6.maí 2015
Undanfarið hefur verið unnið að uppbyggingu nýs vélasalar reiknistofnunar. Ferlið er er flókið og inniheldur fjölmarga verkþætti, meðal annars raunverulegan flutning véla milli vélasala.
Reynt verður af fremsta megni að haga því þannig að notendur verði ekki varir við flutningana, en óhjákvæmilega gæti þurft að rjúfa einhverjar þjónustur tímabundið.
Samkvæmt áætlun mun þjónusta sérvefja liggja niðri 1 klukkustund í viku 22 eða 23. Nánar tilkynnt hér síðar.


Reiknistofnun rekur WordPress multi site vefumsjónarkerfi á léninu nemendafelog.hi.is. Undir því léni geta nemendur sett upp vefi fyrir nemendaféög.  Slóðin að vefnum er http://nemendafelog.hi.is/<nafn félags>  

Nemendafélög skulu snúa sér til stúdentaráðs varðandi stofnun nemendafélagsvefs og eins ef skipt er um ábyrgðarmann uppsetts vefs.

Vefir undir nemendafelog.hi.is flokkast sem “sérvefir” og um þá gilda:

  • Almennar reglur reiknistofnunar, sjá http://www.rhi.hi.is/reglur.
  • Stúdentaráð ákvarðar um hvort nemendafélag sé raunverulegt og gilt. Þegar vefumsjónarkerfið hefur verið sett upp fær ábyrgðaraðili skilaboð um það ásamt stuttum leiðbeiningum um gangsetningu.
  • Ábyrgðarmaður ber alla ábyrgð á efni vefsins
  • Vefumsjónarkerfið er miðlægt og rekið af Reiknistofnun.
  • Reiknistofnun sér um val, innsetningu og viðhald íbóta og þema.