Stjórn Kuml 2017-2018

Föstudaginn 12. maí 2017 var kosinn ný stjórn hjá nemendafélaginu Kuml.
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Formaður: Hólmfríður Sveinsdóttir.
Varaformaður: Margrét Jóhannsdóttir.
Gjaldkeri: Bóel Hörn Ingadóttir.
Ritari: Arena Huld Steinarsdóttir.
Varamaður: Björgvin Már.

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir skólaárið sem er að líða og óskar núverandi stjórn góðs gengis.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Tillögur að ritgerðarefnum

Orðsending frá kennurum. Þeir sem enn hafa ekki valið sér efni fyrir lokaverkefni þá er búið að uppfæra listann að tillögum á grunn- og framhaldsstigi.

Hægt er að flögra yfir skjalið á þessari slóð:
Ritgerðarefni

Það er auðvitað öllum frjálst að leggja til eigið efni að gefnu samþykki leiðbeinanda.

Hi all

For those who are still looking into the distance, pondering what subject they are gonna write about in their final thesis, the teachers have proposed some ideas. It’s includes suggestion for undergraduate and graduate program.

The list is accessible here:
Click me

If you have an idea of your own. Feel free to contact a supervisor and ask them.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Dagskrá haustmisseris

Hæ!

Dagskráin er sett fram í úthugsaðari ónákvæmi svo það geta orðið einhverjar smávægilegar breytingar.

11. sept.: Nýnemadjamm. Sjá viðburð á smettisskinnu (e. facebook)!
25.sept: Félag fornleifafræðinga ætlar að hitta okkur og kynna starfsemi sína! Síðar um kvöldið verður létt biografen! FÆRT TIL 2. október!
9. október: Vísindaferð á Stöð2. Við verðum áhorfendur í þættinum hans Loga með öðrum nemendafélögum. Bjór og pizza líka, það er meganæs.
16. október. Vísindaferð á Landnámssýningu!
31. október: HALLÓ VÍN! Teiti með félags-, mann-, og þjóðfræði!
6. nóvember: Vísindaferð á Fornleifastofnun Íslands! Skyldumætin haustmisseris !!
13. nóvember: Minjastofnun Íslands ætlar að sækja okkur heim og kynna starfsemi sína. Borðspil eftir á. Kanntu ekki reglunnar í Risk?
PRÓF
16. Des: Prófdjamm. VÚÚÚÚ!

Í vinnslu er vettvangsferð með félagi fornleifafræðinga – meira um það síðar!!!

Töff!

Mál málanna. Skráning í Kuml. Það er nauðsyn að líta upp úr námsbókum endrum og eins. Að vera meðlimur í Kuml veitir aðgang að vísindaferðum, og reyndar hverju sem félagið gerir á komandi skólaári, að öðrum kosti kostar inn á viðburði. Afslættir! Dominos ! Bjór og lífsins vatn ódýrara á Ölsmiðjunni – alltaf!!!! Töff! Það margfalt borgar sig að vera memm, það er gerlegt – og reyndar fýsilegt – að svara „kostnaðinum“ á einu kvöldi.

Bankaupplýsingar.

Kennitala: 670204-2860
Reikningsnr. 0137-05-069538

Bæði misserin eru á 5000 krónur, eitt misseri á 3000 kr.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Instagram

Hæ! (Yo! More English below)

Kuml er komið með instagram. Þar væri hægt að gera margt vitlausara en að fara inn á síðuna (kuml_ui) og smella á eitt follow. Það er leyfilegt – og reyndar hvet ég fólk til þess – að varpa inn svo gott sem einni mynd af því hvað það er að gera, drekka bjór, fá sé köff og hvaðeina sem fólki dettur í hug að deila með öðrum í samfélaginu.

Veii!

Kuml as instagram. You can follow on kuml_ui, yes yes. Feel free to put some photos and if you are drinking coffee don´t hesitate to hashtag kaffitar ( I will give you a hug!) – so we get more free coffee :)))))))

woo!

Posted in Fréttir | Leave a comment

Dagskrá vorannar

(English translation is here below)

Nú er vorönnin kominn á fullt skrið og kominn tími til að demba sér í námið á fullum krafti eftir gott hátíðarfrí. Samt má alltaf lyfta sér aðeins upp, og hér að neðan má sjá drög að því sem meðlimum KUMLs stendur til boða þessa önnina:

Í janúar hefur þegar verið haldið eitt bjórkvöld á stúdentakjallaranum og næstkomandi föstudagskvöld (23.01.2015) verður farið í hina sívinsælu ferð á Fornleifafræðistofuna, sem auglýst er hér að neðan.

Febrúar býður upp á mörg tækifæri til að rífa sig frá bókunum. Snemma í mánuðinum er verið að skipuleggja tryllta ferð til NOVA, og svo er um að gera að róa sig niður og kíkja á Landnámssýninguna 871±2 í miðbæ Reykjavíkur. Hugsanlegt er líka að kíkja á starfssemi Rannís.

Í mars verður svo allt vitlaust þegar Árshátíð KUML verður haldin, en áður en hún verður haldin getum við haldið okkur ögn menningarlegum og kíkt aðeins við á Þjóðminjasafn Íslands. Einnig er uppi orðrómur um “road-trip” í þessum mánuði, kannski nokkurra nátta!

Apríl er enn nokkuð óljós, en við vitum öll að apríl er læri-mánuður, þannig að kannski bara gott að nota hann til að undirbúa sig fyrir komandi próf og verkefni og ritgerðir og skýrslur og….

MAÍ!!! Já, í maí eru próf, og verkefnaskil og…PRÓFLOKADJAMM!!

Allt þetta verður auglýst síðar, svo stillið ykkur og verið viðbúin frábærri önn með frábæru fólki.

For the English speaking folk:

Now the spring semester is upon us and its due time to get studying after a good long holiday brake. There can still be time to have a bit of fun, and here below can be seen what is in store for members of KUML this semester:

In January there has already been one beer night, which was held at the Stúdentakjallarinn, and this coming friday (23.01.2015) we will go the ever so popular trip to the Fornleifafræðistofan, which is advertised here below.

February offers many opportunities to look up from the books. Early this month there are plans for a wild trip to NOVA, and then it might be a good idea to relax a little bit and go down town and visit the Landnámssýning 871±2, which is in Reykjavik. It is possible that we might also have a look at Rannís and their work.

In March every will be totally insane when the Annual Ball/Banquet will be held, but before that we can try and stay a little cultural and drop by the National Museum. There is also a rumor floating around about a road-trip during this month, even a few nights stay!

April is still a bit unclear, but we all know that April is a “study-month”, so it might be wise to keep it that way for now and utilize it for preparations for the coming exams and assignments and essays and reports and…

MAY!!! Yes, during May there are exams and assignment deadlines and, for a lack of a better English word…END OF EXAMS PARTY!!!

All of this will be advertised at a later time, so chill out, and be ready for a awesome semester with awesome people.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Fornleifafræðistofan

Nú er komið að því! Hin árlega ferð á Fornleifafræðistofuna. Það verður mikið gaman og mikið grín! Stofan er staðsett í Ægisgötu 10, 101 Reykjavík (sjá hér: http://ja.is/eldstal-fornleifafraedistofan/ ). Verið tilbúin til að leysa æðisgengið próf sem sett er saman að sannkölluðum fagmönnum sem hafa það að markmiði að allir gangi klári út en inn. Bjarni F. Einarsson, eigandi Stofunnar stendur svo fyrir dansi fram eftir kvöldi, eins og honum einum er lagið.

This is it! The annual visit to the Fornleifafræðistofan. There will be much fun and much rejoicing! The Stofa is located at Ægisgata 10, 101 Reykjavik (see here:  http://ja.is/eldstal-fornleifafraedistofan/ ). Be ready for test of a life time which is comprised by hardened professionals which have the goal of making sure that everyone leaves smarter than they were walking in. Bjarni F. Einarsson, owner of the Stofan, will lead everyone unto the dance floor, like no other.

Hér er lýsingin af þessum merka viðburði sem er inn á Fésbókar síðu okkar:

Góðan og blessaðan, ætlunin er að kíkja til Bjarna og co í árlega spurningakeppni og drykkjukeppni föstudaginn 23. janúar. Þetta verður skemmtilegt að vanda og ég veit ekki með ykkur en ég ætla mér allavegana að vinna keppnina og detta mjög mikið í það. Manni og Sindri verða skemmtikraftar að vanda.

Fyrir þau sem ekki vita er hér um að ræða fornleifafræðifyrirtæki sem ræður oft til sín unga fornleifafræðinga (yfirleitt þá sem endast lengst) sem hann Bjarni sem fór með okkur á Reykjanesið rekur.
www.fornstofan.is

Vinsamlegast attendið/maybe-ið/not-ið við fyrsta mögulega tækifæri en stofan vill vita nokkurnvegin hve mörgum þau ættu að búast við eins fljótt og auðið er.

Ath að samkvæmt skilmálum stofunnar eru allir velkomnir en fólk sem ekki er í námi er beðið um að koma með eigið sprútt.

Hey you guys we’re going to the archaeological office to play archaeology trivia, drink alcohol, smoke cigars and dress to impress on friday the 23rd with M.C. Sindri and Manni.
They like a good notice for preparation so please hit “attending” (or not or maybe) as soon as you see this so that we can give them an approximate number of thirsty mouths (be it for alcohol, coffee or soda pops).

Posted in Fréttir | Leave a comment

Dagskrá haustannar 2014!

SEPTEMBER
04. Skálholt
12. Nýnemadjamm
19. Lærdómsfrí 🙂
26. Sögusafnið

OKTÓBER
03. Garðtónleikar á Hressó – Þetta verður risa partý!
10. Reykjanesferð – víkingar með Bjarna (daytime)
17. Lærdómsfrí 🙂
24. BHM – Bandalag Háskólamanna
31. Halloween

NÓVEMBER
07. Fornleifastofnun – Þessi viðburður er SKYLDUMÆTING!
14. Þingvallaferð – neðansjávarfornleifafræði með Kevin (daytime)
21. Ölgerðin (síðasti dagur kennslu vúú)
28. Lærdómsfrí – fram að próflokadjammi.

DESEMBER
20. Próflokadjamm (þetta er síðasti skráði prófdagur. Verður haldið fyrr ef próf leyfa!)

 

Frekari tímasetningar og staðsetningar viðburða verða auglýstar nánar þegar nær dregur hverjum viðburði.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Sumarstarf fyrir nýútskrifaða

Við leitum eftir háskólanema sem hefur lokið BA prófi í fornleifafræði eða er í meistaranámi í sömu grein. Það er mikilvægt að háskólaneminn hafi gott frumkvæði og hæfileika til að vinna sjálfstætt.

Ráðningartímabil eru þrír mánuðir, frá júní til ágúst. Gert er ráð fyrir að neminn vinni með sína eigin fartölvu.

Verkefnið felur meðal annars í sér landsháttafornleifafræðilega greiningu á skipulagi byggðarinnar undir Jökli á Snæfellsnesi og tengist það yfirstandandi rannsóknum á verstöðinni á Gufuskálum.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um þetta sumarstarf, er bent á að hafa samband við Karen Kjartansdóttur í síma 6929797 eða senda tölvupóst á netfangiðkaren@liu.is

Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 15. maí 2014.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Aðalfundur

Jæja þá er komið að endalokum mest AWESOME stjórn allra tíma!!!!!!

Föstudaginn 11.apríl verður haldinn aðalfundur að Eggertsgötu 26, íbúð 206 (heima hjá Kristínu). Aðalfundur verður haldinn kl 20.00 en partý hefst tímanlega klukkutíma síðar!

Á aðalfundi er farið yfir eftirtalda hluti
a) skýrsla stjórnar;
b) lagðir fram endurskoðaðir reikningar;
c) umræður um skýrslu og reikninga;
d) lagabreytingar ef einhverjar eru;
e) kosningar stjórnar og aðrar kosningar ef einhverjar eru;
f) önnur mál;
h) innsetning stjórnar;

Svo er það sem skiptir mestu máli að það er kosin ný stjórn Kuml fyrir skólaárið 2014-2015.

Kjósa þarf í eftirtaldar stöður:

Formann félagsins
Varaformaður
Gjaldkeri
Ritari/vefstjóri
Varamaður
Deildarfulltrúi
Deildarráðsfulltrúi
Nemendafulltrúi
Ritstjóra Eldjárns

Óskað er eftir tillögum um lagabreytingar og framboðum í stjórn en þeir sem bjóða sig fram þurfa að hafa samband
við okkur í Kuml, kuml@hi.is.

Fyrsta verkefni nýrra stjórnar er að skipuleggja svo próflokadjammið.

Við í stjórninni vonumst til að sjá sem flesta… 🙂

 

https://www.facebook.com/events/226488387539984/?notif_t=group_mall_plan

Posted in Fréttir | Leave a comment

Vísó og Árshátíð!

Sælinú.

Tíminn er kominn.
Það er komið að því að fara í Vísindaferð á Fornleifastofnun. Farið verður föstudaginn 28. febrúar kl.  17-20 .
Þar munu stofnlingar kynna fyrir okkur, og sérstaklega nýnemum, starfsemi stofnunarinnar og sögu hennar. Það er trés nice!
Einnig mun kvöldið þjóna sem ágætis upphitun fyrir árshátíðina daginn eftir þar sem tækifæri mun hljótast til þess að ræða búninga, dömur og sveina.
Skráning á viðburðinn fer fram í gegnum fésbók eða póstsendingar á kuml@hi.is. Skráningu lýkur sun 23. febrúar!
https://www.facebook.com/events/220912558100552/?ref_newsfeed_story_type=regular

Þar fyrir utan er það,

ÁRSHÁTÍÐIN 1. mars!!
Hin árlega árshátíð Fornleifafræðinema. Þemað í ár er fantasíuheimur Tolkien, dresscode – búningar – Sýna metnað krakkar! Verðlaun fyrir besta búninginn!!

Fólk er endilega beðið að skrá sig sem fyrst til þess að hægt sé að áætla fjölda í mat – eðal matur verður á staðnum.

Miðaverð verður á bilinu 5500 – 6000 fyrir Kumlara og 1000 kr dýrara fyrir ókmulara (maka og aðra). Best er að melda sig á facebook eða á kuml@hi.is og taka fram ef maki eða ómaki mætir með.
Skráningu líkur þriðjudaginn 18. febrúar.

Einnig þarf að láta vita sem fyrst ef einhver er með einhver ofnæmi eða óþol, grænmetis eða kjötæta, kolvetna eða lág kolvetna, hráfæðis eða vegan, andar súrefni eða koltvísýring eða ljóstillífar. En það væri náttúrulega kjörið ef allir gætu tekið það að sér að ljóstillífa þetta kvöld, þá þurfum við bara að leigja ljósabekki.

Húsið opnar klukkan 19:00
Borðhald hefst klukkan 20:01

Áætlað er að fjörinu ljúki 01:00 en þá er sterkur leikur að mála bæinn mórauðan….

https://www.facebook.com/events/573408736078106/

BKV,

KUML!!

Posted in Fréttir | Leave a comment