Ráðstefna doktorsnema

9. júní næstkomandi verður haldin ráðstefna doktorsnema á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Ráðstefnan er skipulögð af Félagi doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði í samvinnu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang þar sem doktorsnemar geta kynnt verkefni sín samnemendum, starfsmönnum sviðsins sem og almenningi öllum. Sambærilegar ráðstefnur voru haldnar árin 2009 og 2010, þá undir nafninu Doktorsdagur Hugvísindasviðs, en lögðust svo af. Það er von skipuleggjenda að ráðstefnan verði vel sótt og að hún verði að föstum árlegum viðburði í ráðstefnudagatali Hugvísindasviðs.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér og Facebook-viðburð ráðstefnunnar hér.

 

Starfsemi félagsins

Kæru félagar og aðrir áhugasamir.

Þó að ekki hafi birst neinar fréttir á síðunni síðan í byrjun árs 2015 er félagið síður en svo óvirkt.

Síðustu misseri hafa verið haldin regluleg síðdegissemínör, haustfagnaðir, jólapartí og að sjálfsögðu aðalfundir.

Facebook-hópur félagsins er mjög virkur og eru allir doktorsnemar og nýdoktorar sviðsins eru hvattir til að sækja um inngöngu. Þar inni eru allir viðburðir auglýstir auk þess sem tilkynningar eru sendar gegnum Uglu á virka doktorsnema.

Stefnan er að virkja á ný þessa síðu svo þeir sem eru áhugasamir um starfsemi félagsins og þeir doktorsnemar og nýdoktorar sem ekki eru á Facebook og ekki fá tölvupósta gegnum Uglu eru hvattir til að fylgjast með. Á næstu vikum verður til að mynda birt auglýsing um hið árlega jólagill félagsins!

Védís Ragnheiðardóttir, formaður.

Doktorsseminar/Lunch seminar

Fyrsti doktorshittingur ársins verður doktorsseminar í hádeginu 20. janúar: kl. 12-13 í fundarherberginu á 3. hæð í Gimli. Léttar hádegisveitingar verða í boði Hugvísindastofnunar og við bjóðum nýjum doktorsnemum sérstaklega velkomna.

Magnús Þór Þorbergsson verður með kynningu um doktorsverkefnið sitt um leikhúsið á Íslandi:

Leiksvið þjóðar
Í ritgerð minni fjalla ég um leikhúsið sem vettvang fyrir sviðsetningu þjóðarinnar. Megináhersla rannsóknarinnar er á íslenskt leikhús á þriðja áratug síðustu aldar, sér í lagi þær breytingar sem eiga sér stað hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kjölfar þess að alþingi samþykkir byggingu þjóðleikhúss árið 1923. Breytingar í verkefnavali og tilraunir til aukinnar fagmennsku eru settar í samhengi samfélagsbreytingar og átök um sjálfsmynd þjóðarinnar á þriðja áratugnum og bornar saman við þá menningarlegu þjóðernishyggju sem ríkti á áratugunum á undan.

///

Our first doctoral meeting of 2015 will be a lunch seminar in the meeting room on the 3rd floor in Gimli: January 20th from 12:00-1:00 p.m. Delicious lunch refreshments will be provided thanks to the support of the Centre for Research in the Humanities.

Magnús Þór Þorbergsson will present his doctoral research on Icelandic theatre in the 1920s and the staging of the nation. New doctoral students are especially welcome.

Jólaglögg/Christmas Party

(…a.k.a. the Annual General Meeting of FDH)

Hið rómaða jólaglögg Félags doktorsnema við Hugvísindasvið verður haldið í fundarherberginu í Gimli (G301) 4. desember og byrjar upp úr kl. 17:00.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Ársreikningur borinn upp til samþykktar.
  3. Kjör stjórnar.
  4. Kjör skoðunarmanna ársreiknings.
  5. Önnur mál/almennar umræður.

Our annual Glühwein meeting will be held in Gimli (G103) on November 4th, starting around 5:00 p.m. In keeping with tradition, this will also be our annual general meeting for the Association of Doctoral Candidates (see the agenda below).

AGM agenda:

  1. Annual report.
  2. Annual financial statement.
  3. Election of a new board.
  4. Election of examiners of accounts.
  5. 5. Open discussion/Other issues.

Doktorsvörn á föstudaginn

Á föstudaginn ver Árný Aurangasri Hinriksson doktorsritgerð sína við Deild erlendra tungumála, málvísinda og bókmennta. Doktorsritgerðin fjallar um enskar skáldsögur um átökin í kjölfar sjálfstæðis Sri Lanka og heitir Dissident Voices: Sociocultural Transformations in Sri Lankan Post-Independence Novels in English (Andófs raddir: skáldsögur á ensku um félags- og menningarlegar umbyltingar í sjálfstæðu Sri Lanka).

This Friday, Árný Aurangasri Hinriksson will defend her doctoral thesis: Dissident Voices: Sociocultural Transformations in Sri Lankan Post-Independence Novels in English.

Hvenær: 14. nóvember 2014, 13:00
Hvar: Hátíðarsalur, Aðalbyggingu

Haustfundur 2014

Já, kæru doktorsfólk!

Fimmtudaginn 18. september kl. 17
ætlum við doktorsnemar á Hugvísindasviði að hittast í fundarherberginu á 3. hæð í Gimli (G-301). Léttar veitingar, skemmtilegar umræður og hagnýtar upplýsingar í hófi, þetta verður ógleymanleg og stund hjá okkur.

Sjáumst í Gimli,
Katelin, Arngrímur og Stefanie

Yes, it’s that time of year again, time for our fall meeting! We’re meeting on Thursday, September 18th, at 5 p.m. in Gimli (G-301, third floor) and all PhDs, old and new, in the School of Humanities are invited. Yes, Octoberfest will pale in comparison.

Your friendly doctoral association board,
Katelin, Arngrímur and Stefanie

Föstudagsseminar Sagnfræði- og heimspekideildar byrja

Vikulegir hugarflugsfundir (nestisspjall) um söguleg efni byrja í Gimli 102 (G102), kl. 12-13 á föstudögum. Framkvæmdaraðilar eru Sigurður Gylfi Magnússon (sigm /hjá/ akademia.is), dósent í menningarsögu og Guðni Th. Jóhannesson (gudnith /hjá/ hi.is), dósent í sagnfræði.

Weekly lunch seminars in Gimli 102 (G102), Fridays 12:00-13:00. The organisers are Sigurður Gylfi Magnússon (sigm /at/ akademia.is) and Guðni Th. Jóhannesson (gudnith /at/ hi.is).

Dagskrá haustið 2014

5. september. Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði – Um samskipti valdhafa, fræðimanna og almennings um túlkun sögunnar.

12. september. Jón Árni Friðjónsson, nýdoktor frá Menntavísindasviði – Um áhrifamátt eða áhrifaleysi sögukennslubóka.

19. september. Ólafur Rastrick, nýdoktor í sagnfræði og lektor í þjóðfræði – Nýtt rannsóknarverkefni.

26. september. Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði – “Ég” í fræðunum.

3. október. Davíð Ólafsson, aðjunkt í menningarfræði – The Scribal Community í tengslum við ritun nýrrar bókar fyrir Routledge.

10. október. Sigurður Gylfi Magnússon, dósent í menningarsögu – Alfræði alþýðunnar á 19. öld. – Hvernig lesum við í alþýðulist?

17. október. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði – Hans Jónatan, maðurinn sem stal sjálfum sér.

24. október. Susanna Margrét Gestsdóttir, framhaldskólakennari og doktorsnemi í sagnfræði við Universiteit van Amsterdam – Fagþróun sögukennara (Doing history in the classroom: upper secondary school teachers’ practices, orientations and professionalization).

31. október. Ágúst Ólafur Georgsson, safnvörður þjóðháttasafns í Þjóðminjasafni Íslands – Heimavist barna og unglinga á 20. öld – Undirbúningur undir spurningaskrár

7. nóvember. Þóra Pétursdóttir, nýdoktor í fornleifafræði frá Universitetet i Tromsø – „Things as heritage: speculating beyond anthropocentrism.“

5. desember. Agnes S. Arnórsdóttir, prófessor við Aarhus Universitet – Lífssögur 12 kvenna á Íslandi; leið til sagnfræðilegrar greiningar.

Ný heimasíða félagsins

Ný heimasíða Félags doktorsnema á Hugvísindasviði lítur dagsins ljós. Hér má finna ýmislegt doktorsnámstengt… en við erum rétt að byrja með að búa hana til svo að það vantar augljóslega eitthvað enn, t.d. eru engar skemmtilegar myndir af brosandi doktorsnemum að skemmta sér.