Fréttir veturinn 2009 – 2010

856 ný sumarstörf í boði

Sæl og blessuð öllsömul

Mig langar að benda ykkur sem eruð í atvinnuleit á eftirfarandi auglýsingar um sumarstörf. Eftir að hafa rennt yfir þetta í fljótu bragði sá ég þónokkur störf sem henta okkur í bókasafns- og upplýsingafræðinni, endilega kíkið á þetta

Félags- og tryggingamálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa nú kynnt sumarstörf fyrir námsmenn við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnana þeirra. Störfin eru opin öllum námsmönnum sem eru á milli anna eða skólastiga og öllum á atvinnuleysisskrá.

Störfin eru kynnt sem liður í vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar skv. lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 og vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006.

Opnað verður formlega fyrir umsóknir á www.vmst.is þann 12. maí næstkomandi. Nemendur hafa svo viku til þess að sækja um störfin, þ.e. til 19. maí. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Vinnumálastofnunar www.vmst.is og þar má jafnframt finna upplýsingar um tengiliði fyrir störfin hjá hverri stofnun. Umsækjendur skrá umsókn sína rafrænt og geta að því loknu sótt um þau störf sem áhugi þeirra snýr að.

Þess má geta að um 40% starfanna sem auglýst eru til umsóknar gera forkröfu um háskólamenntun af einhverju tagi. Vonir standa til þess að allir nemendur geti fundið starf við sitt hæfi – en úrvalið spannar allt frá afritun tónlistarefnis af geisladiskum í safnakerfi RÚV til greiningu á ákvörðunum Tryggingastofnunar ríkisins í tengslum við umsóknir um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

(Sett inn 10. 5. ’10)

Sumarvinna í boði!

Landbúnaðarháskóli Íslands leitar að nemanda sem hefur lokið námskeiðunum flokkun og lyklun til að vinna í 3 mánuði við að skrá tímaritsgreinar í gagnagrunninn greinasafn.is, sá gagnagrunnur inniheldur greinar er varðar náttúrufræði, landbúnað ofl. Viðkomandi getur haft aðsetur á Keldnaholti sem er á Hvanneyri.

Kjör eru samkvæmt kjarasamningi BHM

Nánari upplýsingar veitir Steinunn S. Ingólfsdóttir steinunn@lbhi.is S: 4337007

(Sett inn 28. 4. ’10)

Skjalastjóri óskast til starfa á Fiskistofu

Sæl öllsömul, vill benda ykkur á auglýsta stöðu skjalastjóra sem við vorum beðin um að koma áfram!

Fiskistofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi skjalastjóra til starfa á starfsmanna- og gæðasviði á aðalskrifstofu Fiskistofu að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði.

Um hlutastarf er að ræða (60-80% starfshlutfall) og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júní næstkomandi.

Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði bókasafns og upplýsingafræði • Góð þekking og reynsla af rafrænum skjalastjórnunarkerfum • Þekking á lögum og reglum er lúta að skjalavistun og skjalavarðveislu. • Góð tölvufærni • Mjög góð íslenskukunnátta • Nákvæmni • Mikil skipulagshæfni • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góðir samskiptahæfileikar

Reynsla af notkun FOCAL skjalakerfis er kostur.

Helstu verkefni: • Umsjón með skjalamálum Fiskistofu og þátttaka og frumkvæði í stefnumótun í málaflokknum • Gerð og framfylgd verkferla á sviði skjalamála • Umsjón með rafrænni vistun skjala ásamt dreifingu þeirra innanhúss • Mótun nýrra skjalalykla • Almenn pökkun skjala • Umsjón með skjalageymslum stofnunarinnar • Aðstoða og leiðbeina starfsfólki um rétta notkun skjalavörslukerfis • Skrá og halda utan um bóka- og blaðakost stofnunarinnar • Stuðningur við þróun á rafrænni stjórnsýslu • Yfirlestur á ýmsu efni, sem Fiskstofa birtir m.a. á vefsíðu, með tilliti til málfars og stafsetningar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Þóra Þórisdóttir starfsmanna- og gæðastjóri í síma 5697900.

Umsóknir er hafa að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem máli skiptir sendist á netfangið ingath@fiskistofa.is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar „Skjalastjóri“.

Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2010.

Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðeigandi stéttarfélag.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Fiskistofa annast stjórn og eftirlit með veiðum fiskistofna í sjó og fersku vatni og hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í rafrænni og gagnsærri stjórnsýslu. Fiskistofu er ljóst að helsti styrkur hennar eru þeir rúmlega sjötíu starfsmenn sem hjá henni starfa á sjö starfsstöðvum víðs vegar um landið og leggur því mikla áherslu á að fylgja góðri og virkri starfsmannastefnu þar sem m.a. er leitast við að gera starfsfólki kleift að hafa gott samræmi á milli vinnu og einkalífs. Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á vefsíðu hennar, www.fiskistofa.is

(Sett inn 28. 4. ’10)

Aðalfundur Katalogosar síðastliðin föstudag

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um var vorferð Katalogosar haldin síðastliðin föstudag og viljum við í stjórninni þakka þeim sem mættu fyrir mjög skemmtilega og fjöruga ferð

Ferðin hófst á aðalfundi félagsins þar sem kosið var í nýja stjórn og ritnefnd, eitthvað voru kosningarnar nú í rólegri kantinu framan af  en þegar að kom að því að kjósa í stöðu vefstjóra þá færðist heldur betur fjör í leikinn því tvær bráðefnilegar stúlkur gáfu kost á sér og það var heldur betur mjótt á munum í kosningunni !

Í nýju stjórninni sitja: Formaður: Þórunn Ella Hauksdóttir Varaformaður/ritari: Halla Sigríður Bragadóttir Gjaldkeri: Magný Rós Sigurðardóttir Vefstjóri: Anna Berglind Finnsdóttir Meðstjórnandi: Helga Dröfn Óladóttir Námsbrautarfulltrúi 2. og 3. árs: Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Námsbrautarfulltrúi MLIS nema: Sigurlaug Rósa Guðjónsdóttir

Námsbrautarfulltrúi 1. árs nema verður svo kosin í upphafi næsta skólaárs.

Í nýju ritnefndinni sitja: Sigríður Andrea Ásgeirsdóttir Erlendur Antonsson

Við bjóðum nýju stjórnina og ritnefndina hjartanlega velkomna til starfa en þökkum um leið fráfarandi stjórnameðlimum þeim Evu Ósk Ármannsdóttur, Sigríði Björk Einarsdóttur, Guðnýju Kristínu Bjarnadóttur, Huldu Bjarnadóttur og Andra Már Hermannssyni og ritnefndarfulltrúunum Andreu Ævarsdóttur, Sigrúnu Guðmundsdóttur og Unni Sigurðardóttur fyrir samstarfið og vel unnin störf á skólaárinu sem er að líða

(Sett inn 19. 4. ’10)

Dagskrá málþings nemenda í bókasafns- og upplýsingafræði 21.apríl

Langar að benda ykkur á auglýsinguna um málþing samnemenda okkar sem haldið

verður á miðvikudaginn!

Bókasafns- og upplýsingafræði: Frá bókasöfnum til þekkingarstjórnunar.

Málþingið er haldið í stofu 132 í Öskju, Háskóla Íslands

21. apríl 2010 kl. 15:30-17:30

Dagskrá:

Fundarstjóri: Andri Már Hermannsson námsbrautarfulltrúi MLIS-nema í bókasafns- og upplýsingafræði.

15:45   Eva Ósk Ármannsdóttir: Upplýsingaarkitektúr: „Þú getur ekki notað það sem þú finnur ekki.

16:00   Guðbjörg Eva Friðgeirsdóttir: Markviss þekkingarstjórnun. Upplýsingakerfi, innra skipulag og ferlar í skipulagsauði.

16:15   Hélène Gervais: Reading for pleasure and motivations of children and teenagers.

16:30   Jóhanna Hafliðadóttir: „Maður verður bara að vera ákveðinn“. Innleiðing skjalastjórnar hjá sveitarfélögum.

16:45   Jónella Sigurjónsdóttir: „Maður þarf að sjá tilganginn“. Viðhorf og þarfir starfsmanna gagnvart skjalamálum ríkisstofnunar.

17:00   Ragnhildur Birgisdóttir: Starfsánægja á almenningsbókasafni. Hvað skiptir máli?

17:15   Þórarinn Björnsson: Starfsemi Bókasafns KFUM í Reykjavík 1899-1953.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á málþingið og hlusta á frábær og fjölbreytt erindi.

(Sett inn 19. 4. ’10)

Vorferðin!!

Nú er allt að gerast gott fólk!

Það er allt komið á hreint í sambandi við vorferðina og það stefnir í svakalega góða mætingu og erum við í stjórninni rosalega ánægð með það

Vorferðin hefst eins og áður hefur verið sagt á aðalfundi Katalogosar sem hefst kl. 16 í fundarherbergi 300 á Háskólatorgi (farið upp stigann beint á móti þjónustuborðinu á 2. hæð). Þeir sem verða ekki mættir fyrir kl. 17 (en þá verður fundarherbergið yfirgefið), verða að hringja í okkur í stjórninni og fá uppgefið hvar hægt sé að hitta okkur

Vegna fyrirspurna er rétt að taka fram að enginn sérstakur klæðnaður er nauðsynlegur, þurfið alls ekki að mæta í útifatnaði eða neinu svoleiðis en megið þó alveg gera ráð fyrir smávegis rölti (engri kraftgöngu þó), þannig að þeir sem vilja er alveg óhætt að mæta á hælunum !

Verðið fyrir ferðina er 3.990 kr. sem verður að greiða fyrir kl. 12 á föstudaginn Vinsamlegast leggið inn á : Reikingsnúmer: 0137-26-1997 Kennitala  510997-2399

Og munið að senda staðfestingu á netfangið hsb9@hi.is Innifalið í verðinu er óvissuferð, rúta, áfengi og veitingar í ferðinni sjálfri og matur um kvöldið, svo enginn þarf að hafa áhyggjur af því að verða svangur eða þyrstur Áfengi með matnum þarf hver og einn að kaupa sjálfur en við erum búin að fá tilboð á vel völdum drykkjum!

Hér eru svo símanúmerin fyrir þá sem mæta eftir kl. 17: Eva 691-6111 Sirrý 822-0899 Þórunn 847-0854 Hulda 617-1988 Jana 848-7981 Halla 866-0664

Þið sem viljið hita upp fyrir ferðina getið skoðað myndir úr vorferðinni í fyrra hér á síðunni undir myndir.

Við hlökkum til að hitta ykkur á föstudaginn kl. 16, að sjálfsögðu í banastuði og með partýgírinn í fararteskinu

Kveðja Stjórn nemendafélags Katalogosar

(Sett inn 14. 4. ’10)

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig!

Halló, halló!

Vissuð þið…  Að núna eru bara 3 dagar í vorferðina okkar og því hver að verða síðastur að skrá sig!

Þeir sem ætla að mæta verða að vera búnir að skrá sig fyrir kl. 15 á morgun (miðvikudag) svo hægt sé að reikna út endanlegt verð og versla inn. Við reynum þó að sjálfsögðu að stilla verðinu í hóf en það sem kemur til með að vera innifalið í verðinu er óvissuferð, rúta, veitingar og áfengi í ferðinni sjálfri og matur um kvöldið. Áfengi með matnum þarf hver og einn að kaupa fyrir sig.

Ferðin hefst á aðalfundi Katalogosar þar sem kosið verður í stjórn nemendafélagsins og í ritnefnd Blöðungs fyrir næsta vetur. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að gera gott félagslíf betra og vilja gæta hagsmuna samnemenda sinna eru eindregið hvattir til að bjóða sig fram því nú er þörf . Það verður þó enginn neyddur í neitt svo ekki vera hrædd við að mæta þó þið ætlið ekki að bjóða ykkur fram, fundurinn verður á léttu og skemmtilegu nótunum

Eftir fundinn verður svo haldið út í óvissuna og ef það er einhver sem ekki kemst á slaginu fjögur, þá þarf hann/hún að hringja í okkur og fá upplýsingar hvar við erum stödd og hitta á okkur Mæting verður í fundarherbergi 300 á 3. hæð á Háskólatorgi (labbið upp  stigann sem er á móti þjónustuborðinu á 2. hæð á Háskólatorgi) kl. 16.

Nú er bara að grafa upp partýgírinn og skrá sig fyrir kl. 15 á morgun með því að senda póst á netfangið hsb9@hi.is og mæta svo í banastuði á föstudaginn kl. 16 í HT – 300

(Sett inn 13. 4. ’10)

Vorferð Katalogosar 16. apríl – Skráning hafin!

Dömur mínar og herrar!

Nú líður að hinni árlegu vorferð Katalogosar, það eru ekki nema 8 dagar til stefnu og dagskráin öll að taka á sig mynd, þó er enn eftir að ganga frá nokkrum örlitlum smáatriðum.

Dagskráin verður þó ekki opinberuð hér því hún er algjört “top secret” en við lofum að sjálfsögðu brjálaðri stemmingu og endalausu fjör

Fyrir vorferðina verður aðalfundur Katalogosar haldin og verður dagskráin eftirfarandi: 1. Lesin skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og bornir undir atkvæði. 3. Lagabreytingar. 4. Kjörnir embættismenn félagsins: a. Formaður b. Ritari/varaformaður c. Gjaldkeri d. Vefstjóri e. Meðstjórnandi f. Námsbrautarfulltrúi 2.-3. árs g. Námsbrautarfulltrúi MLIS nema h. Tveir ritnefndarfulltrúar 5. Önnur mál

Mikilvægt er að sem flestir mæti því eins og sést þarf að kjósa bæði í stjórn nemendafélagsins og í ritnefnd sem sér um að safna efni í og gefa út Blöðung 1-2 á skólaárinu. Nú er virkilega þörf á nýju blóði þar sem ljóst er að allavega fimm af átta stjórnarmeðlimum munu ekki sækjast eftir endurkjöri vegna útskriftar, flutninga o.fl.

Þess vegna vantar okkur gott fólk í stjórnina okkar og við vonumst að sjálfsögðu eftir æsispennandi kosningum. Að vera í stjórn Katalogosar er rosalega gaman og lítur vel út á ferilskrá, svo ef þú vilt taka þátt í að gera gott félagslíf enn betra þá er um að gera að bjóða sig fram. Enginn verður þó neyddur í neitt, svo ekki vera hrædd við að mæta á fundinn þó þið ætlið ekki að bjóða ykkur fram

Mæting mun líklega verða um kl. 16 en upplýsingar um lokatímasetningu og staðsetning koma á þriðjudaginn. Kostnaður verður einnig ljós á sama tíma en við reynum að sjálfsögðu að stilla honum í hóf eins og hægt er

Nú er bara að taka föstudaginn 16. apríl frá, pússa dansskóna, skrá ykkur og vera tilbúin að enda veturinn með stæl

Skráning er hafin, þið tilkynnið þáttöku með því að senda póst á netfangið hsb9@hi.is

Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá alla bæði á fundinum og í vorferðinni sjálfri

(Sett inn 9. 4. ’10)

Lokahóf blóðgjafamánaðar og Bloodgroup

Set hérna inn tilkynningu vegna lokahófs blóðgjafamánaðarins.

Sæl öll,

Nú er blóðgjafamánuði HÍ lokið og einungis lokahófið eftir. Það fer fram fimmtudaginn 8. apríl á Háskólatorgi, og hefst dagskráin kl. 20:30. Þar verður tilkynnt hvaða nemendafélög gáfu hlutfallslega mest af blóði og sérstök viðurkenning veitt til þeirra 3 sem stóðu sig best. Það nemendafélag sem gaf mest hlýtur þá einnig farandbikar blóðgjafamánaðarins að launum. Hljómsveitin Bloodgroup mun þar eftir halda uppi fjörinu. Tilboð verða á rauðvíni og rauðum breezer í Hámu. Við hvetjum alla háskólastúdenta til að mæta, sýna málefninu stuðning og skemmta sér vel.

F.h. Lýðheilsufélags læknanema, Össur Ingi Emilsson

(Sett inn 7. 4. ’10)

Vísindaferð í Auði Capital fimmtudaginn 8. apríl – Skráning hafin!

Fimmtudaginn 8. apríl næstkomandi verður farið í vísindaferð í Auði Capital. Mæting er í Borgartún 29, 3. hæð kl. 17:30

Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda póst á netfangið hsb9@hi.is

(Sett inn 3. 4. ’10)

Ýmsir punktar vegna vals á fögum

Valið

Það er margt sem þarf að passa upp á þegar valin eru fög í bókasafns- og upplýsingafræði. Hér er farið yfir það helsta.

Nemendur fara eftir þeirri kennsluskrá sem í gildi þegar þeir byrja í náminu. Þó er heimilt að breyta einu sinni um kennsluskrá og fara yfir í nýrri en mælt er með að nemendur skoði það vel áður og séu fullvissir um að það muni gagnast þeim.

Þegar bókasafns- og upplýsingafræðin er tekin til 180 eininga þarf námið skv. kennsluskrá 2009 – 2010 að skiptast í : •    Skyldufög í bókasafns- og upplýsingafræði, 80 einingar •    Valnámskeið í samræmi við kennsluskrá, 64 einingar •    Aðferðafræðiáfangar, 24 einingar •    BA-ritgerð, 12 einingar

Skv. kennsluskrá 2010 – 2011 þarf námið að skiptast í: •    Skyldufög í bókasafns- og upplýsingafræði, 102 einingar •    Valnámskeið í samræmi við kennsluskrá, 42 einingar •    Aðferðafræðiáfangar, 24 einingar •    BA-ritgerð, 12 einingar

Sé bókasafns- og upplýsingafræðin tekin til 120 eininga með aukagrein þarf námið skv. kennsluskrá 2009 – 2010 og 2010 – 2011 að skiptast í : •    Skyldufög í bókasafns- og upplýsingafræði, 82 einingar •    Valnámskeið í samræmi við kennsluskrá, 10 einingar •    Aðferðafræðiáfangar, 16 einingar •    BA-ritgerð, 12 einingar

Mikilvægt er að passa upp á að eiga ekki skyldufög eftir sem ekki eru kennd reglulega þegar kemur að útskrift. Fög eins og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn: Hlutverk, starfsemi og þjónusta og Borgarbókasafn Reykjavíkur: Hlutverk, starfsemi og þjónusta eru bara kennd til skiptis annaðhvert ár og geta nemendur því lent í vanda ef þessi námskeið eru ekki tekin um leið og þau eru kennd. Það er því ágætis regla að byrja á skyldufögunum að eins miklu leyti og það gengur upp og enda á valfögunum.

Gott er að hafa ákveðinn sveigjanleika í valfögunum þegar þau eru sett niður. Það er algengt að nemendur lendi í því að þau passa illa inn í stundatöflu eða jafnvel að tvö fög rekist á. Því er ráðlagt að hafa nokkur valfög upp á að hlaupa til að lenda ekki í valkvíða þegar önnin er byrjuð og stundataflan öll í árekstrum.

Hafi nemandi áhuga á að taka valnámskeið utan kennsluskrár þá þarf að fá leyfi fyrir því með því að senda erindi á námsbrautarfund. Það er þó ekki gefið að leyfi verði veitt og því ætti að leita eftir því áður en námskeiðið er valið.

Aðferðafræðin hefur valdið ruglingi meðal nemenda. Aðferðafræði I er kennd á vorönn en sé sú vorönn tekin eins og hún er sett upp í kennsluskrá 2009 – 2010 þá er nemandi með 42 einingar og það hentar alls ekki öllum þar sem fullt nám er 30 einingar. Undanfarin ár hafa flestir nemendur því tekið aðferðafræði II á undan aðferðafræði I. Þetta er mögulegt þar sem I er ekki undanfari II. Í aðferðafræði I er fjallað um kenningarnar í félagsvísindum en í II er kennd tölfræði. Þó það sé ákveðinn kostur að taka I á undan II þá er það ekki nauðsynlegt og því margir sem koma til með að taka aðferðafræði II á haustönn á öðru ári og aðferðafræði I á vorönn á öðru ári. Þeir sem eru í 180 eininga námi þurfa að taka 3 áfanga í aðferðafræði og gætu því annaðhvort tekið tvo aðferðafræðiáfanga á vorönn á öðru ári eða tekið þriðja áfangann á vorönn á þriðja ári. Ef taka á aðferðafræði III þá er aðferðafræði II undanfari en enginn undanfari er fyrir inngang að eigindlegum rannsóknaraðferðum en þó er almennt gert ráð fyrir því að það sé tekið á 3 ári.

Ef þið eruð í einhverjum vafa með aðferðafræðina eða eitthvað annað í sambandi við valið þá endilega hafið samband við einhvern úr stjórninni. Það er hægt að senda okkur tölvupóst eða bara stoppa okkur ef þið rekist á okkur. Við viljum endilega aðstoða ykkur eins og við getum.

Sirrý

(25. 3. ’10)

Nýr möguleiki í MA-námi

Margbreytileiki í MA-námi Náminu er ætlað að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á margbreytileika nútímasamfélaga. Í náminu er fjallað um menningarmun og helstu þætti félagslegrar mismunar samtímans – svo sem kyn, kynhneigð, þjóðernisuppruna, fötlun, aldur og stétt, með sérstakri áherslu á samtvinnun þessara þátta í daglegu lífi. - Meistaranámið er 120 einingar og lýkur með 40 eininga MA-ritgerð. - Áætlaður námstími er tvö ár. - Nemendur skulu hafa lokið BA-prófi frá Háskóla Íslands eða öðru sambærilegu námi með fyrstu einkunn.

Skylduáfangar nema sem valið hafa Meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði með áherslu á margbreytileika:

BÓK102F MLIS -Málstofa I (2 ein. – haust) eða BÓK 214F MLIS – Málstofa II (2 ein. – vor) FOM101F Kenningar í félags- og mannvísindum (10 ein. – haust) BÓK091F Lesnámskeið í MA námi í bókasafns- og upplýsingafræði með áherslu á margbreytileika (10 ein. – haust eða vor) FOM102F Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (10 ein. – haust) eða FOM001F Megindleg aðferðafræði (10 ein. – haust) BÓK202F Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (10 ein. – vor) BÓKXXXF MA-ritgerð (40 ein. – haust, vor eða sumar)

Bundið val nema í MA-námi með áherslu á margbreytileika er eftirfarandi (nemendur velja fjögur námskeið í bundnu vali):

FÉL025F Lýðfræði: Rannsóknir á mannfjöldabreytingum (félagsfræði – 10. ein.) FFR101F Fötlun í menningu samtímans (fötlunarfræði – 10 ein.) MAN017F Fjölmenning (mannfræði – 10 ein.) NÆR004M Matur og menning (þjóðfræði – 10 ein.) BÓK202F Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (bókasafns- og upplýsingafræði – 10 ein.) KYN201M Kenningar í kynjafræði (kynjafræði -10 ein.)

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessa námsleið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ágústu Pálsdóttur próffessor (agustap@hi.is).

(Sett inn 24. 3. ’10)

Verkefni hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Katalogos fór í vísindaferð á Ljósmyndasafn Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Þar fengum við mjög áhugaverða kynningu á starfseminni sem þar fer fram. Þar kom fram að ýmis verkefni eru þar óunnin sem gætu hentað nemendum í bókasafns- og upplýsingafræði bæði sem lokaverkefni en líka sem verkefni fyrir einingar. Margir nemendur verða eflaust án vinnu í sumar og datt okkur í hug að benda ykkur á þetta þar sem það getur verið tilvalið að nýta sumarið í að vinna sér inn einingar ef enginn vinna er í boði. Nánari upplýsingar um verkefnin gefur Gísli Helgason hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.  Þeir nemendur sem hafa áhuga á þessu þurfa að setja sig í samband við kennara við námsbrautina og fá samþykki fyrir verkefninu.

Hér að neðan er afrit af tölvupósti sem sendur var á Katalogos- póstlistann 9. nóvember 2009 með tillögum að verkefnum:

Hér eru nokkrar tillögur að verkefnum sem mér datt í hug að hægt væri að vinna en í raun eru möguleikarnir næstum óendanlegir allt eftir áhugasviði hvers og eins

Aðfangaskrá á netið. Vinna við að gera aðfangaskrá Ljósmyndasafns Reykjavíkur aðgengilega á heimasíðu safnsins. Stórt og viðamikið verkefni sem væri hægt að afmarka niður í smærri verkefni. Nánari úrvinnsla og viðbætur. Aðfangalýsing og vinna við samræmingu upplýsinga. Nafn ljósmyndara ef við á. Fjöldi mynda. Stutt lýsing á myndefni safnsins, myndefni, tímabil osfv. Val á mynd eða myndum sem að vera fulltrúi fyrir myndasafnið og birtist með færslunni. Æviskrá íslenskra blaðaljósmyndara 1947-2000. Í heild sinni er þetta frekar stórt verkefni en það er hægt að afmarka sig við ákveðið myndasafn. T.d.: Safn 365 miðla sem varðveitt er hér á safninu, hér er átt við skrá yfir blaðaljósmyndara sem störfuðu hjá Vísir (1961-1981), Dagblaðinu (1975-1981) og síðan DV (1981-2000 eða 2002) eftir sameiningu. Þetta gæti t.d. verið nokkurs konar æviskrá en þó kannski meiri yfirlitsskrá yfir störf þeirra á blöðunum, hvenær hófu þeir störf og hvar, ljósmyndamenntun, sýningar og jafnvel mætti fylgja með sýnishorn af blaðaljósmyndum þeirra. Ljósmyndaafn Þjóðviljans frá 1960-1992 sem að stórum hluta er varðveitt hér á safninu.

Skráningarverkefni ýmis konar. Skráning á ljósmyndum úr einstökum ljósmyndasöfnum sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur varðveitir. Hér koma fjölmörg söfn til greina, en ég held að best væri að velja frekar lítið og afmarkað safn til að vinna með. Sjá t.d. sýnishorn á myndavef safnsins af myndasafni sem gæti komið til greina: Pétur A. Ólafsson (1870 – 1949)  (PAÓ) Viðbótarskráning og rannsókn. Áhugaljósmyndari, athafnarmaður. Um  555 filmur, 209 glerplötur og eitthvað af pappírskópíum frá árunum 1900 til ca. 1940. Hér fléttast saman í einu safni; mannlíf, atvinnulíf og fjölskyldulíf einstaklings í efri stigum samfélagsins í upphafi nýrrar aldar. Stór hluti af safninu hefur verið frumskráð en engin heildstæð skrá er til yfir safnið allt. Patreksfjörður, Reykjavík, Akureyri, athafnarlíf

Eggert P. Briem (EÓP). Skönnun og skráning á völdu efni úr safni hans frá árunum ca 1920-1950.  Mannlíf í Reykjavík, umhverfi og fjölskylduljósmyndir

Ólafur Magnússon (ÓLM)  – skráning 1913-1950.  Konungsheimsóknir, Reykjavík, landslag ofl.

Einar Einarsson (1903-1962) (EIE) skráning og rannsókn. Myndasafn er tengist Grindavík ca. 1920-1950. Mannlíf, atvinnusaga, fjölskyldusaga, byggðasaga. Einar Einarssonar frá Grindavík. Um 1720 myndir frá árunum 1920 – 1945, myndefni aðallega Grindavík, nokkurs konar byggðar-, atvinnu og fjölskyldusaga Grindavíkur á þessu tímabili. Árabátasjómenn, upphaf vélbátaútgerðar frá Grindavík, bryggjugerð. Einnig er í þessu safni talsvert af myndum af lífi og starfi erlendra hermanna sem dvöldu í Grindavík í síðari heimsstryjöldinni. Safnið er lítið skráð.

Vladimir Sichov (VLS) Skráning, aðallega íslenskir listamenn, myndir teknar ca. 1984-5. Ca. 5500 myndir (skyggnur). Hluti af þessum myndum voru notaðar í bókinni: Sigurður A. Magnússon and Vladimir Sichov: Iceland crucible. A modern artistic renaissance. Reykjavík, Vaka, 1985.

Erlendur Ó. Pétursson (EÓP) Skráning. Formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Um 300-400 myndir aðallega frá því um 1930-1940 (en einnig eitthvað af yngra efni eftir ýmsa ljósmyndara) aðallega tengt KR, hópmyndir af íþróttahópum og ferðalög innanlands og utan.

Ari Kárason (ARI) Blaðaljósmyndari á Þjóðviljanum. Skráning á frekar litlu ljósmyndsafni sem stendur til hliðar við myndasafn Þjóðviljans.

Þorgrímur Gestsson (ÞOG) Blaðaljósmyndari á Alþýðublaðinu. Skráning.

Gísli Helgason Verkefnisstjóri rannsókna og skráningar / Head of Research and Documentation Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Reykjavik Museum of Photography Sími / Tel: (+354) 411 6390 Fax: (+354) 411 6399 gisli.helgason@reykjavik.is

http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/

(Sett inn 23. 3. ’10)

Aukaferð blóðbílsins 24. mars

Ég vil benda ykkur á auglýsinguna um aukaferð blóðbílsins á miðvikudaginn!

Ágætu nemar,

Blóðgjafamánuðurinn hefur gengið vonum framar, nú þegar eru blóðgjafir

orðnar yfir 200 talsins. Blóðbankabíllinn mun því koma aukalega nú á

miðvikudaginn, þann 24. mars, og verður þá við Odda. Þeir sem gáfu sýni

síðast geta þá gefið fulla gjöf núna ef niðurstöður sýnanna eru komnar.

F.h. Lýðheilsufélags læknanema,

Össur Ingi Emilsson

(Sett inn 22. 3. ’10)

Staðsetning Ljósmyndasafns Reykjavíkur

Mæting í vísindaferðina í Ljósmyndasafn Reykjavíkur á morgun er kl. 16. Ljósmyndasafnið er í Tryggvagötu 15, á 6. hæð!

Hér er linkur á kort inná já.is: http://ja.is/kort/#q=index_id%3A175786&x=356889&y=408513&z=9&type=aerial Sjáumst á morgun

(Sett inn 18. 3. ’10)

Vísindaferð í Ljósmyndasafn Reykjavíkur á föstudaginn, skráning hafin!

Næstkomandi föstudag, 19. mars kl. 16 verður farið í vísindaferð í Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Allir sem ætla með verða að skrá sig í seinasta lagi á fimmtudaginn með því að senda póst á netfangið hsb9@hi.is

Vonumst til að sjá sem flesta

(Sett inn 15. 3. ’10)

Rafræn skjalastjórn – Fyrirlestur og námskeið 9. apríl nk.

Julie McLeod, prófessor í skjalastjórn við Northumbria University flytur fyrirlestur um rafræna skjalastjórn á vegum Félags um skjalastjórn í þingsal 1-3 á Hótel Loftleiðum föstudaginn 9. apríl. Í framhaldi af fyrirlestri sínum býður Julie upp á námskeið, sjá dagskrá hér að neðan.

Aðgangur að fyrirlestri Julie McLeod er í boði Félags um skjalastjórn og er öllum opinn. Athugið að hádegisverð verða þátttakendur að greiða sjálfir.

Námskeiðsgjald er kr. 4.000 fyrir félagsmenn í Félagi um skjalastjórn og 6.000 fyrir aðra. Innifalið í námskeiðsgjaldinu er kennsla, námskeiðsgögn og kaffiveitingar í hléi.

Vinsamlega skráið þátttöku með því að fylla út skráningareyðublað á vef Félags um skjalastjórn.

Frestur til að skrá þátttöku er til 19. mars nk. og frestur til að greiða þátttökugjald fyrir námskeið er til 8. apríl nk. Athugið að það er nauðsynlegt að skrá sig á fyrirlesturinn þó hann sé í boði Félags um skjalastjórn.

Dagskrá:

09.30 – 10.00  Skráning þátttakenda

10.00   Ávarp formanns Félags um skjalastjórn – Sólveig Magnúsdóttir

10.15 – 11.30 – Fyrirlestur: Accelerating positive change in e-records management – Julie McLeod,  prófessor við Northumbria University í Bretlandi.

Lýsing: This lecture will discuss a recently completed 3 year research project conducted at Northumbria University. It will cover the project’s origin and aims, the methodology and some of the findings

11.45 – 13.00 – Hádegishlé (Hægt er að kaupa hádegisverðarhlaðborð eða rétti af matseðli á veitingastaðnum Lóninu)

13.00 – 14.30 – Námskeiðshluti 1 – Managing electronic records – systems/technology approaches for your organisation

Lýsing: EDRMS (Electronic Document & Records Management Systems) have been seen by some as the solution to managing electronic records. But are they? What other technology approaches are there? How desirable are they and what is the likelihood of them being employed in your organisation? This seminar will consider the different technology approaches that emerged from the AC erm project, plus some additional ones, and discuss which ones have been tried and what have been their strengths and weaknesses for electronic records management

14.30 – 14.45 - Kaffihlé

14.45 – 16:00 - Námskeiðshluti 2 – Records management – what future in the Web 2.0 world?

Lýsing: This seminar will debate the future of records management in the context of the Web 2.0 world. A series of questions about records management practice and principles will be discussed with the audience and their implications for the records and information management profession, both practitioners and academics, will be explored

16.00 - Námskeiðslok

(Sett inn 12. 3. ’10)

Aðstoð við námskeiðaval

Kæru samnemendur,

Vikuna 22. – 26. mars þurfa nemendur í HÍ að skipuleggja nám sitt fyrir

næsta háskólaár.

Af því tilefni ætlum við í stjórn Katalogosar að gera okkar besta til að

aðstoða þá sem eru í vafa með námskeiðaval sitt fyrir næstu annir.

Við verðum í stofu 207 á Háskólatorgi þann 23. mars kl 12:30, tilbúin

til að gera okkar besta í að svara þeim spurningum sem þið hafið um

námskeiðin sem í boði eru, hvaða val er gott að taka, í hvaða röð taka

eigi námskeiðin og öðrum spurningum er náminu tengjast.

Endilega kíkið við!

Kveðja,

Kristjana Mjöll J. Hjörvar

námsbrautarfulltrúi 1. árs nema

(Sett inn 10. mars ’10)

Blöðungur er kominn út

Ritstjórninn hefur sent frá sér splunkunýjan Blöðung og er hann aðgengilegur hérna á vefnum undir hnappnum Blöðungur eða bara með því að smella á linkinn: http://nemendafelog.hi.is/katalogos/files/2008/09/Copy-of-Blodungur-1.pdf

Blöðungur er fréttabréf nemenda í bókasafns- og upplýsingafræði og er gefin út tvisvar á ári.

Endilega kíkið á hann!

(Sett inn 9. mars ’10)

Starfsvettvangur bókasafns- og upplýsingafræðinga

Að þessu sinni fengum við Mörtu, forstöðumann Bókasafns Mosfellsbæjar til að segja okkur frá starfi sínu. Við vorum einmitt svo heppin að fá fara í vísindaferð til hennar á bókasafnið seinasta haust og það var mjög fróðlegt og skemmtilegt!

Starf mitt sem forstöðumaður almenningsbókasafns – og aðdragandi þess. Stúdent 1970 úr MR máladeild og Bókasafnsfræðingur frá H.Í.1985. Aukagrein uppeldisfræði. Eftir stúdentspróf langaði mig í líffræði eða landafræði í H.Í., en máladeildarstúdentar þurftu að taka fornám og inntökupróf  í raungreinum til þess þá og ég var ekki tilbúin að glíma við það á þeim tíma.

Af hverju bókasafnsfræði? Það má segja að hentug stundaskrá í bókasafnsfræði hafi ráðið vali mínu á námsgrein og ég hóf nám í bókasafnsfræði haustið 1971. Mér bauðst fljótlega vinna á læknisfræðisafni Borgarspítalans. Ég tók því og datt út úr náminu. Þetta var ágæt vinna en heillaði mig ekki. Með þessu starfi tók ég þátt í að taka Bókasafn Reykjalundar í gegn ásamt öðrum. Eftir árið bauðst mér vinna í Bókasafni Garðahrepps sem var samsteypusafn skóla- og almenningsbókasafns og var til húsa í Gagnfræðaskólanum. Þar vann ég í tvö ár sem skólabókavörður. Mér fannst báðir hlutar safnsins áhugaverðir. Má segja að þar hafi áhugi minn vaknað fyrir bókasafnsfræðinni og ég settist aftur á skólabekk í bókasafnsfræðum haustið 1974.

Búseta, nám og störf á landsbyggðinni Fjölskyldan flutti til Þórshafnar á Langanesi 1976- 1984 og námið varð stopult. Mér tókst þó að ljúka prófum 1979. Á Þórshöfn starfaði ég sem kennari 5 ár af þeim 8 árum og þar af sem skólastjóri í eitt ár í afleysingu. Í nokkur ár sá ég um Lestrarfélag Þórshafnarhrepps sem var í einu herbergi í Sparisjóðnum og opið einu sinni í viku. BA ritgerð mín fjallar um sögu lestrarfélaganna á norðaustur horninu. Ég fór á milli staða frá Kópaskeri í Bakkafjörð heimsótti söfn og fólk. Ég kynntist frábæru fólki og átti með því skemmtilega og upplýsandi samveru.

Í Mosfellsbæ Haustið 1984 flutti ég í Mosfellsbæ. Réð mig sem skólasafnvörð og stuðningskennara í Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar. Ári seinni losnaði starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Kjósarsýslu, seinna Bókasafns Mosfellsbæjar og ég sótti um. Ég skilaði ritgerðinni og útskrifast í júní 1985. Ég var ráðin og hef starfað þar óslitið síðan. Það hefur hvarflað að mér tvisvar á þessum 25 árum að skipta um starf, bara svona af því að kannski ætti maður að skipta um starf stöku sinnum. Eignlega hef ég ekki tímt að hætta. Mér finnst starfið skemmtilegt og fjölbreytt og mér hefur aldrei leiðst og alltaf hlakkað til að mæta til vinnu hvern einasta dag.

Bókasafn Mosfellsbæjar Þegar ég hóf störf í BM 1985 var íbúafjöldi innan við 4.000 manns, en er í dag tæplega 9.000. Safnið var í 135 fm húsnæði og þröngt setinn bekkurinn bæði hjá mönnum og doðröntum. Síðan hefur safnið flutt í tvígang  og er nú í 1000 fm., þar af eru100 fm Listasalur. Bókasafnið er menningarmiðstöð Mosfellsbæjar og  þykir glæsilegt. Samspilið viðListasal Mosfellsbæjar sem er hluti af Bókasafninu hefur gefið meiri breidd í starfsemina.

Að starfa í almenningsbókasafni Starf okkar, sem vinnum í Bókasafni Mosfellsbæjar er mjög fjölbreytt og ekki alltaf á. vísan að róa með verkefni dagsins, sem gerir starfið bara meira spennandi. Það sem heillar mig við að starfa í almenningsbókasafni er fjölbreytnin. Hér eru safngestirnir á öllum aldri úr öllum stéttum og stöðum og ástæður fyrir heimsóknum eru afar fjölbreytilegar. Eftir því sem safnið hefur stækkað, starfsmönnum fjölgað og þjónustan aukist hef ég  því miður smátt og smátt færst meira á bak við skifborðið. Bein nýting bókasafnsfræðimenntunar minnar hefur orðið minni með árunum, en óbein nýting er óumdeilanleg. Sem bókasafnsfræðingur hef ég skilning og þekkingu á verkefnunum og þeim störfum sem unnin eru á safninu. Ég hef að sjálfsögðu þurft að halda mér við í faginu því nokkuð af því sem ég lærði fyrir 1980 er úrelt fyrir löngu og margt nýtt komið til. Þegar ég settist fyrst í námið 1971 var t.d. verið að kynna fyrir okkur framtíðarmöguleika í tölvuskráningu á tölvu sem fyllti heilt herbergi úti í Raunvísindastofnun og “spýtti” gataspjöldum. Fyrsta tölvuskráning Bókasafns Mosfellsbæjar hófst ekki fyrr en 1989. Ég hef stanslaust þurft að vera á tánum til að halda mér við í faginu. Hef sótt m.a. endurmenntunar-námskeið EHÍ, setið ýmsa kúrsa í H.Í. í bókasafnsfræði og í Danmörku og Noregi.

Starf forstöðumanns Sem forstöðumaður Bókasafnsins er ég millistjórnandi hjá Mosfellsbæ, þar ber ég ábyrgð á að stofnunin starfi samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn og að farið sé eftir reglum, samþykktum og stefnu bæjarins í málaflokknum. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar, leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun og fylgist með að áætlun standist. Starfsáætlun vinn ég í samvinnu við starfsfólk safnsins. Forstöðumaður ræður starfsfólk, semur starfslýsingar og gerir vaktaplan og launaskýrslur. Starfmenn safnsins eru með fjölbreytta menntun og reynslu og skipta með sér verkum samkvæmt því. Jafnframt sinna allir afgreiðslunni. Forstöðumaður deilir auk þess út ýmsum verkefnum. Yfirleitt skipti ég mér lítið af daglegum verkefnum starfsmanna. Ég treysti starfsfólki mínu almennt til að sinna sínu og gera hlutina á sinn besta máta. Það hefur reynst vel og ég hef haft mjög gott og fært samstarfsfólk. Gott bókasafn byggir fyrst og fremst á hæfu starfsfólki og samstarfi þess. Auðvitað ber ég samt endanlega ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar. Mánaðarlegir starfsmannafundir eru mikilvægir. Þar er allt sem snýr að starfseminni rætt.. Á haustin höldum við starfsdag og förum af bæ. Þá eru lagðar línur fyrir vetrarstarfið og  slegið á léttari stengi í lok dags. Við gerum okkur einstaka sinnum glaðan dag saman og vinsælust er skötuveislan… Svo leggjum við land undir fót og leggjumst í vísindaleiðangra – fórum norður í fyrra. Það á að vera skemmtilegt í vinnunni og ég held okkur finnist það öllum. Talsverður tími forstöðumanns fer daglega í að ræða við stafsmenn um verkefni þeirra og störf og mikilvægt að sinna því. Fundarhöld eru mörg og lýjandi. Það eru menningarmálanefndarfundir, fjármálafundir og forstöðumannafundir. Svo eru fundir og undirbúningur vegna ýmissa menningarviðburða sem eru á vegum safnsins, sem safnið tekur þátt í eða er aðili að. Þess má geta að mikið og gott samstarf er við við leik- og grunnskóla bæjarins og Listaskólann. Þess utan ber Bókasafnið ábyrgð á vinabæjamálum bæjarins og skipulagði m.a. og  stýrði 250 manna vinabæjamóti 2008 í Mosfellsbæ. Ég hef frá því 1985 tekið talverðan þátt í félagsstörfum innan fagsins, setið í nefndum og stjórnum sem hefur verið skemmtilegt en ansi tímafrekt stundum.

Starf forstöðumanna bókasafna er eiginlega “einyrkjastarf”.  SFA – samtök forstöðumanna almenningsbókasafna eru okkur því afar mikilvæg. Innan þeirra ræðum við fagmál og mál sem snerta daglegan rekstur safnanna og þau eru fulltrúi okkar og málsvari út á við.

Að lokum Þetta varð langur pistill um starf mitt og starfsemi Bókasafns Mosfellsbæjar, sem er að sjálfsögðu samtvinnað. Þetta er starf sem krefst mikilla mannlegra samskipta og diplómatískra takta. Starfið er krefjandi, fjölbreytt og margþætt og alveg ótrúlega skemmtilegt og gefandi.

Kv/Marta Hildur Richter

(Sett inn 2. 3. ’10)

Blóðgjafamánuður HÍ í mars

Ég vil benda ykkur á að í mars er blóðgjafamánuður í Háskóla Íslands, því hvet ég alla til að fjölmenna og gefa blóð!

Nánari upplýsingar má finna í auglýsingunni hér fyrir neðan.

Í gær, þann 1. mars, hófst Blóðgjafamánuður Háskóla Íslands. Í þessum mánuði er markmiðið að sem flestir nemendur HÍ gefi blóð, bæði nýir og eldri blóðgjafar. Þeir sem gefa blóð í mars skrá sig á sérstaka lista í Blóðbankanum og hvaða nemendafélagi eða námsbraut þeir tilheyra. Ekki

skiptir máli hvort þeir séu að mæta í sýnatöku fyrir fyrstu gjöf eða í

fulla blóðgjöf. Einnig mun Blóðbankabíllinn mæta tvo daga í mars, þann 3.

á bílastæðið við Háskólabíó, og þann 15. á bílastæðið við Odda. Í lokin

verður svo talið saman hvaða námsbraut gaf hlutfallslega mest blóð og

hlýtur nemendafélag þeirrar námsbrautar farandbikar Blóðgjafamánaðarins að

launum. Bikarinn verður afhentur í lokahófi Blóðgjafamánaðarins, nánar

auglýst síðar.

Blóðbankinn er í stöðugri þörf fyrir nýja blóðgjafa, og er núna talið að þörfin sé um 2.000 nýir blóðgjafar á ári. Blóðgjafir eru einföld leið fyrir almenning til að leggja heilbrigðiskerfinu lið og veita ákveðnum sjúklingum aukna lífsvon. Blóðtakan er flestum óþægindalítil, og sumum þykir hún allt að því þægileg. Það eina sem hún krefst er að gjafinn mæti í blóðbankann til gjafar, þiggi veitingar eftir það í boði blóðbankans og fari sér svo rólega það sem eftir er dagsins. Við vonum að þetta átak sýni háskólanemum hve einfaldar blóðgjafir eru og skili fleiri nýjum blóðgjöfum til blóðbankans, honum veitir svo sannarlega ekki af.

Fyrir frekari upplýsingar bendum við á heimasíðu Blóðbankans, www.blodbankinn.is. Einnig má finna Blóðbankann og Blóðgjafamánuðinn á facebook.

(Sett inn 2. 3. ’10)

Dagskráin framundan

Þá er dagskráin fyrir restina af önninni komin á hreint og það sem er framundan hjá okkur er,

Vísindaferð í Ljósmyndasafn Reykjavíkur föstudaginn 19. mars kl. 16

Vísindaferð í Auði Capital fimmtudaginn 8apríl

og svo er það auðvitað aðal viðburðurinn, hin árlega vorferð Katalogosar 16. apríl.

Nánari upplýsingar um staðsetningar og tímasetningar koma inn þegar nær dregur.

Endilega takið dagssetningarnar frá!

(Sett inn 2. 3. ’10)

Athyglisverður punktur vegna löggildingar bókasafns -og upplýsingafræðinga

Kæru samnemendur

Í vísindaferðinni í ja.is sem var föstudaginn síðastliðin kom margtathyglisvert fram, t.a.m að þau hjá ja.is fylgjast með að lögvernduð starfsheiti séu ekki notuð af fólki sem hefur ekki rétti til þess.

Þau félög sem þess óska geta látið starfsfólk ja.is hreinsa út ólögmæta notkun á lögvernduðum starfsheitum.

Mörg félög nýta sér þessa þjónustu t.d. félag lögfræðinga, sálfræðinga o.fl.

Félag bókasafns-og upplýsingafræðinga nýtir sér ekki þessa þjónusta samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki ja.is. En þar sem okkur sem voru í vísindaferðinni þótti þetta svo merkilegt töluðum við um að láta félag bókasafns-og upplýsingfræðinga vita. Það hef ég gert og læt ykkur vita hver viðbrögðin verða.

Í vísindaferð á vegum Katalogosar sem farið var í hjá SBU á þessu ári kom fram að til væru dæmi um að fólk sem ætti ekki rétt á notaði starfsheitið “upplýsingafræðingur” en samkvæmt lögfræðiáliti sem Upplýsing lét gera mega einungis bókasafns-og upplýsingafræðingar nota starfsheitið. Við megum nota hluta af starfsheitinu t.d bókasafnsfræðingur eða upplýsingafræðingur eða bæði alveg eins og okkur listir þegar við höfum lokið námi okkar og sótt um löggildingu. Mikilvægt er að taka fram að sækja þarf um löggildinguna, það gerist ekki að sjálfu sér.

Með bestu kveðju Eva Ósk Ármannsdóttir Formaður Katalogosar

(Sett inn 22. 2. ’10)

Skráning í vísindaferðina í Já.is er hafin

Næst á dagskrá er vísindaferð í Já.is, hún verður næstkomandi föstudag kl. 15:30.

Þeir sem ætla með eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda póst á netfangið hsb9@hi.is í seinasta lagi á fimmtudaginn.

Við vonumst til að sjá sem flesta!

Halla Sigríður Vefstjóri Katalogosar hsb9@hi.is

(Sett inn 15. 2. ’10)

Starfsvettvangur bókasafns- og upplýsingafræðinga

Við höldum áfram að birta pistla um starfsvettvang bókasafns- og upplýsingafræðinga. Í þetta skiptið er það Harpa Rut  skjalastjóri hjá Fasteignaskrá Íslands sem segir okkur frá starfi sínu.

Harpa Rut Harðardóttir Skjalastjóri hjá Fasteignakrá Íslands Útskrifaðist úr bókasafns- og upplýsingafræði 2005 Útskrifaðist með kennsluréttindi 2006

Eftir að ég útskrifaðist úr bókasafns- og upplýsingafræði hafði ég mikinn áhuga á að starfa sem bókasafns- og upplýsingafræðingur innan framhaldsskóla. Ég hef alltaf verið spennt fyrir þeirri hugmynd að samtvinna betur krafta kennara og bókasafns- og upplýsingafræðinga í þeim tilgangi að skapa upplýsingalæsa nemendur sem eru betur í stakk búnir fyrir það framhaldsnám sem þeir stefna að. Því var úr að ég sótti um nám til kennsluréttinda hjá Háskóla Íslands eftir útskrift og var svo heppin að vera meðal fyrstu bókasafns- og upplýsingafræðinga sem fengu inngöngu í það nám. Meðan ég var í námi í bókasafns- og upplýsingafræði og í kennslufræði starfaði ég sem bókavörður hjá Bókasafni Hafnarfjarðar og mæli ég eindregið með því fyrir þá sem hafa tök á að starfa á þeim starfsvettvangi sem þeir eru að mennta sig til. Eftir að námi lauk starfaði ég síðan áfram á safninu sem bókasafns- og upplýsingafræðingur og hlaut því mína eldskírn í faginu þar. Þegar ég sá síðan starf skjalastjóra auglýst hjá Fasteignaskrá Íslands vaknaði áhugi minn á því að takast á við algjörlega nýjan vettvang enda er námið okkar þeim kostum búið að við höfum möguleika á að sækja um störf á mjög víðum starfsvettvangi.  Það sem kom mér kannski helst á óvart við starf  skjalastjóra er að það er mun fjölbreyttara en ég hafði gert mér í hugarlund og felur í sér mikil samskipti bæði við starfsfólk og viðskiptavini stofnunarinnar. Dagleg umsýsla skjalastjóra felur í sér hefðbundin störf líkt og að skrá innsend og útsend erindi og halda utan um bréfasafn stofnunarinnar. Hinsvegar fer einnig mikið af mínum tíma í almenna umsýslu í kringum skjalastjórnunarkerfið sjálft hvort sem það er í kringum málaskrána eða kerfisstjórahlutann. Þegar unnið er með miðlæg hópvinnukerfi í skjalastjórnun er mikilvægt að starfsmenn stofnunarinnar hafi greiðan aðgang að starfsmönnum skjaladeildar og að skjaladeild standi reglulega fyrir fræðslu og kennslu og þar kemur kennslufræðinámið sér vel. Því fer oft talsverður hluti af mínum vinnutíma í að aðstoða starfsmenn og byggja upp fyrirfram skilgreinda verkferla. Annar tímafrekur þáttur í starfi skjalastjóra er pökkun og frágangur á eldri gögnum en með tilkomu rafrænna skila til Þjóðskjalasafns mun þessi hluti starfsins verða mun þægilegri viðfangs. Skjaladeild Fasteignaskrár hefur einnig yfirumsjón með innrivef stofnunarinnar þar sem haldið er utan um verklagsreglur og birt ýmis upplýsingagjöf til starfsmanna. Sá hluti starfsins er að mínu mati mjög spennandi og leyfir manni að koma meira að upplýsingagjöf og skapandi hönnun innan stofnunarinnar. Skjalastjórnun innan stofnanna og fyrirtækja er að verða sífellt mikilvægari þáttur í starfseminni, ekki síst með tilkomu gæða- og öryggisvottunar, og því verður spennandi að fylgjast með þróuninni á þessum vettvangi á næstu árum.

(Sett inn 15. 2. ’10)

Spennandi BA verkefni í bókasafns-og upplýsingafræði

Pálína Dögg Helgadóttir forstöðumaður Sesseljuhúss umhverfisseturs á

Sólheimum í Grímsnesi hafði samband við okkur í nemendafélaginu Katalogos

og bað okkur að auglýsa neðangreind verkefni.

Verkefnin eru tilvalin BA verkefni eða jafnvel 6 einingaverkefni í

bókasafns-og upplýsingafræði.

Verkefnin fela í sér að koma skipulagi á bókasafn Sólheima í Grímsnesi.

Samkvæmt Pálínu eru þetta 3 verkefni:

•Í fyrsta lagi bókasafn Sólheima, þar sem eru bækur almenns eðlis,

ævisögur, ritsöfn og fleira í þeim dúr auk erlendra bóka í bland.

Sólheimasafnið er hugsað meira til heimabrúks og hugmyndin því að setja

upp einfalt innlánakerfi sem hentar stærð og notkun safnsins.

•Í öðru lagi er það bókasafn Sesseljuhúss sem er sérfræðibókasafn um

umhverfismál og sjálfbærar byggingar, lífræna rætkun og fleira í þeim dúr

auk safns um mannspeki (anthroposophy). Vonir standa til að geta skráð

safn Sesseljuhúss í landskerfi bókasafna svo nemendur geti ýmist fengið

millisafnalán á bókunum eða komið til okkar og nýtt sér safnkostinn, þá

sér í lagi þær bækur sem ekki yrðu lánaðar út, hérna hjá okkur uppi á

Sólheimum.

•Loks er það safn skjala og bókasafn Sesselju Sigmundsdóttur sem stofnaði

Sólheima fyrir 80 árum. Í því eru alls konar bækur, margar gamlar og

eflaust verðmætar. Það verkefni væri að líkindum hluti af stærra verkefni

við að skrá hluti í sögu Sólheima.

Nemendur myndu vinna verkefnið í samvinnu við kennara í bókasafns-og

upplýsingafræði við Háskóla Íslands.

Nemendur sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Axel Benediktsson

axel@solheimar.is fræðslufulltrúa í Sesseljuhúsi.

Símar: 4804470 / gsm 6592604.

(Sett inn 15. 2. ’10)

Viltu taka þátt í að kynna námið þitt á degi háskólanna 20 febrúar 2010

Sælir nemendur í bókasafns-og upplýsingafræði

Næstkomandi laugardag 20. febrúar fer fram kynning á öllu grunnnámi við Háskóla Íslands. Það eru nemendur í viðkomandi fögum sem hafa séð um að kynna sitt nám og svara spurningum sem brenna á tilvonandi nemendum. Við í stjórn Katalogosar höfum undanfarin ár séð um þessar kynningar og haft gaman af.

Nú í ár datt okkur í hug að athuga hvort þið nemendur í bókasafns-og upplýsingafræði hafið áhuga að taka þátt í þessu kynningarstarfi með okkur.

Kynnt er á milli 11-16 og höfum við skipt þeim tíma í 2 vaktir (11-13:30 og 13:30-16:30). Við erum 2-3 í senn og hingað til höfum við skemmt okkur mjög vel.

Ef þið hafið áhuga að taka þátt í þessu verkefni með okkur hafið þá sambandi við Þórunni Ellu (thh47@hi.is) námsbrautafulltrúa annars og þriðja árs nema og hún mun setja ykkur á vatkir.

Hér er auglýsing um háskóladaginn http://hi.is/is/frettir/haskoladagurinn_er_laugardaginn_20_februar_allt_grunnnam_vid_hi_kynnt Með bestu kveðju Eva Ósk Ármannsdóttir Formaður Katalogosar

(Sett inn 14. 2. ’10)

Upplýsingar um nemendaaðild að SBU

Fyrir þá sem ekki komust í vísindaferðina í SBU – Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga um daginn, þá ákvað ég að setja hérna inn upplýsingar sem Kristín Ósk og Sigrún sendu á okkur.

Lögunum hefur nefnilega verið breytt þannig að núna geta nemendur í bókasafns- og upplýsingafræði sótt um aðild að félaginu en til gamans má geta að þessar breytingar voru gerðar í kjölfar vísindaferðar Katalogosar í SBU í fyrra þar asem fjölmargir nemendur sýndu því áhuga að ganga í félagið. Svo nú er um að gera að nýta sér tækifærið!

Allar nánari upplýsingar má finna hér fyrir neðan.

Í 3. gr. laga félagsins segir m.a.: “Nemar í bókasafns- og upplýsingafræði, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) í bókasafns- og upplýsingafræðum, geta sótt um nemaaðild. Nemaaðild veitir heimild til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt, en ekki önnur réttindi. Nemar greiða ekki gjöld til félagsins meðan þeir eru í námi nema þeir þiggi laun á tímabilinu. Nemaaðild getur aldrei varað lengur en í samtals fjögur ár.”

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) var stofnað árið 1998 upp úr kjaradeild Félags bókasafnsfræðinga. Í dag eru félagsmenn um 260. Félagið er stéttarfélag með aðild að Bandalagi háskólamanna (BHM) og rekur þjónustuskrifstofuna HugGarð sem er sameiginleg þjónustuskrifstofa fimm aðildarfélaga BHM.

Hlutverk félagsins er:

að standa vörð um kjaraleg réttindi félagsmanna

að semja um kaup og kjör félagsmanna

að stuðla að samstarfi við innlend og erlend stéttarfélög

að fræða félagsmenn um réttindi þeirra og skyldur

Við viljum hvetja ykkur til að ganga í félagið ykkar. Þið finnið frekari upplýsingar og umsóknareyðublað á heimasíðunni http://www.sbu.is. Gerist endilega aðdáendur félagsins á Facebook og fylgist með því sem er að gerast – þið finnið okkur undir Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga.

(Sett inn 11. 2. ’10)

Vísindaferðin í Já.is frestast um viku

Því miður  varð að fresta vísindaferðinni í Já.is sem vera átti föstudaginn 12. febrúar um viku.

Hún verður því farin föstudaginn 19. febrúar, nánari upplýsingar um ferðina verða settar inn þegar nær dregur.

(Sett inn 8. 2. ’10)

Minni á skráningu í vísindaferð í SBU og út að borða á Caruso

Ég vil minna fólk á að skrá sig í vísindaferðina í SBU – Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga sem er kl. 18 á föstudaginn, mæting í Borgartún 6, 3.hæð. Svo verður farið út að borða á Caruso þar sem við eigum pantað borð kl. 20.

Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beiðnir um að skrá sig með því að senda undirritaðri tölvupóst á netfangið hsb9@hi.is í seinasta lagi á fimmtudaginn (morgun).

Þar sem þetta kemur til með að verða stéttarfélag okkar flestra eftir útskrift er þetta tilvalið tækifæri til að kynnast því hvað félagið er að gera fyrir sína félagsmenn. Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Fyrir hönd Katalogosar Halla Sigríður Vefstjóri hsb9@hi.is

(Sett inn 27. 1. ’10)

Skráning í vísindaferð í SBU og út að borða

Nú er komið að fyrstu vísindaferð annarinnar og ég vil biðjast velvirðingar á vitlausum upplýsingum sem voru gefnar fyrir helgi en við erum semsgt að fara í SBU, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga en ekki Upplýsingu eins og áður var tilkynnt.

Vísindaferðin verður næstkomandi föstudag (29. janúar) og hefst kl. 18, mæting er í Borgartún 6, á 3. hæð. Þar verður félagið kynnt fyrir okkur og boðið uppá léttar veitingar. Síðan er stefnan tekin á að fara saman út að borða, nánari upplýsingar um hvaða veitingastaður verður fyrir valinu koma inn þegar nær dregur.

Þar sem þetta kemur til með að verða stéttarfélag okkar flestra eftir útskrift er þetta tilvalið tækifæri til að kynnast því hvað félagið er að gera fyrir sína félagsmenn.

Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda póst á hsb9@hi.is í seinasta lagi fimmtudaginn 28. janúar.

(Sett inn 24. 1. ’10)

Starf námsbrautarfulltrúa

Starf námsbrautarfulltrúa

Næsta mánudag verður haldinn námsbrautarfundur. Af því tilefni viljum við minna á starf námsbrautarfulltrúanna.

Þeirra hlutverk er að standa vörð um réttindi nemenda og vera þeim til ráðgjafar. Hægt er að leita til námbrautafulltrúa ef nemendum finnst brotið á rétt þeirra, ef þið viljið koma einhverju á framfæri við stjórnendur deildarinnar er varðar námið eða kennsluna og til að tala máli þeirra á námsbrautarfundum.

Námsbrautarfulltrúar þessa árs eru Fyrir 1. árs nema: Kristjana Mjöll J. Hjörvar, kmj3@hi.is Fyrir 2.-3. árs nema: Þórunn Ella Hauksdóttir, thh47@hi.is Fyrir MLIS nema: Andri Már Hermannsson, amh5@hi.is

Við viljum líka minna á eftirfarandi í sambandi við valnámskeið í 180 eininga námi í bókasafns- og upplýsingafræði:

Ef nemendur velja önnur námskeið en þau sem eru skilgreind sem valnámskeið þurfa þeir að fá sérstakt leyfi fyrir því. Það er gert með því að senda erindi á námsbrautarfund með upplýsingum um námskeiðið og rökstuðningi fyrir því hvers vegna viðkomandi námskeið fellur vel að náminu.

Þetta þarf helst að gera a.m.k. einni önn áður en áætlað er að taka námskeiðið þar sem það er háð samþykki þeirra sem sitja á námsbrautarfundum hvort nemandi fær að nota námskeið utan vals til 180 eininga náms í bókasafns- og upplýsingafræði.

Þeir nemendur sem hafa valið námskeið utan skilgreinds vals eru hvattir til fá þau samþykkt.

Kveðja Námsbrautarfulltrúar

(Sett inn 21. 1. ’10)

Dagskrá annarinnar

Gleðilegt ár kæru samnemendur og takk fyrir allar góðu stundirnar á því liðna.

Við í stjórn Katalogosar vonum að þið hafið öll haft það gott yfir hátíðirnar, slappað vel af í faðmi fjölskyldunnar og safnað nægri orku fyrir komandi átök á önninni sem er að byrja.

Við viljum bjóða nýnemana sem eru að byrja í faginu velkomna og hvetjum þá sem og eldri nemendur til að taka virkan þátt í félagslífinu. Því skólinn verður jú svo mikið skemmtilegri ef maður kynnist þeim sem maður eyðir heilu og hálfu dögunum með lokuðum inní skólastofu einnig utan veggja skólans!

Fyrsta vísindaferðin verður farin föstudaginn 29. janúar, þá ætlum við í heimsókn í Upplýsingu sem er félag bókasafns- og upplýsingafræða og að því loknu er stefnan að fara saman út að borða. Nánari upplýsingar um staðsetningu og tímasetningar ásamt skráningu koma inn eftir helgi.

Föstudaginn 12. febrúar ætlum við svo í Já.is.

Restin af dagskrá annarinnar mun koma inn á næstunni svo fylgist vel með.

Fh. Katalogosar Halla Sigríður Vefstjóri

(21. 1. ’10)

Skráningarfrestur vegna þáttöku í Gullegginu 2010 rennur út á miðnætti miðvikudaginn 20. janúar.

Sæl öll Ég vil benda ykkur á að umsóknafrestur fyrir þátttöku í Gullegginu 2010 rennur út á miðnætti miðvikudaginn 20. janúar.

Hér eru nánari upplýsingar:

Ef þú hefur einhverja spennandi hugmynd sem felur í sér nýbreytni og er til þess fallin að uppfylla þörf á markaði, getur þú orðið frumkvöðull. Með þáttöku í Gullegginu 2010 færðu allan þann stuðning, ráðgjöf og aðstoð sem þú þarft til að gera hugmyndina þína að veruleika, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu viðskiptaáætlanirnar. Það ferli sem þáttakendur fara í gegnum með hugmyndir sínar er ómetanlegt reynslu- og lærdómstímabil sem mun nýtast vel bæði í námi og starfi til framtíðar. Við hvetjum nemendur úr öllum deildum HÍ til að senda inn 1-2 bls með lýsingu á grunnhugmynd, og í framhaldinu munum við senda til baka umsagnir um hugmyndina og hjálpa til við þróun hennar í framhaldinu.

Allir nemendur við HÍ geta tekið þátt í keppninni sér að kostnaðarlausu þar sem HÍ er samstarfsskóli verkefnisins. Aðrir þurfa að greiða rúmar 50.000 krónur fyrir námskeið vilji þeir taka þátt. Nemendur senda inn hugmynd á www.gulleggid.is – við hjálpum þeim að búa til fullmótaða viðskiptaáætlun úr þeirri hugmynd með aðstoð sérfræðinga, meðal annars frá Innovit, KPMG, Fulltingi lögfræðiþjónustu og ýmsum afreksmönnum úr íslensku atvinnulífi. Verðlaun eru fyrir tíu bestu viðskiptaáætlanirnar og eru heildarverðlaun yfir 3.000.000 íslenskra króna. Nemendur verða að senda inn hugmynd í keppnina í síðasta lagi fyrir miðnætti miðvikudaginn 20. janúar næstkomandi til að geta tekið þátt.

Allar frekari upplýsingar er að finna á www.gulleggid.is og einnig er lifandi fréttaflutningur af framgangi keppninnar á www.facebook.com/innovit.

(Sett inn 18. 1. ’10)

Jólaball Háskólans 18. desember á Nasa

AM-Events og SHÍ í samstarfi við Finlandia kynna:

PAPARNIR Á NASA!

Paparnir slá til jólafagnaðar á NASA við Austurvöll þann 18.des nk. Eins og alltaf þá verður þvílíkur tryllingur með Pöpunum og sérstaklega því ÞÚ ert að klára prófin!!!

Sjáumst í jólagleði á NASA

Gleðileg Jól

Forsala á Háskólatorgi 16.des kl. 12:00-13:30 17.des kl. 12:00-13:30

MIÐAVERÐ í forsölu aðeins 1500 – fyrstir koma fyrstir fá!

ATH. Uppselt hefur verið í forsölu á ALLA viðburði SHÍ og AM-Events þessa önnina því mælum við með því að fólk mæti tímanlega og næli sér í miða þegar forsala hefst!

(Sett inn 15. 12. ’09)

Nánari upplýsingar um jólaglöggið

Eru ekki allir orðnir spenntir fyrir jólaglögginu í kvöld?

Jólaglöggið hefst kl. 20 í kvöld. Við ætlum að vera heima hjá Huldu sem býr á Miklubraut 60, 2. hæð og það er 3. bjalla til hægri.

Nánari leiðbeiningar til að komast inná bílastæðið: Ef komið er frá Kringlunni þarf að beygja inn Lönguhlíðina (til vinstri) svo inn Barmahlíð (til hægri), svo strax aftur til hægri við næstu gatnamót og svo aftur til hægri. Þá eigið þið að vera komin á bílastæðið sem liggur meðfram Miklubrautinni.

En ef komið er frá Hringbraut þá beygið þið bara beint af Miklubrautinni inná bílastæðið.

Hús nr. 60 er hús nr. 2 ef talið er frá Lönguhlíðinni.

Hérna má líka sjá þetta á korti: http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1448623&x=358225&y=406842&z=9

Sjáumst hress og kát í kvöld!

(20. 11. ’09)

Minni á skráningu í jólaglöggið!

Ég vil minna þá sem ætla að koma  í jólaglöggið á föstudaginn að skrá sig í seinasta lagi á morgun (fimmtudag).

Skráninguna má finna hérna: http://nemendafelog.hi.is/Katalogos/?p=1182

(Sett inn 18. 11. ’09)

Jólaglögg Katalogosar 20. nóvember

Samkvæmt niðurstöðum könnunar þá hefur verið ákveðið að halda jólaglögg Katalogosar föstudaginn 20. nóvember kl. 20

Hulda ætlar að bjóða okkur heim til sín á Miklubraut 60. Þar ætlum við að eiga saman notalega kvöldstund, drekka jólaglögg og kakó, borða piparkökur, spjalla saman, hafa það notalegt og slappa af svona rétt fyrir prófin og jólaösina.

Skráning er hafin og eru þeir sem ætla að mæta vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér að neðan í seinasta lagi á fimmtudag.

Nánari leiðbeiningar um staðsetningu koma þegar nær dregur.

Við vonum að sem flestir komi og eigi góða kvöldstund saman áður en prófin skella á. Stjórnin

(Sett inn 16. 11. ’09)

Kennslukönnun

Kæru nemar í bókasafns- og upplýsingafræði

Við í stjórn Katalogosar viljum minna ykkur á að taka þátt í

kennslukönnuninni á Uglu.

Könnunin er mikilvægur þáttur í því að fylgjast með kennslu og er okkar

tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri.

Þess má geta að námsbrautarfulltrúar hafa aðgang að þessum könnunum og

enda þótt við séum bundin trúnaði og þagnarskyldu gagnvart því sem við

sjáum þar þá megum við taka baráttumál upp á námsbrautarfundum með

kennurum og nota kennslukannanirnar sem rökstuðning. Þannig geta þær verið

öflugt tæki okkar nemenda og stuðlað að bættri kennslu og skipulagi

námskeiða.

Kveðja

Þórunn Ella Hauksdóttir

Námsbrautarfulltrúi 2. og 3. árs nema

(Sett inn 13. 11. ’09)

Bókasafnsfræðingur að meika’ða!

Á dögunum birtist grein inná pressan.is við Ingu Maríu Guðmundsdóttur sem er Bókasafns- og upplýsingafræðingur og hefur verið að gera það gott með vefsíðunni sinni http://dressupgames.com/, við fengum leyfi frá henni til að birta greinina ásamt nokkrum spurningum sem við báðum hana að svara.

Hér má sjá greinina um Ingu: http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/litt-thekkt-sprotafyrirtaeki-bokasafnsfraedings-skilar-hundrad-milljon-krona-hagnadi

Og hér fyrir neðan er svo viðtalið sem við tókum við hana.

Bókasafnsfræðingur að meika’ða

Heimasíðan dressupgames.com hefur vakið nokkra athygli í fjölmiðlum undanfarið vegna þess hversu vel síðan hefur

gengið fjárhagslega, en hún er svokölluð tenglasíða og þar má finna ýmsa dúkkulísuleiki.  Nýjum leikjum er bætt við daglega og er konan á bak við síðuna, Inga María Guðmundsdóttir bókasafnsfræðingur á Ísafirði einnig farin að láta hanna fyrir sig leiki sem hún setur á síðuna.  Síðan hefur alltaf verið á ensku og stærsti notendahópurinn er í Bandaríkjunum og hefur hún notið síaukinna vinsælda en þess má geta að flettingar á síðunni eru um 40 milljónir í hverjum mánuði.

Við ræddum stuttlega við Ingu Maríu á dögunum.

Hvenær útskrifaðist þú sem bókasafnsfræðingur?

Ég útskrifaðist 1997 eftir tveggja ára baráttu við lokaritgerðina, ég var í bókasafnsfræðinni á árunum 1993-1995.

Hvar ertu að vinna og hvað gerir þú þar?

Síðan ég útskrifaðist var ég að vinna á Bókasafninu á Ísafirði en hef smám saman verið að minnka vinnuna þar og er nú alveg hætt. Núna er ég eingöngu að vinna í mínum eigin rekstri, vefsíðunum dressupgames.com og puterdolls.com.

Hvenær og afhverju byrjaðir þú með síðuna dressupgames.com?

Ég kynntist netinu í bókasafnsfræðinni og tók alla kúrsa um netið og tölvur sem voru í boði þá. Í einum tímanum kallaði kennarinn okkur á skrifstofuna sína til að sýna okkur grafíska vafrann Mosaic sem þá var algjör nýjung. Vá, world wide web með myndum, ekkert smá flott! Ég er ekki frá því að þarna hafi kviknað hjá mér löngun til að búa til eigin heimasíðu. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem ég fór að fikta við það og fyrsta útgáfan af vefnum mínum fór í loftið í mars 1998. Þetta óx svo smám saman, fyrstu árin notaði ég bara ókeypis netvisunarþjónustu en árið 2000 keypti ég lénið dressupgames.com.

Ástæðan fyrir því að ég valdi dúkkulísuleiki var ég átti gott safn af þeim í “favorites” möppunni minni sem ég hafði safnað fyrir mig og litlu frænku þegar hún kom í heimsókn. Svo þegar mig langaði að gera minn eiginn vef en vantaði eitthvað efni datt mér fljótlega í hug að safna saman þessum leikjum því ég vissi að það var hvergi hægt að finna þá á einum stað og frekar erfitt að finna þá yfirhöfuð.

Hvernig hefur það gengið?

Þetta gengur mjög vel. Fyrstu árin var þetta aðeins áhugamál en síðustu ár hef ég haft af þessu góðar tekjur. Ég hef þó orðið vör við að sumir sjá svona netvinnu í hillingum sem auðfengin skjótan gróða og verst þykir mér þegar gott fólk er að falla fyrir svikum og óraunhæfum gylliboðum á netinu. En þetta er mikil vinna eins og hvað annað og það þarf að gefa sér góðan tíma og leggja á sig vinnu til að komast af stað.

(Sett inn 10. 11. ’09)

Áríðandi tilkynning varðandi námið

Að gefnu tilefni viljum við benda á eftirfarandi: Samkvæmt kennsluskrá þurfa nemendur ekki að sækja sérstaklega um að taka 180 einingar í bókasafns- og upplýsingafræði. Ætlast er til að nemendur sem taka bókasafns- og upplýsingafræði til 180 eininga velji þau valnámskeið sem eru í boði í kennsluskrá. Ef nemendur velja önnur námskeið en þau sem eru skilgreind sem valnámskeið þurfa þeir að fá sérstakt leyfi fyrir því. Það er gert með því að senda erindi á námsbrautarfund með upplýsingum um námskeiðið og rökstuðningi fyrir því hvers vegna viðkomandi námskeið fellur vel að náminu.

Þetta þarf helst að gera a.m.k. einni önn áður en áætlað er að taka námskeiðið þar sem það er háð samþykki þeirra sem sitja á námsbrautarfundum hvort nemandi fær að nota námskeið utan vals til 180 eininga náms í bókasafns- og upplýsingafræði.

Þeir nemendur sem hafa valið námskeið utan skilgreinds vals eru hvattir til fá þau samþykkt.

Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega hafið sambandi við okkur í stjórn Katalogosar.

(Sett inn 9. 11. ’09)

Jólaglögg Katalogosar

Nú fer að líða að síðasta viðburði þessarar annar, jólaglögginu okkar!

Við ætlum að eiga saman rólega og góða kvöldstund, gæða okkur á jólaglöggi og kakói, spjalla saman og slaka á áður en prófstressið og jólaundirbúningurinn skella á af fullum krafti. Svo geta þeir sem vilja að sjálfsögðu skellt sér í bæinn eftir á.

Til þess að sem flestir geti mætt þá hefur verið sett inn könnun hér neðar á síðunni (vinstra megin) og dagsetningarnar sem eru í boði eru föstudagurinn 20. nóvember og föstudagurinn 27. nóvember.

Endilega svarið könnunninni fyrir næsta föstudag (13. nóvember) svo dagssetningin komist á hreint sem fyrst.

(Sett inn 9. 11. ’09)

Staðsetning vísindaferðarinnar á föstudaginn

Þeir sem eiga eftir að skrá sig í vísindaferðina á föstudaginn, endilega gerið það í seinasta lagi á morgun (fimmtudag)!

Skráningarformið finnið þið hérna: http://nemendafelog.hi.is/Katalogos/?p=1133

Vísindaferðin verður í fræðsludeild Landsbankans í Thorvaldsenstræti 4, 4.hæð (gamla landsímahúsið, skemmtistaðurinn Nasa er fastur við húsið, gengið inn ská á móti Alþingi).

Hægt er að sjá staðsetningu á korti:

http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1435586&x=356893&y=408267&z=9

Tekið verður á móti okkur milli kl. 16.45-17.00 í anddyrinu svo enginn villist, annars fer lyftan beint upp á 4.hæð.

Við munum fá kynningu um skjalasafn bankans o.fl. svo þetta verður eflaust áhugaverð vísindaferð.

Vonumst að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest. Stjórnin

(Sett inn 4. 11. ’09)

Vísindaferð í Landsbankann á föstudaginn

Núna á föstudaginn kl. 17 verður farið í vísindaferð í Landsbankann,

þeir sem ætla að koma með eru beðnir um að skrá sig í skráningarforminu hér fyrir neðan í seinasta lagi á fimmtudaginn. Skráningu lokið.

(Sett inn 2. 11. ’09)

Morgunkorn Upplýsingar 5. nóvember

Vil vekja athygli ykkar á því að morgunkorn Upplýsingar sem haldið verður næstkomandi fimmtudag er frítt fyrir nemendur í Bókasafns-og upplýsingafræði og þar mun meðal annars samnemandi okkar, hún Kristín lesa upp úr BA ritgerð sinni.

Set hérna inn auglýsinguna af síðu Upplýsingar:

Morgunkornin 5. nóvember fjalla um starfsheitið

Morgunkornin eru að þessu sinni í boði Upplýsingar og því frítt fyrir félagsmenn og nema í bókasafns- og upplýsingafræði. Þau verða að venju í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu og standa frá 8:30 – 9:45 eða í það lengsta til kl. 10:00. Boðið verður upp á morgunsnarl.

Markmið Morgunkorna er að stuðla að umfjöllun meðal félagsmanna um allt mögulegt sem snýr að stéttinni, faginu og starfinu. Og svo auðvitað að skapa aðstæður til að hittast.

Dagskráin er á þessa leið.

kl.      Efni 8:45     Örstuttur inngangur 8:50     Ágústa Pálsdóttir, dósent fjallar um starfsheitið út frá námi (og skorarheiti) í bókasafns- og upplýsingafræði 9:00      Óskar Guðjónsson, formaður stéttarfélagsins SBU fjallar um starfsheitið út frá sjónarhorni kjaramála 9:10      Kristín Arnþórsdóttir, nemi í bókasafns- og upplýsingafræði fjallar um starfsheitið út frá sjónarhóli nema 9:20      Hrafnhildur Hreinsdóttir, formaður Upplýsingar gerir grein fyrir lögfræðilegu áliti um notkun starfsheitisins eins og það birtist nú í lögum. 9:25      Umræður

Mikilvægt er að þeir sem ætli að mæta skrái sig og fer skráningin fram inná vefsíðu upplýsingar sem má finna á þessari slóð: http://upplysing.is/displayer.asp?page=44&Article_ID=143&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP~Pg44.asp

Hvet alla sem hafa áhuga á þessu að mæta!

(Sett inn 29. 10. ’09)

Fregnir er kominn út

Fregnir sem er Fréttabréf Upplýsingar, félags Bókasafns- og Upplýsingafræða er kominn út og er aðgengilegur á pdf fomi netinu á þessari slóð:

http://upplysing.is/FileLib/skjalasafn/Fregnir2009_2.pdf

Þar er meðal annars að finna grein eftir 3 samnemendur okkar sem ég hvet ykkur eindregið til að lesa, hana er að finna á bls. 22.

(Sett inn 24. 10. ’09)

Málstofa í Bókasafns- og upplýsingafræði

Vill benda ykkur á málstofuna sem verður á föstudaginn eftir viku og hvet alla sem hafa áhuga að mæta, því þetta tengist jú náminu okkar!

Málstofa í bókasafns- og upplýsingafræði verður í Odda, föstudaginn 30. október í stofu 101, kl. 15-17.

Málstofustjóri: Kristín Geirsdóttir, deildarstjóri upplýsingaþjónustu skrifstofu Alþingis.

Erindi:

Stefanía Júlíusdóttir: Library and information scientists: Professional development.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir: Kerfisbundin flokkun skjala: Kortlagning skráðrar þekkingar.

Þórdís T. Þórarinsdóttir: On subject classification and the use of DDC in Iceland.

Heildardagskrá Þjóðarspegils 2009 er nú að finna á heimasíðu Háskóla Íslands (hi.is).

(Sett inn 24. 10. ’09)

Uppfyllir námið væntingar þínar? Mikilvægur fundur 3. Nóvember

Kæru samnemendur

Að gefnu tilefni höfum við í stjórn Katalogosar ákveðið að halda aftur fund um námið okkar þann 3. Nóvember í stofu 051 í Aðalbyggingu frá klukkan 11:40-13:10 þar sem farið verður yfir námskeiðin í bókasafns- og upplýsingafræði. Svipaður fundur var haldinn á síðasta misseri en mæting var ekki nógu góð og því ætlum við að gera aðra tilraun núna svo þeir sem komust ekki síðast geti nýtt tækifærið og mætt núna! Ætlunin er að fara yfir námskeiðin og kennsluna, bæði það góða og það slæma og verður afraksturinn tekinn saman og lagður fyrir á námsbrautarfundi.

Til þess að þetta beri árangur er nauðsynlegt að sem flestir nemendur mæti og tjái sig um námskeiðin, námsefnið og kennarana. Við viljum fá sem allra flesta alveg sama hveru langt fólk er komið í náminu. Því fleiri því betra! Þetta verður bara á spjallnótum þar sem fólk getur sagt sínar skoðanir. Ekki er nauðsynlegt að vera allan tímann. Við munum taka niður punkta um öll námskeiðin og verða þeir allir að sjálfsögðu nafnlausir. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir ykkur til að koma ykkar áliti á framfæri.

Mikill vilji er hjá kennurum til að vita hug okkar til námsins og teljum við þetta vera árangursríkustu leiðina til að fá heildarálit okkar nemendanna á námskeiðunum. Mörg dæmi innan Háskólans sýna það að nemendur geta haft áhrif á námið en til þess þurfum við að láta í okkur heyra.

Með bestu kveðju Sjórn Katalogosar

(Sett inn 23. 10. ’09)

Staðsetning Bókasafns Mosfellsbæjar.

Minni á að mæting er í Bókasafn Mosfellsbæjar kl. 17 á morgun. Bókasafnið er staðsett í Kjarnanum í Þverholti 2 og má sjá það nánar hér á ja.is: http://ja.is/kort/#q=index_id%3A195108&x=368862&y=409964&z=9

Svo fyrir þá sem eiga eftir að skrá sig þá er hægt að finna skráningarformið hérna: http://nemendafelog.hi.is/Katalogos/?p=1080

Sjáumst hress og kát á morgun!

(Sett inn 8. 10. ’09)

Seinasti séns að skrá sig í vísindaferðina

Þeir sem ætla að koma með í vísindaferðina í Bókasafnið í Mosfellsbæ á morgun verða að skrá sig í seinasta lagi í dag.

Mæting er í Bókasafn Mosfellsbæjar kl. 17 á  morgun (föstudag), þar munum við fá kynningu á léttu nótunum um starfsemi bókasafnins ásamt því að boðið verður uppá léttar veitingar!

Hægt er að nálgast skráningarformið á þessari slóð: http://nemendafelog.hi.is/Katalogos/?p=1080

(Sett inn 8. 10. ’09)

Minni á skráningu í vísindaferðina á föstudaginn!

Vil minna þá sem ætla að koma í vísindaferðina á föstudaginn að skrá sig í seinasta lagi á morgun (fimmtudag).

Mæting verður í Bókasafn Mosfellsbæjar kl. 17 á föstudaginn, þar munum við fá kynningu á léttu nótunum um starfsemi bókasafnins ásamt því að boðið verður uppá léttar veitingar!

Skráningarformið er að finna fyrir neðan eða með því að klikka á þessa slóð: http://nemendafelog.hi.is/Katalogos/?p=1080

Vonast til að sjá ykkur sem flest.

(Sett inn 7. 10. ’09)

Skráning í Vísindaferð í Bókasafn Mosfellsbæjar.

Þá er skráningin í næstu vísindaferð hafin.

Næsta föstudag ætlum við semsagt að fara í heimsókn í Bókasafn Mosfellsbæjar frá kl. 17-19 og vona ég svo sannarlega að mætingin verði eins góð og í seinustu ferð!

Skráningu lokið.

(Sett inn 4. 10. ’09)

Námið og valnámskeið

Kæru samnemendur

Fyrir nokkrum árum var bókasafns- og upplýsingafræði ekki kennd til 180 eininga og þurftu nemendur sem óskuðu að taka það sem slíkt að senda inn erindi á námsbrautarfund til að fá samþykki. Það er liðin tíð og nú þarf ekki að senda inn erindi ef óskað er eftir að ljúka bókasafns- og upplýsingafræði til 180 eininga.

Hinsvegar ef nemendur hafa lokið námi í öðrum deildum og vilja fá það metið inn í 180e í bókasafns- og upplýsingafræði eða eru ekki viss um að valnámskeið falli að náminu þarf að senda inn erindi á námsbrautarfund.

Eins og stendur eru úrval  valnámskeiða í boði í kennsluskrá ekki mikið og hvetjum við nemendur eindregið til að koma með tillögur að valnámskeiðum sem gætu hentað náminu og gæti verið bætt inn í kennsluskránna.

Ef þið hafið tillögur að valnámskeiðum endilega sendið þær á Sirrý – sirryb@gmail.com og þær verða teknar upp á næsta námsbrautarfundi. Gott væri ef stuttur rökstuðningur á hvers vegna valnámskeiðið henti náminu fylgdi með.

(Sett inn 30. 9. ’09)

Námsbrautarfulltrúar

Við viljum minna ykkur á starf námsbrautarfulltrúanna. Þeirra hlutverk

er að vera ykkur til ráðgjafar og standa vörð um réttindi ykkar. Þeir

sitja jafnframt fundi með yfirmönnum deildarinnar nokkrum sinnum yfir

önnina.

Ef þið viljið koma einhverju á framfæri við stjórnendur deildarinnar,

t.d. er varðar námið eða kennsluna eða ef ykkur finnst á rétti ykkar

brotið í skólanum á einhvern hátt skulið þið hafa samband við ykkar

námsbrautarfulltrúa.

Skólaárið 2009-2010 eru námsbrautarfulltrúar eftirfarandi:

Fyrir 1. árs nema: Kristjana Mjöll J. Hjörvar, kmj3@hi.is

Fyrir 2.-3. árs nema: Þórunn Ella Hauksdóttir, thh47@hi.is

Fyrir MLIS nema: Andri Már Hermannsson, amh5@hi.is

(Sett inn 29. 9. ’09)

ATH! Ekki Reykjavíkurvegur heldur Dalshraun

Mæting í Actavis er ekki á Reykjavíkurveg heldur í Dalshraun.

Við verðum í fundarsal á 5. hæð á Dalshrauni 1. Gengið inn um aðgang 1A og farið upp á 4. hæð með lyftu eða stiga og þaðan áfram.

(Sett inn 25. 9. ’09)

Vísindaferðin í Actavis á morgun.

Það stefnir allt í rosalega góða mætingu í vísindaferðina á morgun!

Mæting í Actavis er kl. 17, þegar við erum búin þar er stefnan að þeir sem hafa áhuga fari saman á Bjarna fel (sem er við hliðina á Hressó í Austurstrætinum), þar erum við búnað semja um að fá tilboð á bjór og þeir sem vilja geta að sjálfsögðu líka fengið sér að borða.

Actavis er staðsett á Reykavíkurvegi 76 og hérna er linkur á kortið inná ja.is http://ja.is/kort/#q=index_id%3A872234&x=356261&y=400947&z=9

Og svona til öryggis ef það rata ekki allir  í Austurstrætið er linkur á það kort líka http://ja.is/kort/#q=index_id%3A847568&x=357058&y=408270&z=9

Sjáumst hress og kát í Actavis kl. 17 á morgun!!

(Sett inn 24. 9. ’09)

Skráning í vísindaferð í Actavis

Næsta föstudag kl. 17 ætlum við að fara í fyrstu vísindaferð annarinnar og er ferðinni heitið í Actavis.

Við erum mjög heppin að fá að koma til þeirra því þar er mikil áhersla lögð á gæðastjórnun og annað sem tengist náminu okkar og hvetjum við því alla til að mæta!

Þeir sem ætla að koma með eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér fyrir neðan í seinasta lagi á fimmtudag.

Skráningu lokið.

(Sett inn 21. 9. ’09)

Umgengni í og við skóla

Ég hef verið beðin um að minna nemendur á umgengnisreglur Háskóla Íslands.

- Skylt er að ganga vel um húsakynni Háskóla Íslands, umhverfi hans, tæki og búnað á hverjum stað. Enginn má skilja eftir sig rusl, hvorki innan dyra né utan. Notum ruslafötur!

-Hverjum og einum ber að sýna tillitssemi og valda ekki öðrum truflun eða óþægindum. Öll umgengni í lesrýmum og tölvuverum skal vera hávaðalaus. Slökkt skal á farsímum í lesrýmum, tölvuverum og kennslustofum. Hliðra skal til fyrir ræstingarfólki, svo að störf þess geti farið fram truflunarlaust.

- Reykingar eru óheimilar innanhúss og við innganga bygginga Háskóla Íslands sem og undir opnanlegum gluggum.

-Neysla matar er óheimil í kennslustofum og tölvuverum.

Húsreglurnar má sjá nánar á þessari slóð: http://www.hi.is/is/skolinn/husreglur

Við förum að sjálfsögðu öll eftir þessum reglum og göngum um skólann eins og við viljum koma að honum!

(Sett inn 20. 9. ’09)

Út að borða á Balthazar og nýjir stjórnarmeðlimir

Föstudaginn 11. september var farið út að borða á Balthazar.

Mæting á þennan fyrsta viðburð annarinnar var heldur dræm en ekki mættu nema 12 manns sem þó skemmtu sér konunglega og borðuðu góðan mat.

Við nýttum tækifærið og kusum námsbrautarfulltrúa fyrir 1.árs nema og MLIS nema. Ein nemandi af fyrsta ári í BA, hún Kristjana Mjöll Hjörvar (Jana) mætti og bauð sig fram sem námsbrautarfulltrúa 1.árs og var kosin einróma.

Tveir nemendur buðu sig fram sem námsbrautarfulltrúa fyrir MLIS nema, þau Sigríður Andrea Ásgeirsdóttir og Andri Már Hermannsson. Nemendum fannst augljóslega of mikið af kvenhormónum í stjórninni og hlaut Andri því öll atkvæðin.

Við bjóðum þau Andra og Jönu velkominn í stjórnina og hlökkum til samstarfsins í vetur.

(Sett inn 14. 9. ’09)

Fyrir þá sem eru ekki vissir hvar Balthazar er

Ef það eru fleiri í sömu sporum og ég og eru ekki vissir hvar veitingahúsið Balthazar er staðsett, þá er það í Hafnarstræti 1-3, 101 Reykjavík.

Ég læt líka linkinn á kortið inná ja.is fylgja með

http://ja.is/kort/#q=index_id:168823&x=356935&y=408412&z=10

(Sett inn 11. 9. ’09)

Skráningarfrestur framlengdur til kl. 12 á morgun

Þið sem eigið eftir að skrá ykkur í út að borða á Balthazar annað kvöld eruð vinsamlegast beðin um að gera það fyrir kl. 12 á morgun því þá þurfum við að skila inn nákvæmum fjölda.

Hver vill ekki eiga góða kvöldstund með fullt af skemmtilegu fólki og borða góðan mat? Koma svo og allir að skrá sig!!

Hér má finna slóðina á skráningarformið: http://nemendafelog.hi.is/Katalogos/?p=936

Hlakka til að sjá ykkur sem flest á morgun stundvíslega kl. 20 á Balthazar!

(Sett inn 10. 9. ’09)

Skráningu lýkur á morgun kl. 16!

Langar að minna á að skráningu fyrir þá sem ætla að koma með út að borða á föstudaginn, lýkur á morgun (fimmtudag) kl.16

Hægt er að skrá sig á skráningarforminu neðar á síðunni eða bara einfaldlega með því að klikka á þennan link: http://nemendafelog.hi.is/Katalogos/?p=936

Vonast til að sjá ykkur sem flest.

(Sett inn 9. 9. ’09)

Boð á ráðstefnu 9.9.9

Bókasafns- og upplýsingafræðinemum býðst að fara frítt á ráðstefnu um hið nýja upplýsingafélag, allar upplýsingar er að finna í póstinum frá Hirti Smárasyni hjá Scope sem ég læt fylgja með hér fyrir neðan.

Á morgun miðvikudaginn 9.9.’9 verður haldin ráðstefna um hið nýja upplýsingasamfélag – þ.e. hvaða áhrif netsamfélögin eru að hafa á hin ýmsu svið mannlífsins. Fjöldi fyrirlesara mun flytja erindi auk þess sem það verða pallborðsumræður um bloggheima, áhrif netsins á fréttaumfjallanir og fréttaöflun, um ferðaþjónustuna, tónlistariðnaðinn og stjórnmálin.

Ég hef ákveðið að bjóða nemendum í upplýsingafræði í HÍ á ráðstefnuna. Þeir sem vilja nýta sér tilboðið geta skráð sig með því að senda tölvupóst á hjortur@scope.is

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrána er að finna hér: Yfir helmingur þjóðarinnar er kominn á Facebook og allir fylgjast með öllum. Fólk missir vinnuna vegna bloggskrifa. Fréttir berast í gegnum twitter áður en þær birtast í fjölmiðlum. Er komið árið 1984? Er stóri bróðir að fylgjast með okkur (og hver er þá stóri bróðir?)

Samfélagið er að taka miklum breytingum með þessum “nýju samfélögum”. Hvað veldur? Hverjar eru hætturnar sem við stöndum frammi fyrir og hver eru tækifærin? Riða undirstöður samfélagsins undan þessum nýju fyrirbærum eða eru þarna tækifærin til þess að ná undraverðum árangri í markaðssetningu fyrir lítinn sem engan pening?

Þessar spurningar og margar fleiri eru viðfangsefni 9.9.9 ráðstefnunnar, fyrstu ráðstefnunnar á Íslandi um netsamfélögin og áhrif þeirra á hin ýmsu svið samfélagsins. Meðal fyrirlesara verður fólk úr viðskiptalífinu, fjölmiðlum og stjórnmálum – og líka bara “venjulegt fólk”, sem mun segja okkur frá því hvaða áhrif netsamfélögin eru að hafa, hvað beri að varast og hver tækifærin eru sem bíða eftir því að við grípum þau.

Fjöldi áhugaverðra fyrirlesara og pallborðsumræðum um áhrif netsamfélaga á: tónlistariðnaðinn stjórnmálin fréttir ferðaiðnaðinn viðskiptalífið

Meðal fyrirlesara og panelista eru: Andrés Jónsson almannatengill og Eyjubloggari Alda bloggari á Iceland Weather Report Bárður Örn Gunnarsson hjá Ratsjá Bergljót Baldurs frá ruv.is Brian Suda hjá Clara Dagur B. Eggertsson stjórnmálamaður Eiður Arnarsson hjá Senu Egill Harðar hjá Gogoyoko Finnur Magnússon aka gommit Fjóla Jónsdóttir frá IGM Gísli Freyr hjá vb.is Gunnar Hólmsteinn hjá Clara Helgi Hrafn hjá Helginn.net Hjördís Árnadóttir hjá Actavis Hjörtur Smárason hjá Scope Jónas Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vesturlands Maríanna Friðjónsdóttir fjölmiðlagúrú Ólafur Arnalds tónlistarmaður Sigurður Valur, markaðsstjóri Iceland Express

Ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 9. september og hefst kl. 09:09:09

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesarana og dagskránna er að finna á

http://www.vefjakrot.is/999

(Sett inn 8. 9. ’09)

Út að borða á Balthazar

Næsta föstudag ætlum við að fara saman út að borða á veitingastaðnum Balthazar þar sem við fáum að vera út af fyrir okkur á efri hæðinni.

Mæting er kl. 20

Við ætlum að hafa stuttan félagsfund í leiðinni og verður eftirfarandi á dagskránni:

1. Dagskrá vetrarins kynnt. 2. Kosning eins fulltrúa nýnema og eins MLIS nema í stjórn Katalogos. Þeir sitja jafnframt í skorarnefnd. 3. Önnur mál.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og eiga góða kvöldstund í skemmtilegum félagsskap.

Þeir sem ætla með eru beiðnir um að skrá sig hér fyrir neðan í seinasta lagi á fimmtudag. Skráningu lokið.

(Sett inn 8. 9. ’09)

Dagskrá annarinnar og spjallið

Dagskráin fyrir haustönn er komin inn og hana er að finna hér til vinstri undir viðburðir.

Á föstudaginn eftir viku (11.sept.) ætlum við að fara saman út að borða á veitingastaðnum Balthazar, við byrjum á því að halda smá fund og kjósa námsbrautarfulltrúa fyrir 1.árs nema annars vegar og MLIS nema hinsvegar. Svo borðum við og höfum það gaman saman.

25. september skellum við okkur síðan í fyrstu vísindaferð vetrarins sem verður farin í Actavis.

9. október er vísindaferð í Bókasafn Mosfellsbæjar.

6. nóvember er vísindaferð í Landsbankann.

Svo eigum við eftir að finna dagsetningu fyrir jólaglöggið okkar sem við stefnum á að halda í nóvember.

Við í stjórninni hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að taka virkan þátt í félagslífinu, það alltaf gaman að lyfta sér upp og ennþá skemmtilegra að kynnast betur fólkinu sem þið eigið eftir að eyða miklum tíma með í náminu næstu mánuði og jafnvel ár!

Svo vil ég benda ykkur á að vera dugleg að nýta ykkur spjallborðið okkar hérna efst á síðunni, þar er hægt að auglýsa bækur til sölu, auglýsa eftir bókum sem ykkur vantar, fá svör við þeim spurningum sem brenna á ykkur, já eða bara til að spjalla um námið. Endilega verið líka dugleg að benda á ef ykkur finnst að eitthvað megi betur fara á síðunni.

Til þess að geta tekið þátt í spjallinu þarftu að vera innskráður. Nýskráning er hérna til hægri á síðunni og sækja þarf um aðgang með hi.is netfangi.

(Sett inn 4. 9. ’09)

Nýr Blöðungur

Nýr Blöðungur er kominn út. Hann er aftur gefinn út í rafrænu formi nema honum verður dreift til nýnema.: Blöðungur haust 2009

(Sett inn 4. 9. ’09)

Skilaboð frá Röskvu

Á morgun, föstudag, verður haldið nýnema-bjórkvöld Röskvu á Bakkusi (gamli Gaukurinn, neðri hæð). Boðið verður upp á frían bjór fyrir þá sem mæta snemma og byrjar kvöldið kl 19. Eftir það verður tilboð á bjór og g&t á barnum. Þetta er tilvalin leið til að byrja kvöldið (eða halda því áfram eftir vísindaferð) eða hita upp fyrir nýnemaballið, kynnast samnemendum og öðrum nýnemum í HÍ. Allir eru velkomnir!

(Sett inn 3. 9. ’09)

Nýnemaball

- Kæru fjárfestar, velunnendur, hluthafar, nýnemar og aðrir meðlimir Háskóla Íslands.

Nú í nokkra daga þykir Range Rover ennþá cool, allir eru að fjárfesta í Icesave, Bjöggarnir & aðrir skaðræðis-víkingar tróna ennþá á toppi tilverunnar því í dag og út þessa viku ER ÁRIÐ 2007.

Miðasala á 2007 nýnemaball Háskóla Íslands er sem hér segir:

3. sept: Háskólatorgi – bás stúdentaráðs 11-13:30. / Kennó 11-13:30.

4. sept: Háskólatorgi – bás stúdentaráðs 11-13:30./Kennó 11-13:30.

- Miðaverð 1500kr í forsölu-

—————————————–

ATH: Í fyrra seldust um 1400 miðar á þennan gleðskap, nú hefur þessu öllu

verið skalað upp og fært á flottari stað en margfalt færri sem komast að.

Fyrstir koma, fyrstir fá… ekkert meira 2007 en það -

(Sett inn 3. 9. ’09)

Myndir frá síðasta skólaári

Loksins eru allar myndirnar frá síðasta skólaári komnar hér á síðuna undir myndir. Þið getið líka smellt hér: Myndir frá skólaárinu 2008 – 2009

(Sett inn 1. 9. ’09)

Ný stjórn Katalogosar og ritstjórn Blöðungs

Á aðalfundi Katalogosar, sem haldinn var í vor, var kosin ný stjórn. Í stjórninni skólaárið 2009 – 2010 eru:

•               Eva Ósk Ármannsdóttir, formaður

•               Sigríður Björk Einarsdóttir, varaformaður og ritari

•               Guðný Kristín Bjarnadóttir, gjaldkeri

•               Halla Sigríður Bragadóttir, vefstjóri

•               Þórunn Ella Hauksdóttir, námsbrautarfulltrúi 2. og 3. árs nema

•               Hulda Bjarnadóttir, meðstjórnandi

Það vantar námsbrautarfulltrúa MLIS nema og 1. árs nema. Það verður kosið í þessar stöður í september þegar við förum út að borða og eru áhugasamir  hvattir til að bjóða sig fram þá.

Í ritstjórn Blöðungs þetta árið eru:

•               Andrea Ævarsdóttir

•               Sigrún Guðmundsdóttir

•               Unnur Sigurðardóttir

Við hlökkum til að sjá ykkur í vetur og vonumst til þess að við sláum mætingarmetin sem slegin voru í fyrra á flestum uppákomum Katalogosar

(Sett inn 25. 8. ’09)