UTS rekur WordPress multi site vefumsjónarkerfi á léninu nemendafelog.hi.is. Undir því léni geta nemendur sett upp vefi fyrir nemendafélög.  Slóðin að vefnum er https://nemendafelog.hi.is/<nafn félags>  

Nemendafélög skulu snúa sér til stúdentaráðs varðandi stofnun nemendafélagsvefs og eins ef skipt er um ábyrgðarmann uppsetts vefs.

Vefir undir nemendafelog.hi.is flokkast sem “sérvefir” og um þá gilda:

  • Almennar reglur UTS, sjá http://uts.hi.is/reglur.
  • Stúdentaráð ákvarðar um hvort nemendafélag sé raunverulegt og gilt. Þegar vefumsjónarkerfið hefur verið sett upp fær ábyrgðaraðili skilaboð um það ásamt stuttum leiðbeiningum um gangsetningu.
  • Ábyrgðarmaður ber alla ábyrgð á efni vefsins
  • Vefumsjónarkerfið er miðlægt og rekið af UTS.