Af aðalfundi 25.08.2011 og nýrri stjórn

Ágætu Komplexarar!
Eftir æsispennandi kosningu á aðalfundi 25.08.11. liggja úrslit nú fyrir. Ný stjórn hefur tekið við en í henni sitja eftir sem áður Guðrún Birna Jakobsdóttir, formaður, og Edda Katrín Rögnvaldsdóttir, varaformaður, en sú breyting varð á að Karen Ósk Pétursdóttir mun gegna hlutverki gjaldkera. Þetta er því í fyrsta sinn í sögu Komplex að stjórn félagsins sé eingöngu skipuð konum.

Við skulum stefna að því í sameiningu að hafa næsta skólaár 2011-2012 sem ánægjuríkast fyrir okkur öll.

Posted in Almennt

Aðalfundur Komplex / Annual meeting

Nú er komið að þeim gleðitíma þegar kosið er í nýja stjórn Komplex. Hugmyndin er að við hittumst við fyrir utan Raunvísindastofnun og grillum, kjósum og hyllum svo nýja stjórn. 🙂
Þau embætti sem kosið verður um eru: keisari/keisaraynja, vara-keisari/keisaraynja og fjárhirðir. Einnig verður hægt að endurskoða lög, komi fram tillögur að lagabreytingum.

It is time for the annual meeting of Komplex where a new board will be chosen and rules changed if needed.. The plan is to bbq, vote and have some fun. 🙂

Posted in Almennt

Föstudagur 24. júní 2011

Sælt veri fólkið,

þar sem það er sumar og sól ætlum við að fara og borða saman á Eldhrímni í hádeginu næstkomandi föstudagin (24. júní). Vonandi koma sem flestir með.

Hér er hlekkur á heimasíðu veitingarstaðarins: http://www.eldhrimnir.is/

Hey everybody,

it’s summer so we’re going to lunch together at Eldhrímnir this friday (the 24th of june). Hope to see you all there.

Here a link on their website: http://www.eldhrimnir.is/

Posted in Almennt

Árshátíð Komplex 2011/The Annual Celebration of Komplex in 2011

Íslenska:

Sælt veri fólkið,
nú er fyrirhugað að halda árshátíð Komplex laugardaginn 26. mars næstkomandi.

Sú breyting hefur orðið þar á að nú er ætlunin að sameinast heima hjá Ísak til að hrista alla saman en hann býr á Vesturgötu 12, 101 í Reykjavík.
Þar á eftir munum við halda á Hereford steikhús, staðsett að Laugavegi 53b, 101 Reykjavík, þar sem boðið verður uppá dýrindis þriggja rétta máltíð með öllu tilheyrandi.
Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30 og því rétt að mæta um kl. 20:00 þangað.

Matseðill er svohljóðandi:
Forréttur: Humarsúpa að hætti Hereford.
Aðalréttur: 200gr nautalundir með Bearnaise sósu og pönnusteiktu grænmeti.
Ábætisréttur: Frönsk súkkulaðikaka með ís og rjóma.

Það skal tekið fram að hægt er að verða við séróskum ef matseðill hentar ekki öllum.

Hvað tekur við að málsverði loknum liggur ekki ljóst fyrir en eitthvað verður það skemmtilegt!

Endilega látið vita ef þið sjáið ykkur fært að mæta og sömuleiðis ef þið hafið hug á að bjóða betri helmingnum með ykkur.

Verð miðast við einstakling og er kr. 5.500,- og skal borga inná reikning Komplex fyrir 22. mars næstkomandi með viðeigandi skýringu til staðfestingar komu.
Reikningsnúmer: 1175-26-3610
Kennitala: 581007-3610

Inní miðaverði er málsverður og nægur (lager-) bjór fyrir hvern og einn.

Einsog áður var um talað er viðeigandi klæðnaður æskilegur.

————

————————–——–

English:

Hey everybody,
our annual celebration will be held saturday the 26th of march.
Firstly, we are going to meet up at Ísak’s place (Vesturgata 12, 101 Rvk.) and then go out to dinner at Hereford steakhouse (Laugavegur 53b, 101 Rvk.) where we will be served a high class meal. Dinner is at 20:30 o’clock so we have to be there around 20:00 o’clock.

Menu:
Appetizer: Lobstersoup as Hereford does it.
Main dish: 200gr beaf steak with Bernaise sauce and vegetables.
Desert: French chocolate cake with icecream and whipped cream.

Please note if you have any special wishes regarding the menu, f.ex. if you are a vegetarian, changes can be made.

What happens afterwards we are not sure of but it will be something fun!

Please inform me if you are coming and if you want to bring someone with you.

Price per person is kr. 5.500,- and has to be paid on Komplex account before the 22th of March to confirm your attendance.
Account number: 1174-26-3610
ID number: 581007361

Included in the price is enough beer for everyone and dinner.

As said before proper clothing is essential.

Posted in Almennt

Vísindaferð í ORF/Science trip to ORF

Næsta föstudag, þann 28. janúar, verður farið í vísindaferð í ORF Líftækni. Mæting er stundvíslega kl. 17:00 að höfuðstöðvum ORF; Víkurhvarfi 3 í Kópavogi.

Að ferð lokinni er aldrei að vita nema við getum haldið eitt af þessum stórfenglegu bjórkvöldum (ég á samt eftir að spyrja um leyfi) sem allir eru að tala um.

Ath. Fyrirlestur verður fluttur á ensku af tilliti við þá erlendu nemendur sem gætu slæðst með.

————–

Next friday, 28th of january, we will go on a science trip to ORF genetics. It all starts precisely at 17:00 o’clock at Víkurhvarf 3 in Kópavogur.

After (hopefully.. (I haven’t asked for permission yet)) we will head back to Raunvísindastofnun and have one of those awesome beernights that everyone is talking about.

Please note that the talk will be given in English.

Posted in Almennt

Jólahlaðborð/Christmas buffet 15.12.10

Næstkomandi miðvikudag, 15. desember, er fyrirhugað að halda hið árlega jólahlaðborð Raunvísindastofnunar.

Maturinn verður með öðru sniði en venjulega þar sem í ár verður hann að indverskum hætti eldaður af vini okkar, Sandip.

—————-

Next wednesday, 15th of December, there will be the annual christmas buffet of Raunvísindastofnun. This time it will be different since our friend Sandip is going to cook traditional indian food.

Posted in Almennt

SORPA

Hætt er við fyrirhugaða vísindaferð Í Sorpu föstudaginn 26. nóvember vegna lélegrar þátttöku. Farið verður eftir áramót. Dagsetning ákveðin síðar.

—-

The science trip to Sorpa this friday the 26th of november is cancelled because of how few will be attending. We will find another time to go next year.

Posted in Almennt

Vísindaferð í Sorpu og menningarkvöld / Science trip to Sorpa and culture night

Næstkomandi föstudag, 26. nóvember 2010, ætlum við að fjölmenna í vísindaferð í Sorpu og læra m.a. um metanframleiðslu.
Ferðin hefst með fyrirlestri og léttum veitingum og síðan verður farið í skoðunarferð um svæðið í kring, t.d. Álfsnes, þar sem urðunarstaðurinn og gasvinnslan eru.
Það skal hafa í huga að ekki verður boðið uppá áfengi.
Þess vegna ætlum við að hittast eftirá á Raunó og fá okkur aðeins í tána.

——–

This friday, 26th of november, we are going on a science trip to Sorpa where we will learn about production of methane.
This trip is alcohol-free. That’s why we will meet up at Raunó, drink a couple of beers and have a good time.

Posted in Almennt

Einkakennsla/Private tutoring

Mig langar að benda þeim sem áhuga hafa á að taka að sér einkakenslu í lífefna- og/eða efnafræði á mennta- og háskólastigi geta sent póst á Hvarf á póstfangið hvarf@hi.is með upplýsingum um nafn, netfang og síma.

——

If anybody is interested in private tutoring in biochemistry or/and chemistry for high school and university levels should send email on hvarf@hi.is with name, email address and telephone number.

Posted in Almennt

Vísindaferð í frumkvöðlasetrið KÍM

Næsta fimmtudag, þann 11. nóvember kl. 17:00, er fyrirhugað að fjölmenna í vísindaferð í frumkvöðlasetrið Kím og hlýða á erindi frá Nýsköpunarmiðstöðinni, Saga Medica og Nox Medical.

Nýsköpunarmiðstöðin, einsog nafnið gefur til kynna, leitast til að efla nýsköpun og framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi og eru Saga Medica og Nox Medical tvö þeirra frumkvöðlafyrirtækja sem Nýsköpunarmiðstöðin hefur á sínum snærum.
Saga Medica sérhæfir sig í rannsóknum á íslenskum lækningajurtum og framleiðslu náttúruvara úr þeim, þar ber helst að nefna ætihvönn (Angelica archangelica). Það nýjasta í framleiðslu þeirra er sérstakur hvannarbjór bruggaður af Bruggsmiðjunni á Árskógssandi sem okkur gefst tækifæri til að smakka á í ferðinni.
Nox Medical aftur á móti er hátæknifyrirtæki á sviði heilbrigðistækni.

Gaman, gaman, gaman!

Ég gerði ráð fyrir að við gætum sameinast um bílamál en ef það ætlar að verða eitthvað vesen þá finnum við einhverja lausn.

———-

Science trip to Kím – medical park this thursday (11. november) where the companies Nýsköpunarmiðstöðin, Saga Medica and Nox Medical will give a talk.
Saga Medica is going to introduce to us their new product, a specially brewed beer with wild celery (Angelica archangelica) in it.

Fun, fun, fun!

Posted in Almennt