
sem sé póst alias og vefsvæði?
Þú þarft ekki að gera neitt, það er á höndum fráfarandi stjórnar að tilkynna okkur hverjir
eru að fara frá stjórn og hverjir komu nýjir inn.
Sem sé fráfarandi stjórn sendir póst á help@hi.is td…
Subject:Vegna breyttar stjórnarskipan í nemendafélagi X.
Beiðni um breytingar á aðgangsheimildum vegna breyttar stjórnarskipan í nemendafélagi X.
Taka þarf út Jónas ( jon1 ), Gunnu hlín ( ghl2 ), Garðar Þór (gþs3)
og setja þarf inn Sigurð Pétur ( sps1 ), Jóhönnu Sig ( jhs2 ), Guðrúni Kristófers ( gkr3 ).
Kv.
Jón Jónsson fráfarandi formaður nemendafélags X.
Athugið beiðni þarf að berast frá fráfarandi stjórnarmeðlimum eða stúdentaráði.
Hvað er mail alias?
Mail alias er gervi rafrænt póstfang sem berst á einn eða fleiri notanda.
Með öðrum orðum þá er þetta ekki raunverulegt póstfang heldur
áframsending á pósti sem berst á ákveðið netfang.
Td. póstur sem berst á netfangið daemi@hi.is er áframsendur
á jon@hi.is,gunnu@hi.is,sigga@hi.is.
Hvernig sendi ég þá frá gervipóstfanginu?
Breytir From ( Frá ) liðnum í því póstforriti sem þú notar.
Td. ef jon@hi.is ætlar að senda póst frá daemi@hi.is þá breytir hann einfaldlega
From: ( frá ) jon@hi.is yfir í daemi@hi.is.
Ekki þýðir að reyna að logga sig inn i póstkerfi háskólans á gervipóstfangi þar sem
þetta er ekki raunverulegt netfang og er því ekki til í kerfinu.
Einungis alvöru notendur með alvöru póstfang geta loggað sig inná vefkerfi háskólans!
Hvar get ég nálgast upplýsingar um hvernig á að nota WordPress vefumsjónarkerfið?
Upplýsingar um hvernig á að nota WordPress vefumsjónarkerfið er að finna hér.
Athugið leiðbeiningar eru á ensku.
Eru einhverstaðar umræðutorg ( Forums ) sem ég get spurt ef ég lendi í vandræðum ?
Umræðutorg er að finna hér. ( á íslensku ) og hér. ( á ensku )
Hvernig fer ég að því að sækja um Picasa aðgang til að hýsa myndirnar fyrir nemendafélagið?
Umsóknarferill fyrir Picasa aðgang er að finna hér.
Hvernig fer ég að því að sækja um Flickr aðgang til að hýsa myndirnar fyrir nemendafélagið?
Umsóknarferill fyrir Flickr aðgang er að finna hér.